Fundargerð 6. febrúar 2008

Mætt
Valdimar O. Hermannsson, Kristín Ágústdóttir, Sigurður Ragnarsson og Benedikt Jóhannsson.  Sigurlaug Gissurardóttir sem varamaður Andrésar Skúlasonar.  Ekki náðist símsamband við Björn Emil og Borghildur var forfölluð.
Starfsmenn viðstaddir:  Helga Hreinsdóttir

Dagskrá:
1    Drög að ársskýrslu 2007 lögð fram
2    Bráðabirgðauppgjör ársins 2007 lagt fram
3    Bókuð útgefin starfsleyfi
4    Næstu fundir – starfið framundan
4.1    Næstu fundir   
4.2    Umræða um starfsreglur og starfsleyfisskilyrði.   
5    Önnur mál

Formaður setti fund og síðan var gengið til dagskrár:

1.    Drög að ársskýrslu 2007 lögð fram
Umræða varð um skýrsluna og hún síðan samþykkt.

2.    Bráðabirgðauppgjör ársins 2007 lagt fram

Rekstarkostnaður var umfram tekjur á árinu, en innan þeirra marka sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun.  Laun eru hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun, enda voru gerðar leiðréttingar skv. kjarasamningum.  Tekjur eru lítilsháttar umfram áætlun.

