Fundargerð aðalfundar 2012

Haldinn miðvikudaginn 24. október 2012 kl. 14:00 á Hótel Öldunni, Seyðisfirði

Dagskrá skv. fundarboði:

  1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2011
  2. Ársreikningar 2011 lagðir fram
  3. Umræða um liði 1 og 2
  4. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár, 2013
  5. Umræður um lið 4
  6. Kjörinn löggiltur endurskoðandi
  7. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
  8. Tillaga um breytingu á stofnsamningi um rekstur HAUST
  9. Önnur mál
  10. Erindi:  Ólafur Sigurðsson segir frá upphreinsun olíu úr El Grillo

Mætt:

Úr Heilbrigðisnefnd:

Valdimar O. Hermannsson                 
Árni Kristinsson
Andrés Skúlason
Sigurlaug Gissurardóttir

Aðrir:  

Bjarni Sveinsson
Vilhjálmur Jónsson
Daníel Björnsson
Gunnar Jónsson
Gunnþórunn Ingólfsdóttir
Páll Björgvin Guðmundsson
Páll Baldursson
Björn Ingimarsson

Starfsmenn:

Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson
Borgþór Freysteinsson

Valdimar O. Hermannsson, formaður heilbrigðisnefndar, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.  Hann lagði til að Vilhjálmur Jónsson myndi stjórna fundi og að Leifur Þorkelsson ritað fundargerð og var það samþykkt samhljóða.

Farið var yfir hverjir færu með umboð sveitarfélaganna skv. tilnefningum til HAUST ýmist með kjörbréfum eða tölvupósti. 

Tafla yfir fjölda atkvæða og nöfn fulltrúa sveitarfélaga á aðalfund HAUST 2012:

Sveitarfélag

Fjöldi atkvæða á aðalfundi 2012

Nafn fulltrúa sem fer með atkvæði sveitarfélags:

Vopnafjarðarhreppur

3

Andrés Skúlason

Fljótsdalshreppur

1

Gunnþórunn Ingólfsdóttir, Jóhann F. til vara

Fljótsdalshérað

11

Árni Kristinsson 5 atkv. og Gunnar Jónsson 6 atkv.

Seyðisfjarðarkaupstaður

3

Daníel Björnsson

Borgarfjarðarhreppur

1

Bjarni Sveinsson 

Fjarðabyggð

14

Páll Björgvin  Guðmundsson

Breiðdalshreppur

1

Páll Baldursson

Djúpavogshreppur

2

Andrés Skúlason

Hornafjörður

7

Sigurlaug Gissurardóttir

Samt.:

43

 

 

1.     Skýrsla stjórnar

Valdimar O. Hermannsson, formaður heilbrigðisnefndar, flutti skýrslu stjórnar.  Skýrslan fylgir fundargerðinni.

2.     Ársreikningar 2011 lagðir fram

Helga Hr., framkvæmdastjóri, kynnti ársreikningana sem höfðu verið yfirfarnir og áritaðir af skoðunarmönnum, endurskoðaðir af KPMG og afgreiddir til aðalfundar á 104. fundi Heilbrigðisnefndar þann 12.9.2012. 

Helstu niðurstöðutölur ársreiknings 2011 eru sem hér segir (í þúsundum króna): 

 

niðurstaða ársreiknings  2011

áætlun 2011

niðurstaða ársreiknings  2010

Rekstartekjur

44.971

41.044

44.565

Rekstargjöld

43.389

41.013

43.603

Mismunur tekna og gjalda

1.582

31

1.052

Hagnaður ársins

1.607

31

1.168

 

3. Umræða um liði 1 og 2 skýrslu stjórnar og ársreikninga 2011

Til máls tóku:  Björn, Páll Björgvin, Helga, Leifur, Valdimar, Sigurlaug, Vilhjálmur, Gunnar og Gunnþórunn

Fram kom í máli framkvæmdastjóra að ástæða hærri tekna en ráð var fyrir gert í áætlun skýrist meðal annars af því að endurgreiddur kostnaður vegna rannsókna var hærri en ráð var fyrir gert, einnig voru tekjur vegna tækifærisleyfa, t.d. í tengslum bæjarhátíðir hærri en ráð var fyrir gert sem og tekjur vegna annarra eftirlitsgjalda. Þá kom fram að hækkun gjalda frá áætlun skýrist af mestu leyti að auknum kostnaði við rannsóknir og sýnatökur. Einnig kom fram í máli framkvæmdastjóra að dregið hefur kostnaði við akstur sem skýrist bæði af minni akstri og kaupum á sparneytnari bifreið.

Rætt var um afskrifaðar viðskiptakröfur sem að stærstum hluta eru tilkomnar vegna fyrirtækja sem orðið hafa gjaldþrota en einnig kom fram að e.t.v. þurfi í einhverjum tilfellum að beita markvissari innheimtuaðgerðum en nú er gert.

