Fundargerð aðalfundar 2015

Haldinn miðvikudaginn 28. október 2015 kl. 14:00 í Hornafirði, Hoffelli.

Dagskrá skv. fundarboði: 

 1. Skýrsla stjórnar
 2. Ársreikningar 2014 lagðir fram
 3. Umræður um liði 1 og 2 skýrslu stjórnar og ársreikninga 2014
 4. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2016
 5. Tillaga að breytingu á gjaldskrá
 6. Umræður um lið 4 og 5, fjárhagsáætlun 2016 og tillögu að breytingu á gjaldskrá
 7. Breytingar í skipan heilbrigðisnefndar
 8. Kjörinn löggiltur endurskoðandi
 9. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikinga og jafnmargir til vara
 10. Tillögur að breytingu á stofnsamþykkt byggðasamlagsins
 11. Önnur mál.

Fundarmenn:

Heilbrigðisnefnd

Eiður Ragnarsson, formaður heilbrigðisnefndar, Fjarðabyggð
Árni Kristinsson, varaformaður heilbrigðisnefndar, Fljótsdalshérað
Lovísa Rósa Bjarnadóttir, Hornafirði

Starfsmenn:

Helga Hreinsdóttir, frkvstj.
Júlía Siglaugsdóttir
Borgþór Freyseinsson

Aðrir:

Jón Björn Hákonarson
Ólafur Áki Ragnarsson
Þorbjörg Sandholt
Ólöf Ingunn Björnsdóttir
Bjarni Sveinsson
Bryndís Bjarnason
Lúðvík Gústafsson

Eiður Ragnarsson formaður heilbrigðisnefndar, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Eiður fól Lovísu Rósu Bjarnadóttur fundarstjórn og starfsmönnum HAUST fundarritun og bað þessa aðila að taka til starfa.

Fundarstjóri bar undir fundinn hvort bæta mætti við liðnum önnur mál, en sá liður hafði gleymst í fundarboði.  Það var samþykkt.

Fundarstjóri óskaði eftir upplýsingum um hverjir færu með umboð og atkvæðisrétt fyrir sveitarfélögin skv. tilnefningum til HAUST ýmist með kjörbréfum eða tölvupósti.

 Tafla yfir fjölda atkvæða og nöfn fulltrúa sveitarfélaga á aðalfund HAUST 2015:

Sveitarfélag 

Fjöldi atkvæða á aðalfundi 2015 

Nafn fulltrúa sem fer með atkvæði sveitarfélags: 

Vopnafjarðarhreppur 

Ólafur Áki Ragnarsson

Fljótsdalshreppur 

Árni Kristinsson skv. umboði

Fljótsdalshérað 

11 

Árni Kristinsson

Seyðisfjarðarkaupstaður 

Ólafur Áki Ragnarsson skv. umboði

Borgarfjarðarhreppur 

Bjarni Sveinsson 

Fjarðabyggð

14 

Jón Björn Hákonarson

Breiðdalshreppur 

Jón Björn Hákonarson skv. umboði

Djúpavogshreppur 

Þorbjörg Sandholt

Hornafjörður 

Ólöf Inga Björnsdóttir

Samt.: 

43 

 

 

Erindi

Lúðvík Gústafsson, sérfræðingur hjá Samtökum sveitarfélaga fjallaði um Svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs.

Í máli hans kom m.a. fram að í kjölfar lagbreytinga árið 2014 setur ríkisvaldið ekki lengur landsáætlun um meðferð úrgangs heldur almenna stefnu um meðhöndlun úrgangs til tólf ára í senn og ráðherra gefur einnig út almenna stefnu um úrgangsforvarnir. Sveitarfélögunum ber eftir sem áður að setja sér svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs.

Í lok erindis bauð LG uppá fyrirspurnir og Bryndís, Helga og Eiður tóku til máls. Í lokin ítrekaði LG að Samband sveitarfélaga er reiðubúið til að aðstoða sveitarfélögin við að setja ramma um svæðisáætlanir, sem sveitarfélögin geta síðan fyllt inn í .  

