Fundargerð aðalfundar 2017

Haldinn miðvikudaginn 1. nóvember 2017 kl. 13:30 í Kaupvangskaffi á Vopnafirði

Dagskrá:

 1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2016
 2. Ársreikningar 2016 lagðir fram
 3. Umræða um liði 1 og 2
 4. Tillaga að breytingu á gjaldskrá
 5. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár, 2018
 6. Umræður um gjaldskrá og fjárhagsáætlun
 7. Kjörinn löggiltur endurskoðandi
 8. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara
 9. Tillögur að breytingu á stofnsamþykkt byggðasamlagsins
 10. Upphreinsun ónytjahluta, breytt verklag í kjölfar úrskurðar
 11. Önnur mál

Fundarmenn:

nafn

Sveitarfélag

 

Jón Björn Hákonarson

Fjarðabyggð

Formaður heilbrigðisnefndar

Árni Kristinsson

Fljótsdalshérað

Varaformaður heilbrigðisn.

Vilhjálmur Jónsson

Seyðisfjarðarkaupstaður

 

Bjarni Sveinsson

Borgarfjarðarhreppur

 

Páll Björgvin Guðmundsson

Fjarðabyggð

 

Andrés Skúlason

Djúpavogshreppur

Fulltrúi í heilbrigðisnefnd

Ólafur Áki Ragnarsson

Vopnafjörður

 

Eyjólfur Sigurðsson

Vopnafjörður

 

Sandra Konráðsdóttir

Vopnafjörður

Fulltrúi í heilbrigðisnefnd

Kristín Ágústsdóttir

 

Fulltrúi í heilbrigðisnefnd

Helga Hreinsdóttir

 

Frkvstj. HAUST

Lára Guðmundsdóttir

 

Staðgengill frkvstj. HAUST

Jón Björn Hákonarson formaður heilbrigðisnefndar, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

Jón Björn fól Ólafi Áka Ragnarssyni, sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps, fundarstjórn og starfsmönnum HAUST fundarritun og bað þessa aðila að taka til starfa.

Fundarstjóri óskaði eftir upplýsingum um hverjir færu með umboð og atkvæðisrétt fyrir sveitarfélögin skv. tilnefningum til HAUST.

Tafla yfir fjölda atkvæða og nöfn fulltrúa sveitarfélaga á aðalfundi HAUST 2017:

Sveitarfélag

Fjöldi atkvæða á aðalfundi 2016

Nafn fulltrúa sem fer með atkvæði sveitarfélags:

Vopnafjarðarhreppur

3

Eyjólfur Sigurðsson

Fljótsdalshreppur

1

Árni Kristinsson, skv. umboði

Fljótsdalshérað

11

Árni Kristinsson

Seyðisfjarðarkaupstaður

3

Vilhjálmur Jónsson

Borgarfjarðarhreppur

1

Bjarni Sveinsson

Fjarðabyggð

14

Páll Björgvin Guðmundsson

Breiðdalshreppur

1

Andrés Skúlason skv. umboði

Djúpavogshreppur

2

Andrés Skúlason

Hornafjörður

7

Andrés Skúlason skv. umboði

Samt.:

43

 

1. Skýrsla stjórnar

Jón Björn Hákonarson, formaður heilbrigðisnefndar, flutti skýrslu stjórnar. Skýrslan fylgir fundargerðinni.

2. Ársreikningar 2016 lagðir fram

Helga Hreinsdóttir framkvæmdastjóri, kynnti ársreikningana. Reikningarnir voru endurskoðaðir af KPMG og áritaðir af skoðunarmönnum. Reikningarnir voru lagðir fyrir heilbrigðisnefnd á fundi 6.9.2017 og þá afgreiddir til aðalfundar.

Helstu niðurstöðutölur ársreiknings 2016 eru sem hér segir (í þúsundum króna):

 

niðurstaða ársreiknings 2016

áætlun 2016

Rekstartekjur

66.474.

64.945

Rekstargjöld

70.088

71.470

Rekstrarniðurstaða

-3.524

-6.524

Niðurstaða ársins var neikvæð en þó mun minna en áætlun gerði ráð fyrir.

3. Umræður um liði 1 og 2 skýrslu stjórnar og ársreikninga 2016

Til máls tóku Jón Björn Hákonarson, Páll Björgvin Guðmundsson, Andrés Skúlason og Ólafur Áki Ragnarsson og Helga Hreinsdóttir.

Ársreikningar fyrir árið 2016 voru bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða.

 

4. Tillaga að breytingu á gjaldskrá

Helga Hreinsdóttir kynnti tillögur heilbrigðisnefndar að hækkun gjaldskrár. Byggt er á stefnumótun heilbrigðisnefndar um að jafna reksturinn og draga úr sveiflum. 

 

er kr.

verði

Tímagjald

11.500

13.300

Gjald vegna rannsóknar á neysluvatni skv. eftirlitsáætlun

22.000

25.300

Gjald vegna rannsókna á öðrum sýnum skv. eftirlitsáætlun

13.500

15.600

5. Fjárhagsáætlun fyrir komandi starfsár 2018

Helga Hreinsdóttir kynnti fjárhagsáætlun sem unnin er á grunni ofangreindra tillagna um gjaldskrárbreytingar.

Drögin voru til umfjöllunar á fundi heilbrigðisnefndar þann 6.9.2017. Á þeim fundi voru drögin samþykkt til afgreiðslu á aðalfundi.