Rætt var um hvort æskilegt væri að embættið safnaði sjóði en rekstaraafgangur hefur verið undanfarin ár. Fram kom í máli framkvæmdastjóra og stjórnarformanns að tilgangur embættisins væri ekki sá að safna upp sjóði. Hinsvegar lægi það fyrir að brátt þurfi að endurnýja aðra bifreið embættisins sem og skrifstofubúnað og það væri mikilvægt að geta fjármangað slíka endurnýjun án skuldsetninga. Einnig var bent á að heimild til gjaldskrárhækkunar sem fékkst fyrir á síðasta aðalfundi hefur ekki verið nýtt að fullu.

Rætt var um framsalssamninga við Umhverfisstofnun og Matvælastofnun. Fram kom að eðlismunur er á samningum við stofnanirnar tvær. Einnig var áréttað að samskipti við Matvælastofnun hafa gengið erfiðlega á árinu og það hafi meðal annars verið ástæða þess að samningnum var sagt upp. Þrátt fyrir erfiðleika í samskiptum kom fram vilji til þess hjá fundarmönnum að taka upp viðræður við Matvælastofnun varðandi nýjan framsalssamning.

Rætt var um gæðavottun í ferðaþjónustu sem er valkvætt eftirlit innan ferðaþjónustunnar, þeirri spurningu var velt upp hvort slíkt eftirlit ætti e.t.v. samleið með heilbrigðiseftirliti.

Skýrsla stjórnar fyrir árið 2011 var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

Ársreikningar fyrir árið 2011 voru bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða

 

4. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2013

Helga fylgdi fjárhagsáætluninni úr hlaði. 

Drög að fjárhagsáætlun 2013 voru til umfjöllunar á 104. fundi heilbrigðisnefndar þann 12.9.2012.  Á þeim fundir voru drögin samþykkt og afgreidd til aðalfundar:

Í samræmi við endurskoðaða fjárhagsáætlun ársins 2012 er gert ráð fyrir að nota tímagjaldið kr. 9.200 eins og var árið 2012, enda náðust samningar um eftirlitsverkefni f.h. Umhverfisstofnunar sem styrja tekjuhlið embættisins.

Helstu niðurstöðutölur draga að fjárhagsáætlun 2013 eru sem hér segir (í þúsundum króna):

 

 

Tillaga að fjárhagsáætlun 2013

Rekstartekjur  

48.990

þar af tekjur v samninga við UST

2.138

Rekstargjöld 

48.895

Mismunur tekna og gjalda

96

 

5.  Umræður um lið 4  fjárhagsáætlun 2013

Til máls tóku: Helga, Björn og Páll Björgvin.

Drög að fjárhagsáætlun voru borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða

 

6.  Kjörinn löggiltur endurskoðandi

Á aðalfundi 2011 bárust tilboð frá tveim endurskoðunarfyrirtækjum.  KPMG bauð lægra og var samþykkt að nota þeirra þjónustu. 

Tillaga um að gera það áfram var lögð fram og samþykkt samhljóða

 

7.  Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara

Samþykkt var tillaga um sömu skoðunarmenn reikninga og verið hafa, þ.e. Ásta Halldóra Guðmundsdóttir, fjármálastjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Stefán Bragason, starfsmanna- og skrifstofustjóri Fljótsdalshéraðs. 

Einnig var samþykkt samhljóða tillaga um sömu varamenn og sl. ár, þ.e. Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti í Fljótsdalshreppi og Páll Baldursson sveitarstjóri Breiðdalshrepps.

 

8.  Tillaga að breytingu á stofnsamningi um rekstur HAUST

Til máls tóku: Gunnþórunn, Helga, Vilhjálmur, Gunnar, Páll Björgvin,Valdimar, Páll Baldursson, Andrés, Bjarni og Sigurlaug.

Lögð var fyrir tillaga frá framkvæmdastjóra þess efnis að 15. gr. stofnsamnings HAUST yrði breytt og lántökuheimild vegna ófyrirsjáanlegra fjárútláta yrðu hækkuð úr 2 milljónum í 10 milljónir. Nokkur umræða var um tillöguna og var lögð fram breytingartillaga þar sem lagt var til að lántökuheilmildin yrði hækkuð í 6 milljónir. Breytingartillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 30 atkvæðum gegn 13. Stofnsamningi verður því breytt í samræmi við ákvörðun fundarins og lántökuheimild vegna ófyrirsjáanlegra fjárútláta hækkuð úr 2 miljónum króna í 6 milljónir.

 

9.  Önnur mál

Til máls tók: Valdimar

 

10. Erindi: Upphreinsun olíu úr El Grillo

Ólafur Sigurðsson tilkynnti forföll með stuttum fyrirvara.  Helga Hreinsdóttir flutti erindið í hans stað.

Helga fjallaði um upphreinsun olíu úr flaki olíuskipsins El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Hún kom inna á samskipti heimamanna við íslensk og bresk stjórnvöld og gerði grein fyrir þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til varðandi hreinsun á olíu úr flakinu

Fundi slitið kl. 15:45

Fundargerðina staðfesta: 

Vilhjálmur Jónsson, fundarstjóri
Leifur Þorkelsson, fundarritari

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search