Fundargerð aðalfundar 2013

Haldinn miðvikudaginn 9. október 2013 kl. 14:00 í Vinaminni á Borgarfirði eystri.

Dagskrá skv. fundarboði: 

 1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2012 
 2. Ársreikningar 2012 lagðir fram 
 3. Umræða um liði 1 og 2 
 4. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár, 2014 
 5. Tillaga um breytingu á gjaldskrá 
 6. Umræður um liði 4 og 5 
 7. Kjörinn löggiltur endurskoðandi 
 8. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara 
 9. Stutt umfjöllun um fráveitumál sveitarfélaga 
 10. Önnur mál 

 

Mætt: 

Úr Heilbrigðisnefnd: 

Valdimar O. Hermannsson
Benedikt Jóhannsson
Andrés Skúlason
Eiður Ragnarsson
Aðalsteinn Ásmundsson 

Aðrir:

Bjarni Sveinsson
Úlfar Trausti Þórðarson
Daníel Björnsson
Agnar Bóasson
Gunnþórunn Ingólfsdóttir
Haukur Ingi Einarsson
Jakob Sigurðsson
Karl Sölvi Guðmundsson
Jón Þórðarson 

Starfsmenn: 

Helga Hreinsdóttir
Leifur Þorkelsson
Borgþór Freysteinsson
Júlía Siglaugsdóttir

Valdimar O. Hermannsson, formaður heilbrigðisnefndar, setti fund og bauð fundarmenn velkomna. 

Valdimar bauð Karl Guðmundsson framkvæmdastjóra Austurbrúar sérstaklega velkominn, enda mikilvægt að tengja starf HAUST traustum böndum við nýja samstarfsstofnun. 

Valdimar kynnti það fyrirkomulag fundarins að aðalfundarstörf fari fram í Vinaminni en bauð að fundarmönnum boðið að þiggja kaffiveitingar í Álfakaffi í lok fundar. 2 

Valdimar lagði til að Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðarhrepps myndi stjórna fundi og að Leifur Þorkelsson ritað fundargerð og var það samþykkt samhljóða og gengið til dagskrár. 

Fundarstjóri óskaði eftir upplýsingum um hverjir færu með umboð og atkvæðisrétt fyrir sveitarfélögin skv. tilnefningum til HAUST ýmist með kjörbréfum eða tölvupósti. 

Tafla yfir fjölda atkvæða og nöfn fulltrúa sveitarfélaga á aðalfund HAUST 2013:

Sveitarfélag 

Fjöldi atkvæða á aðalfundi 2013 

Nafn fulltrúa sem fer með atkvæði sveitarfélags: 

Vopnafjarðarhreppur 

Andrés Skúlason skv. umboði 

Fljótsdalshreppur 

Gunnþórunn Ingólfsdóttir 

Fljótsdalshérað 

11 

Úlfar Trausti Þórðarson 

Seyðisfjarðarkaupstaður 

Daníel Björnsson

Borgarfjarðarhreppur 

Bjarni Sveinsson 

Fjarðabyggð

14 

Agnar Bóasson 

Breiðdalshreppur 

Valdimar Hermannsson skv. umboði 

Djúpavogshreppur 

Andrés Skúlason 

Hornafjörður 

Haukur Ingi Einarsson 

Samt.: 

43 

 

 

1.  Skýrsla stjórnar

Valdimar O. Hermannsson, formaður heilbrigðisnefndar, flutti skýrslu stjórnar. Skýrslan fylgir fundargerðinni. 

2.  Ársreikningar 2012 lagðir fram 

Helga Hr., framkvæmdastjóri, kynnti ársreikningana. Reikningarnir voru endurskoðaðir af KPMG og áritaðir af skoðunarmönnum og reikningana og heilbrigðisnefnd. 

Helstu niðurstöðutölur ársreiknings 2012 eru sem hér segir (í þúsundum króna): 

 

niðurstaða ársreiknings 2012

áætlun 2012

niðurstaða ársreiknings 2011

Rekstartekjur

51.702

47.002

44.971

Rekstargjöld

48.378

46.702

43.389

Mismunur tekna og gjalda 

3.324 

301 

1.582 

Hagnaður ársins 

3.453 

 

1.607 

Tekjur umfram áætlun skýrast aðallega af endurgreiðslum vegna kostnaðar við sýnatökur, sem voru langt umfram áætlun, en einnig af auknum tekjum vegna sérverkefna á Norðurlandi eystra að ósk Umhverfisstofnunar.

Gjöld umfram áætlun eru aðallega vegna aukins kostnaðar við sýnatökur og launakostnaður vegna verkefna umfram áætlun.

3. Umræða um liði 1 og 2 skýrslu stjórnar og ársreikninga 2012

Til máls tóku: Valdimar, Helga, Haukur Ingi, Úlfar, Aðalsteinn, Andrés, Eiður, Leifur, Jakob.

Skýrsla stjórnar fyrir árið 2012 var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Ársreikningar fyrir árið 2012 voru bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða.

 

4. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2014

Leifur Þorkelsson fylgdi fjárhagsáætluninni úr hlaði.