Í umfjöllun um fjárhagsáætlunina sagði Helga Hreinsdóttir frá að Páll Björgvin Guðmundsson hefði þegar bent á villu í uppsetningu fjárhagsáætlunar, þar sem bifreiðakaup voru gjaldfærð og höfðu því óeðlileg áhrif á tímagjald. Eftir sem áður er rétt að leggja fram þá tillögu að fjárhagsáætlun sem heilbrigðisnefnd hafði samþykkt til aðalfundar.

6. Umræður um liði 4 og 5, tillögu að breytingu á gjaldskrá og tillögu að fjárhagsáætlun 2018

Til máls tóku Páll Björgin Guðmundsson, Jón Björn Hákonarson og Helga Hreinsdóttir sem varpaði upp á skjá þeim tillögum að gjaldskrárhækkunum sem höfðu verið lagðar fyrir heilbrigðisnefndarfund með og án bílakaupa í rekstarlið.

Jón Björn bar fram tillögu um að tímagjald í gjaldskrá yrði kr. 13.000 í stað 13.300, þ.e. 13% hækkun gjaldskrár í stað 15%. Aðrar upphæðir gjaldskrár hækki til samræmis.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

Jón Björn bar fram tillögu um að tekjuhlið fjárhagsáætlun yrði miðuð við tímagjaldið kr. 13.000, sbr. tillögu B frá fundi heilbrigðisnefndar þann 6.9.2017.

Tillagan var borin upp og fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 þannig samþykkt samhljóða.

7.  Kjörinn löggiltur endurskoðandi

Lögð fram tillaga um að óska áfram þjónustu frá KPMG.

Tillagan samþykkt samhljóða.

8. Kjörnir tveir skoðunarmenn ársreikninga og jafnmargir til vara

Lagt er til að skoðunarmenn reikninga verði endurkjörnir, þ.e.

Stefán Bragason, starfsmanna- og skrifstofustjóri Fljótsdalshéraðs og Ingunn Björnsdóttir, fjármálastjóra Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

Til vara Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps og Jón Þórðarson, sveitarstjóri Borgarfjarðarhrepps.

Tillagan lögð fram og samþykkt samhljóða.

9. Tillögur að breytingu á stofnsamþykkt byggðasamlagsins

Jón Björn Hákonarson gerði grein fyrir að þar sem Sveitarfélagið Hornfjörður er ekki lengur aðili að Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi þykir rétt að færa kjör stjórnar frá aðalfundi SSA og inn á aðalfund HAUST.

Lögð var fram eftirfarandi breytingatillaga á 1. mgr. 5. gr. í stofnsamningum :

Á eftir orðinu aðalfundi komi þar sem nú stendur „Sambands Sveitarfélaga á Austurlandi“ komi „Heilbrigðiseftirlits Austurlands bs.“.

Málsgreinin verður þá þannig:

Til að vinna að verkefnum þeim, sem lög og reglugerðir kveða á um eða aðildarsveitarfélögin kjósa að unnið skuli að á vettvangi HAUST, skulu á fyrsta aðalfundi Heilbrigðiseftirlits Austurlands bs. eftir hverjar reglulegar sveitarstjórnarkosningar, kosnir fimm fulltrúar í heilbrigðisnefnd og jafnmargir til vara.

Til máls tóku Jón Björn Hákonarson og Helga Hreinsdóttir.

Tillagan borin upp og samþykkt með atkvæðum allra fundarmanna.

10. Upphreinsun ónytjahluta, breytt verklag í kjölfar úrskurðar

Helga Hreinsdóttir gerði grein fyrir nýlegum úrskurði frá Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, þar sem niðurstaðan er að Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hafi verið í fullum rétti til að láta fjarlægja númerslausa bifreið af einkalóð. Í úrskurðinum er að finna ítarlega lýsingu á réttu verklagi heilbrigðiseftirlits og réttarstöðu aðila. Farið var yfir úrskurðinn, gögn frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja kynnt og lagðar fram tillögur um að breyta verklagi HAUST.

Í umræðum tóku flestir fundarmanna til máls.

Samantekin niðurstaða umræðna er þannig:

 • Það er sameiginlegur skilningur aðalfundar að upphreinsun/tiltekt í sveitarfélögum skuli vera að frumkvæði viðkomandi sveitarfélags og á kostnað þess.
 • HAUST endurskoði verklagsreglur um upphreinsun og sendi sveitarfélögum og umhverfisnefndum til umsagnar.
 • HAUST endurskoði Samþykkt nr. 668/2010 með breytingu nr. 724/2016 um umgengni og þrifnað utan húss í Fljótsdalshreppi, Fjarðabyggð, Breiðdalshreppi, Seyðisfjarðarkaupstað, Fljótsdalshéraði og Sveitarfélaginu Hornafirði og sendi sveitarfélögum á starfssvæðinu til umsagnar.

11. Önnur mál

Engin önnur mál voru til umræðu.

Fundi var slitið kl. 15:30 og starfsmönnum í Kaupvangskaffi þakkað fyrir frábærar veitingar með lófataki.

Fundargerðina staðfesta:

Ólafur Áki Ragnarsson
fundarstjóri

Helga Hreinsdóttir og Lára Guðmundsdóttir
fundarritarar

pdfFundargerð aðalfundar 2017 ásamt skýrslu stjórnar

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search