1.  Skýrsla stjórnar

Eiður Ragnarsson., formaður heilbrigðisnefndar, flutti skýrslu stjórnar. Skýrslan fylgir fundargerðinni.

2.  Ársreikningar 2014 lagðir fram 

Helga Hr., framkvæmdastjóri, kynnti ársreikningana. Reikningarnir voru endurskoðaðir af KPMG og áritaðir af skoðunarmönnum.  Reikningarnir hafa einnig verið lagðir fyrir heilbrigðisnefnd á fundi 2.9.2015 og þá afgreiddir til aðalfundar. 

Helstu niðurstöðutölur ársreiknings 2014 eru sem hér segir (í þúsundum króna):

 

niðurstaða ársreiknings 2014

áætlun 2014

niðurstaða ársreiknings 2013

Rekstartekjur

57.440

52.292

55.777

Rekstargjöld

59.601

53.562

52.865

Mismunur tekna og gjalda

-2.161

-1.270

2.912

Hagnaður ársins

-1.923

-1.270

3.156

Tekjur umfram áætlun voru rúmar fimm milljónir og eru vegna sértekna sem HAUST hefur aflað. 

Gjöld umfram áætlun voru um sex milljónir.  Munar þar mestu að leyfi fékkst til að ráða sumarstarfsmann í áframhaldandi vinnu út árið 2014 auk þess sem gott tilboð fékkst í endurnýjun bifreiðar alveg í árslok og því var skóda bifreiðin endurnýjuð á árinu 2014 í stað 2015 sem ella hefði verði gert.  Heilbrigðisnefnd samþykkti hvort tveggja á fundum. 

3.Umræða um liði 1 og 2 skýrslu stjórnar og ársreikninga 2014

Skýrsla stjórnar fyrir árið 2014 var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Ársreikningar fyrir árið 2014 voru bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða. 

4. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2016

Helga Hr. fylgdi fjárhagsáætluninni úr hlaði og gerði grein fyrir forsendum hennar.

Drög að fjárhagsáætlun 2016 voru til umfjöllunar á fundi heilbrigðisnefndar þann 2.9.2015. Á þeim fundi voru drögin samþykkt til afgreiðslu á aðalfundi.

 

Ársreikn. 2014

Áætlun 2015

Tillaga að áætlun 2016

Rekstartekjur 

57.440

57.462

64.945

Framlög sveitarfélaga

44.071

46.628

53.153

Aðrar HAUST

13.369

10.834

11.793

Rekstargjöld 

59.601

59.922

71.419

Mismunur tekna og gjalda 

-1.923

-2.161

-6.474

5. Tillaga að breytingu á gjaldskrá

Tillagan var afgreidd á fundi Heilbrigðisnefndar þann 2.9.2015. 

HHr fór yfir tillögur að hækkun gjaldskrár og kynnti einnig til samanburðar tímagjöld annarra heilbrigðiseftirlitssvæða.

Lagt er til að hækka tímagjald úr 9.400 í 10.500 kr.  Einnig að gjald vegna einfaldra neysluvatnssýna í eftirlits- og sýnatökuáætlun hækki úr 15.000 í 20.000 í samræmi við hækkun á gjaldi rannsóknastofu. Einnig er lagt til að gerð verði orðalagsbreyting í 2. grein til að skýra heimild til að innheimta viðbótarkostnað vegna sýnatöku umfram eftirlitsáætlanir og á 5. grein vegna breytinga á efnavörulöggjöf.

Auk breytinga á gjaldskránni sjálfri eru lagðar til lítilsháttar breytingar á viðauka A með gjaldskránni til að mæta þörf fyrir að aðgreina starfsemi sem fellur undir matvælalög frá starfsemi undir hollustuháttalögum og fella burt starfsemi sem hverfur vegna nýrra efnavörulaga o.þ.h. 

6. Umræður um lið 4 og 5, fjárhagsáætlun 2016 og tillögu að breytingu á gjaldskrá

Til máls tóku Eiður, Ólöf Ingunn og Jón Björn

Drög að fjárhagsáætlun 2016 voru borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Tillögur að breytingum á gjaldskrá voru bornar upp og samþykktar samhljóða. 