Drög að fjárhagsáætlun 2014 voru til umfjöllunar á 111. fundi heilbrigðisnefndar þann 2.9.2013. Á þeim fundir voru drögin samþykkt og afgreidd til aðalfundar:

Gert er ráð fyrir

 • að gjaldskráin sem var samþykkt árið 2011 verði fullnýtt, þ.e. að tímagjaldið 9.400 kr. verði nýtt sem grunnur að eftirlits- og starfsleyfagjöldum frá 1.1.2014. Þegar gjaldskráin var samþykkt lá ekki fyrir hvort samningar um verkefni fyrir UST næðust og því var gert ráð fyrir 9.400 kr, en eftir að þeir samningar náðust var ákveðið að fullnýta ekki heimild gjaldskrárinnar og nota kr. 9.200 sem tímagjald.
 • að gjald vegna rannsókna á neysluvatnssýnum verið hækkað úr kr. 12.500 í kr. 15.000, enda er raunkostnaður rannsóknastofu vegna þessara sýna kr. 16.750. Ekki þarf að hækka gjöld vegna annarra reglubundinna rannsókna.
 • að launahækkanir uppá 4% verði á árinu.

Helstu niðurstöðutölur tillögu að fjárhagsáætlun 2014 eru sem hér segir, til samanburðar eru áætlun 2013 og ársreikningur 2012.

 

Ársreikn 2012 

Áætlun 2013 

Tillaga að áætlun 2014 

Rekstartekjur 

51.702.441 

48.990.263 

52.292.129 

Framlög sveitarfélaga 

41.979.294 

43.752.183 

45.454.548 

Sértekjur HAUST 

9.723.147 

5.238.080 

6.837.581 

Þar af tekjur v samninga vi. UST

2.698.093

2.138.080 

2.245.190 

Rekstargjöld 

48.378.209 

48.894.500 

53.562.534 

Mismunur tekna og gjalda 

3.324.232 

95.763 

-1.270.405 

 

5. Tillaga um breytingu á gjaldskrá

Helga Hr. kynnir tillöguna: Lagt er til að grein 2 verði breytt þannig að í stað eftirfarandi ákvæðis

Gjald vegna rannsóknar pr. sýni skv. eftirlitsáætlun kr. 12.500
komi
Gjald vegna rannsóknar pr. neysluvatnssýni skv. eftirlitsáætlun kr. 15.000
Gjald vegna rannsókna á öðrum sýnum skv. eftirlitsáætlun Kr. 12.500

Rök fyrir þessari breytingu eru að raunkostnaður við rannsóknir á neysluvatni hafa hækkað til muna og eru dýrari en kostnaður við rannsóknir á ís úr vél, baðvatni og öðrum sýnum skv. eftirlitsáætlun.

6. Umræður um lið 4 og 5, fjárhagsáætlun 2014 og gjaldskrárbreytingu

Til máls tóku: Eiður, Leifur, Karl, Valdimar, Helga, Úlfar.
Drög að fjárhagsáætlun voru borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Breyting á gjaldskrá borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

7. Kjörinn löggiltur endurskoðandi

Á aðalfundi 2011 bárust tilboð frá tveim endurskoðunarfyrirtækjum. KPMG bauð lægra og var samþykkt að nota þeirra þjónustu.
Tillaga er um að óska áfram þjónustu frá sama fyrirtæki.
Tillagan lögð fram og samþykkt samhljóða.

8. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara

Tillaga er um að kjósa enn sömu skoðunarmenn reikninga og verið hafa, þ.e. Ástu Halldóru Guðmundsdóttur, fjármálastjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar og Stefán Bragason, starfsmanna- og skrifstofustjóra Fljótsdalshéraðs. Einnig lagt til að sömu varamenn verði kosnir áfram, þ.e. Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti í Fljótsdalshreppi og Páll Baldursson sveitarstjóri Breiðdalshrepps.

Tillagan lögð fram og samþykkt samhljóða.

9. Stutt umfjöllun um fráveitumál sveitarfélaga

Helga Hr. fjallaði stuttlega um starfsleyfisskyldu fráveitna sveitarfélaga og sagði frá framkvæmdum á Borgarfirði eystri, en það sveitarfélag hefur sýnt mikinn metnað í fráveitumálum og farið aðrar leiðir en sveitarfélög af svipaðri stærðargráðu. Með því að hafa rotþrær í fjörum þéttbýlisins forðast sveitarfélög að dýrar lagnir brotni í brimi. Unnið er að tengingu siturlagna aftan við rotþrærnar í fjörunum í kjölfar þess að gerlamælingar sýndu skólpmengun í strandsjó.

Jón Þórðarson sveitarstjóri á Borgarfirði kom á fundinn og fjallaði um fráveitumál á Borgarfirði og staðsetningu útrásarlagna meðal annars m.t.t. hafstrauma og hitastigs. Jón kom einnig inná frágang við rotþrær og virkni þeirra.

10. Önnur mál

Til máls tóku: Karl Guðmundsson, Jón Þórðarson, Valdimar Hermannson.

Fundi slitið kl. 15:50 og boðið til kaffiveitinga í Álfakaffi. Á leið milli Vinaminnis og Álfakaffis var stoppað við Svínalæk og frágangur rotþróa skoðaður.

Fundargerðina staðfesta:

Jakob Sigurðsson
fundarstjóri

Leifur Þorkelsson
fundarritari

pdfFundargerð aðalfundar 2013 á pdf

Aðalfundarmenn við Svínalæk á Borgarfirði eystri. Frá vinstri: Haukur Ingi, Daníel, Gunnþórunn, Aðalsteinn, Valdimar, Benedikt, Júlía, Leifur, Borgþór, Úlfar, Jakob, Eiður, Agnar, Bjarni, Andrés, Jón, Karl Sölvi.Aðalfundarmenn við Svínalæk á Borgarfirði eystri. Frá vinstri: Haukur Ingi, Daníel, Gunnþórunn, Aðalsteinn, Valdimar, Benedikt, Júlía, Leifur, Borgþór, Úlfar, Jakob, Eiður, Agnar, Bjarni, Andrés, Jón, Karl Sölvi.

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search