Fundargerð aðalfundar 2011

Haldinn föstudaginn 28. október 2011 kl. 14:00 á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík.

Dagskrá:

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Ársreikningar 2010 lagðir fram
 3. Umræða um liði 1 og 2
 4. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2012
 5. Tillaga um breytingu á gjaldskrá HAUST
 6. Umræður um liði 4 og 5
 7. Kjörinn löggiltur endurskoðandi
 8. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
 9. Fráveitumál sveitarfélaga – staða mála hjá sveitarfélögum á starfssvæði HAUST
 10. Önnur mál

   Mætt:

   Úr Heilbrigðisnefnd:
   Valdimar O. Hermannsson
   Árni Kristinsson
   Andrés Skúlason

   Aðrir:
   Bjarni Sveinsson
   Haukur Ingi Einarsson
   Jóhann Eðvald Benediktsson
   Gunnþórunn Ingólfsdóttir
   Kristín Ársælsdóttir
   Vilhjálmur Jónsson

   Starfsmenn:
   Helga Hreinsdóttir
   Leifur Þorkelsson
   Hákon Hansson
   Borgþór Freysteinsson

   Valdimar O. Hermannsson, formaður heilbrigðisnefndar, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

   Fundarstjóri var kosinn Hákon Hansson og ritari Leifur Þorkelsson

   Farið var yfir hverjir færu með umboð sveitarfélaganna skv. tilnefningum til HAUST ýmist með kjörbréfum eða tölvupósti.

   Fulltrúar eftirfarandi sveitarfélaga fóru með atkvæði sem hér segir:

   Sveitarfélag

   íbúafjöldi 2011 (skv. heimasíðu Hagstofu 3.10.2011)

   Fjöldi atkvæða á aðalfundi 2011

   Nafn fulltrúa sem fer með atkvæði sveitarfélags:

   Vopnafjarðarhreppur

   668

   3

   Andrés Skúlason

   Fljótsdalshreppur

   80

   1

   Gunnþórunn Ingólfsdóttir

   Fljótsdalshérað

   3.401

   11

   Árni Kristinsson

   Seyðisfjarðarkaupstaður

   668

   3

   Vilhjálmur Jónsson

   Borgarfjarðarhreppur

   141

   1

   Bjarni Sveinsson

   Fjarðabyggð

   4.583

   14

   Jóhann Eðvald Benediktsson

   Breiðdalshreppur

   199

   1

   Kristín Ársælsdóttir

   Djúpavogshreppur

   447

   3

   Andrés Skúlason

   Hornafjörður

   2.119

   7

   Haukur Ingi Einarsson

   Samtals:

   12.306

   43

    

   Fundarstjórinn kynnti dagskrá og síðan var gengið til fundarstarfa.

   1. Skýrsla stjórnar
   Valdimar O. Hermannsson, formaður heilbrigðisnefndar, flutti skýrslu stjórnar. Skýrslan fylgir fundargerðinni.

   2. Ársreikningar 2010 lagðir fram
   Helga Hr., framkvæmdastjóri, kynnti ársreikningana sem höfðu verið yfirfarnir og áritaðir af skoðunarmönnum, endurskoðaðir af KPMG og afgreiddir til aðalfundar á 98. fundi Heilbrigðisnefndar þann 14.9.2011.

   Helstu niðurstöðutölur ársreiknings 2010 í samanburði við áætlun (í þúsundum króna):eru sem hér segir:

   Rekstartekjur:

   44.656

   áætlun: 42.525

   Rekstargjöld:

   43.603

   áætlun 42.343

   Mism tekna og gjalda

   1.052

   182

   Hagnaður ársins

   1.168

   182

   3. Umræða um liði 1 og 2 skýrslu stjórnar og ársreikninga 2010
   Rætt um tvö frumvörp sem fram eru komin varðandi breytingar á matvælalögum. Að mati starfsmana HAUST er mikilvægt að breytingar á lögunum verði ekki til þess að heilbrigðiseftirlit geti ekki haft aðkomu af heimabakstri og veitt leiðbeiningar varðandi framleiðslu matvæla í heimahúsum. Allir sammála því að leyfa eigi sölu á einföldum matvælum framleiddum í heimahúsum en hinsvegar er það mat manna að breytingarnar megi ekki ganga of langt.

   Fram kom í svari framkvæmdastjóra að ekki sé útilokað að HAUST fari með eitthvað eftirlit fyrir hönd Umhverfisstofnunnar á næsta ári en ekkert sé þó í hendi og ekki er búið að ganga frá samningum þar að lútandi.

   Rætt var um mikilvægi þess að eftirlit með fiskimjölsverksmiðjum og sorpurðunarstöðum verði áfram hjá HAUST bæði vegna þess að HAUST hefur tekjur af eftirlitinu og eins vegna þess að kostnaður þeirra fyrirtækja sem um ræðir yrði hærri en nú er ef eftirlitið yrði flutt af svæðinu.