3.    Bókuð útgefin starfsleyfi
690 Vopnafjarðarhreppur
a)    Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569.  Starfsleyfi fyrir söfnun og flutningi á heimilis- og framleiðsluúrgangi öðrum en spilliefnum.  Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir flutning á úrgangi öðrum en spilliefnum frá desember 2006.
b)   Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569.  Starfsleyfi fyrir gámavöll og spilliefnamóttöku á Búðaröxl og við áhaldahús sveitarfélagsins.  Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi skv. auglýsingu Umhverfisráðuneytis nr. 582/2000 og starfsreglum fyrir gámastöðvar og flokkunarstöðvar sorps frá 2006. Leyfi útg. 28.12.2007.
c)    Björn H. Sigurbjörnsson, kt. 080565-5779.  Tímabundið starfsleyfi f.h. Þorrablótsnefndar Vopnafjarðar, kt. 710269-5569 vegna þorrablóts Í Miklagarði, þann 26.1.2008. Leyfi útgefið 16.1.2008.
700-701 Fljótsdalshérað
d)   Kristjana Jónsdóttir, kt. 110376-4999, Rangá 3, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir Gæludýragæslu að Rangá 3, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða sérútbúna aðstöðu nálægt íbúðarhúsi rekstraraðili að Rangá.  Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir starfsemi með dýr frá árinu 2006.  Leyfi útgefið 13.12.2007.
e)    Hjörtur Magnason, kt. 110748-4429, Bláskógum 12, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir Dýralæknastofu að Tjarnarási 8, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða dýralæknastofu með röntgen. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir starfssemi með dýr frá árinu 2006, leiðbeiningum um meðferð úrgangs frá heilbrigðisstofnunum, dýralæknum og rannsóknarstofum frá 2004 eftir því sem við á og almennum starfseyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi skv. auglýsingu nr, 582/2000. Leyfið útgefið 13.12.2007.
f)    Myllan ehf., kt. 460494-2309.  Miðás 12, 700 Egilsstaðir.  Starfsleyfi vegna starfsmannabúða á lóð fyrirtækisins  að Miðási 12.  Um er að ræða svefnaðstöðu og eldhús til eigin matreiðslu fyrir 6 starfsmenn.  Búðirnar voru fluttar frá Víðidal.  Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir starfsmannabúðir frá 2006.  Leyfi útgefið 18.12.2007.  
g)    Húsahótel ehf. kt. 510703-2510, Norðurgötu 2, 710 Seyðisfjörður. Starfsleyfi fyrir samkomuhús og veitingastarfsemi í félagsheimilinu Herðubreið Austurvegi, 710 Seyðisfjörður.  Um er að ræða samkomuhús með veitingasölu með fullbúnu eldhúsi með veislusal fyrir allt að 300 manns.  Auk þess er leyfi fyrir félagsmiðstöð, kvikmyndasýningum og sölu á sælgæti.  Leyfi er til útleigu á aðstöðunni, en sækja þarf um tímabundið starfsleyfi fyrir þær samkomur.  Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir samkomuhús frá 2007 og félagsheimili frá 2000, viðmiðunarreglum fyrir veitingastaði frá 2006 og söluskála í flokki A frá 2003. Leyfið útgefið 20.12.02007.
h)    Dekkjahöllin ehf., kt. 520385-0109.  Starfsleyfi fyrir smurstöð og hjólbarðaverkstæði, Þverklettum 1, 700 Egilsstaðir.  Leyfi útgefið 24.12.2007.
i)    Myllan ehf., kt.  460494-2309.  Starfsleyfi fyrir vélaverkstæði og vél- og blikksmiðju Miðási 12, 700 Egilsstöðum.  Leyfið er útgefið 3.1.2008
j)   Jón Atli Gunnlaugsson, kt. 160245-3289.  Tímabundið starfsleyfi f.h. Þorrablótsnefndar á Egilsstöðum vegna Þorrablóts í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum 25.1.2008.  Leyfi útg. 7.1.2008
k)    Hlynur Bragason, kt. 220766-4709.  Tímabundið starfsleyfi f.h. Þorrablótsnefndar Fellamanna vegna Þorrablóts í fjölnýtisal í íþróttahúsi Fellabæjar, Smiðjuseli 2 þann 2.2.2008.  Leyfi útg. 7.1.2008.
l)    Sveitarfélagið Fljótsdalshérað, kt. 481004-3220. Tímabundið starfsleyfi fyrir flugeldasýningu 11.1.2008 í tilefni af vígslu íþróttamannvirkja m.a. í Fellabæ.  Ábyrgðarmaður og skotstjóri: Ingólfur Þórhallsson f.h. Björgunarsveitarinnar Hérað, kt. 481199-2989, skotstaður er við vesturenda Fellavallar.  Leyfi útgefið 7.1.2008.
m)    Míla ehf., kt. 460207-1690.  Starfsleyfi fyrir lager og samsetningarverkstæði Þverklettum 3, 700 Egilsstaðir.  Leyfið er útgefið 9.1.2008.
n)    Jón R. Karlsson, kt. 201146-7399. Tímabundið starfsleyfi vegna þorrablóts í félagsheimilinu að Arnhólsstöðum 16.2.2008.  Leyfi útg. 16.1.2008.
o)   Linda Steingrímsdóttir, kt. 030566-3949. Tímabundið starfsleyfi fh. Þorrablótsnefndar Eiða-og Hjaltastaðaþinghár vegna þorrablóts haldið að Eiðum (hátíðarsal) þann 9.2.2008. Leyfið útgefið 17.1.2008
p)    Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, kt. 261069-5049.  Tímabundið starfsleyfi f.h. Þorrablótsnefndar Valla og Skóga, kt. 610105-1490 vegna Þorrablóts á Iðavöllum 8.2.2008.  Leyfi útgefið 22.1.2008.
q)   Aðalflutningar ehf., kt. 650707-0870.  Endurnýjun starfsleyfis vegna flutningamiðstöðvar að Miðási 19, Egilsstöðum.  Um er að ræða fyrirtæki sem sérhæfir sig í flutningum þ.m.t á matvælum.  Leyfi útgefið 23.01.08.