7. Breytingar í skipan heilbrigðisnefndar

Eiður Ragnarsson formaður HAUST hefur flutt búferlum frá miðsvæði yfir á suðursvæði og lætur því af störfum fyrir nefndina.  Í hans stað hefur Jón Björn Hákonarson verið skipaður formaður á aðalfundi SSA 2015. Einnig hefur orðið breyting á skipan varamanns af miðsvæði, Elvar Jónsson lætur af störfum en Esther Ösp Gunnarsdóttir tekur hans sæti.

Þórhallur Harðarson sem var varamaður fyrir norðursvæði hefur flutt af Austurlandinu og í hans stað hefur Anna Alexandersdóttir verið skipuð varamaður.

Lilja Kristjánsdóttir sem var skipuð aðalmaður fyrir norðursvæði flutti af Austurlandi í sumar og Vilhjálmur Jónsson varamaður gegndi hennar störfum síðan.  Sandra Konráðsdóttir hefur verið tilnefnd sem aðalmaður og Vilhjálmur er áfram varamaður fyrir norðursvæðið.

Nýir nefndarmenn eru boðnir velkomnir til starfa og fráfarandi nefndarmönnum er þakkað fyrir vel unnin störf, ekki síst Eiði, því þótt hann hafi ekki verið formaður nema eitt ár, þá hefur hann starfað sem aðalmaður með nefndinni frá árinu 2011, þegar hann kom inn sem fulltrúi náttúruverndarnefnda.    

8. Kjörinn löggiltur endurskoðandi

Á aðalfundi 2011 bárust tilboð frá tveim endurskoðunarfyrirtækjum.  KPMG bauð lægra og var samþykkt að nota þeirra þjónustu. 

Tillaga er um að óska áfram þjónustu frá sama fyrirtæki.

Tillagan lögð fram og samþykkt samhljóða.

9. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara

Skoðunarmenn hafa verið: Stefán Bragason, starfsmanna- og skrifstofustjóri Fljótsdalshéraðs og Ásta Halldóra Guðmundsdóttir, fjármálastjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Ásta hefur nú látið af störfum fyrir sveitarfélagið Hornafjörð og því er lagt til að í hennar stað verði Ólöf Ingunn Björnsdóttir, fjármálastjóri þess sveitarfélags kjörin auk Stefáns

Lagt er til að varamenn verði áfram Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps og Jón Þórðarson, sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps

Tillagan lögð fram og samþykkt samhljóða um leið og Ástu eru þökkuð vel unnin störf í mörg ár. 

10. Tillögur að breytingu á stofnsamþykkt byggðasamlagsins

Engar breytingartillögur hafa verið lagðar fyrir fundinn. 

11. Önnur mál

Þar sem margir aðilar sem sátu fundinn hafa ekki komið að störfum heilbrigðiseftirlits sagði Helga frá Samtökum heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi, SHÍ.  Landinu er skipt upp í 10 heilbrigðiseftirlitssvæði og hafa formenn og framkvæmdastjórar með sér samstarf um kynningu og samræmingu starfa auk þess sem samtökin koma fram sem einn viðmælandi fyrir hönd svæðanna allra.

Fundarstjóri þakkað góða þátttöku fundarmanna og gaf Eiði Ragnarssyni, fráfarandi formanni orðið.

Eiður þakkaði heilbrigðisnefnd og starfsmönnum fyrir samstarfið sem hann sagði hafa verið lærdómsríkt og gefandi.  Eiður óskaði nýjum formanni alls góðs í starfi og gaf Jóni Birni orðið.

Jón Björn þakkaði góð orð fráfarandi formanns og sagðist hlakka til vinnu með heilbrigðisnefndinni. Hann kvaðst vilja sjá verkefnum fjölda og hyggst fylgja eftir ályktunum á vettvangi SSA um að fá fleiri verkefni heim í hérað.  Jón Björn sleit svo fundi kl. 15:30 og bauð fundarmönnum að þiggja kaffiveitingar. 

Fundargerðina staðfesta:

Lovísa Rósa Bjarnadóttir 
fundarstjóri

Helga Hreinsdóttir
fundarritari

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search