   Ársreikningar fyrir árið 2010 voru bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða

   4. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2012

   Leifur fylgdi fjárhagsáætluninni úr hlaði.

   Drög að fjárhagsáætlun 2012 voru til umfjöllunar á 98. fundi heilbrigðisnefndar þann 14.9.2011. Á þeim fundir voru drögin samþykkt og afgreidd til aðalfundar:

   Helstu breytingar eru að gert er ráð fyrir hækkun gjaldskrár og að verkefni sem HAUST hefur unnið fyrir Umhverfisstofnun falli nú niður, enda hefur Umhverfisstofnun sagt upp samningum þar um.

   Helstu niðurstöðutölur eru:


    

   Rekstartekjur alls

   45.915 þús

   Þar af íbúaframlag

   12.847 þús

   Rekstrargjöld

   45.902 þús

   Mismunur

   13 þús

    

   5. Tillaga um breytingu á gjaldskrá HAUST
   HHr kynnir ástæður gjaldskrárbreytinga á sama grunni og gert var á fundi heilbrigðisnefndar þann 14.9. sl. Heilbrigðisnefnd samþykkti þá tillögur starfsmanna og vísaði þeim til aðalfundar.

   Ástæðan fyrir nauðsyn á breytingum á gjaldskránni er tvíþætt:

   • Breyta þarf gjaldskrá HAUST skv. leiðbeiningum frá lögfræðingum MAST. Í kjölfar þess að forsjá matvælaeftirlits var fært til MAST og lögum breytt þar að lútandi er lagagrunnur fyrir innheimtu gjalda ekki aðeins í hollustuháttalögum nr. 7/1998 fyrir heldur einnig í matvælalögum nr. 93/1995.
   • Einnig verður að hækka gjaldskrá HAUST vegna hækkandi verðlags almennt, ekki síst aukins kostnaðar við akstur, hækkandi rannsóknakostnað, nýja kjarasamninga o.fl.

    

   Eftirfarandi tillaga starfsmanna um grunntölur í gjaldskránni er þessi:

   Tímagjald HAUST verði kr. 9.400,-
   Gjald vegna rannsókna skv. eftirlitsáætlun verði kr. 12.500,-

    

   6.   Umræður um lið 4 og 5 fjárhagsáætlun 2012 og breytingu á gjaldskrá.
   Til máls tóku:
   Jóhann Eðvald, Gunnþórunn, Andrés, Helga, Valdimar, Haukur, Vilhjálmur

   Nokkur umræða varð um breytingar á gjaldskrá og meðal annars var rætt um hvort unnt væri að halda íbúaframlagi óbreyttu á milli ára. Bent var á að frá því að fjárhagsáætlunin var gerð hefur rannsóknarstofa Matís boðað 7% hækkun á gjaldskrá sinni. Einnig kom fram að rekstur sveitarfélaga væri erfiður og þau væru mörg hver illa í stakk búin til þess að taka á sig miklar hækkanir.

   Gjaldskrá og fjárhagsáætlun voru bornar undir atkvæði og voru gjaldskrárbreytingar samþykktar án mótatkvæða, einn sat hjá.

   Fjárhagsáætlun ársins 2012 var samþykkt samhljóða.

   7.   Kjörinn löggiltur endurskoðandi
   Í samræmi við ákvörðun Heilbrigðisnefndar á fundi í sept. sl. óskaði frkvstj. tilboða frá tveim stærstu endurskoðendafyrirtækjum á svæðinu.

   Eftirfarandi tilboð bárust:

   KPMG 355.300 án vsk
   Deloitte 400.000 án vsk en krafa um 3ja ára samning


   Formaður og framkvæmdastjóri leggja til að lægra tilboði verði tekið.

    8.  Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
   Samþykkt var tillaga um sömu skoðunarmenn reikninga og verið hafa, þ.e. Ásta Halldóra Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Stefán Bragason, bæjarritari Fljótsdalshéraðs.

   Einnig var samþykkt samhljóða tillaga um sömu varamenn og sl. ár, þ.e. Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti í Fljótsdalshreppi og Páll Baldursson sveitarstjóri Breiðdalshrepps.

   9.   Fráveitumál sveitarfélaga.
   HHr gerir grein fyrir ástandinu í fráveitumálum á svæðinu. Innan við helmingur íbúa á Austurlandi býr við fráveitur sem uppfylla ákvæði laga og reglugerða þar um. Í kjölfar erindis Helgu Hr, var rætt um fyrirkomulag fráveitumála í sveitarfélögum á svæðunum og fulltrúar nokkurra þeirra ræddu um hugmyndir sem uppi eru varðandi úrbætur í fráveitumálum.

   10.  Önnur mál

   Fundi slitið kl. 15:45

   Fundargerðina staðfesta:

   Hákon Hansson, fundarstjóri
   Leifur Þorkelsson, fundarritari

   pdf Fundargerð aðalfundar - pdf

   Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

   Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

   Search