r)    Video-flugan, kt.  510282-0199.  Starfsleyfi vegna Video-flugunnar, Laufási 14, Egilsstöðum.  Um er að ræða video-leigu og sölu á innpökkuðu sælgæti. Farið skal eftir starfsreglum fyrir söluskála A. Leyfi útgefið 24.1.2008.
s)   Haustak hf.. kt. 560699-2209.  Starfsleyfi fyrir fiskþurrkun og mötuneyti ætlað starfsmönnum fyrirtækisins, Valgerðarstöðum 1, Fellum.  Leyfi er útgefið 25.1.2008.                        
t)    Bara Snilld ehf., kt. 520906-2070.  Starfsleyfi fyrir bifreiða- og vélaverkstæði, Miðási 23, Egilsstöðum.  Leyfið er útgefið 25.1.2008.
u)    Bara Snilld ehf., kt. 520906-2070.  Starfsleyfi fyrir bón- og bílaþvottastöð, handvirk, Lagarbraut 7, Fellum.  Leyfið er útgefið 25.01.2008.
v)    Stefán Hrafn Jónsson, kt. 211159-5969, f.h. Þorrablótsnefndar Brúaráss.  Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts í Brúarási þann 16.2.2008.  Leyfi útgefið 29.1.2008.
w)   Menntaskólinn á Egilsstöðum, kt. 610676-0579.  Tímabundið starfsleyfi vegna samkomuhalds og sölu á drykkjum og innpökkuðu sælgæti í fjölnotasal íþróttahúss Fellabæjar, Smiðjuseli 2, þann 8. febrúar 2008.  Ábyrgðarmaður: Helgi Ómar Bragason, kt. 300754-4739
701 Fljótsdalshreppur
x)    Gunnar Jónsson, kt. 181148-3739.  Tímabundið starfleyfi f.h. Þorrablótsnefndar Dalamanna í Fljótsdal vegna Þorrablóts í félagsheimilinu Végarði 9.2.2008.  Leyfi útgefið 22.1.2008.
y)    Impregilo S.p.A. Iceland Branch, kt. 530203-2980. Tímabundið starfsleyfi fyrir flugeldasýningu í tilefni kínverska áramóta, Chinese New Year, þann 7.2.2008 við starfsmannabúðir Impregilo á Adit 2 við Axará.  Leyfi útgefið 24.1.2008.
710 Seyðisfjörður
z)    Þorrablótsnefnd Seyðisfjarðar, kt. 680394-2109.  Tímabundið starfsleyfi vegna þorrablóts í Félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði 26.1.2008.  Leyfi útgefið 17.1.2008.
720 Borgarfjörður
aa)   Borgarfjarðarhreppur. kt. 480169-6549. Starfsleyfi fyrir áramótabrennu við Leirugróf norðan flugvallar. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum UST og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga frá árinu 2004 og leiðbeiningum Brunamálastofnunar, Hollustuverndar ríkisins og Ríkislögreglustjórum um bálkesti og brennur frá árinu 2000.  Leyfi útgefið 27.12.2007.
730  Fjarðabyggð - Reyðarfjörður
bb)    Alcoa-Fjarðaál sf., kt. 520303-4210.  Starfsleyfi fyrir heilsugæslustöð, kennslu- og fundaaðstöðu og búnings- og baðaðstöðu, allt ætlað starfsmönnum álvers Alcoa-Fjarðaáls í stjórnsýsluhúsi, bygging 620 á álverslóð, Hrauni 1 við Reyðarfjörð.  Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir skóla, bóknám og fullorðinsfræðslu frá 200, og fyrir heilbrigðisþjónustu frá 2006 o.fl.  Leyfi útg. 16.12.2007.
cc)    Þorrablót Reyðarfjarðar, kt. 480102-3550.  Tímabundið starfsleyfi fyrir þorrablót haldið í íþróttahúsinu á Reyðarfirði 25.1.2008.  Ábyrgðarmaður: Sveinn Sveinsson, kt. 161157-5629.  Leyfi útg. 7.1.2008
dd)    Launafl ehf., kt. 490606-1730. Tímabundið starfsleyfi til að rífa skemmu að Búðargötu 7, 730 Reyðarfirði og flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu.  Miðað er við starfsreglur fyrir niðurrif húsa og mannvirkja. Leyfi útgefið 9.1.2008 og gildir til 1.2.2008.
ee)    Samskip hf., kt. 440986-1539.  Starfsleyfi vegna vöruflutningamiðstöðvar Landflutninga Samskips að Leiruvogi 2, 730 Reyðarfjörður.  Um er að ræða m.a. flutninga á matvælum.  Leyfi útgefið 11.1.2008.  
ff)    Bíley ehf. kt. 531089-1709.  Starfsleyfi fyrir bifreiðaverkstæði Leiruvogi 6, 730 Fjarðabyggð.  Um er að ræða almennar bifreiðaviðgerðir, þ.m.t. hjólbarða- og smurþjónusta.  Leyfið er útgefið 22.1.2008.
735  Fjarðabyggð - Eskifjörður
gg)   Gámaþjónusta Austurlands – Sjónarás ehf., kt. 670502-3680.  Starfsleyfi fyrir flutning úrgangs í þar til gerðum bifreiðum, geymslu og flokkun á úrgangi öðrum en spilliefnum í skemmu að Strandgötu 1, 735 Eskifjörður og flutning og geymslu á litlu magni af spilliefnum milli álvers að Hrauni og Strandgötu 1 í bifreið sem ekki er sérútbúin.  Miðað er við almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi skv. auglýsingu Umhverfisráðuneytis nr. 582/2000 og starfsleyfis-skilyrði fyrir flutning á úrgangi öðrum en spilliefnum frá 2006.  Leyfi útgefið 21.12.2007 og gildir til eins árs.
hh)   Fjarðarþrif ehf., kt. 410606-1630.  Starfsleyfi fyrir þvottahús og vöruafgreiðsla, þ.e. flutningastöð og flutningum á matvælum að Strandgötu 46 c, 735 Eskifjörður. Farðið skal eftir almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi  skv. auglýsingu Umhverfisráðuneytis nr. 582/2000 og starfreglum HAUST fyrir þvottahús og eftir lágmarkskröfum um aðbúnað og innra eftirlit fyrir flutningastöðvar og flutningabíla frá 2003.  Leyfi útgefið 27.12.2007.
ii)    Vélaborg ehf. kt. 670504-2550, Krókshálsi 5f, 110 Reykjavík.  Starfsleyfi fyrir bifreiða- og vélaverkstæði, Strandgötu 14, 735 Fjarðabyggð.  Leyf iútgefið 10.1.2008.
jj)     Atli V. Jóhannesson kt. 3008-3419.  Starfsleyfi fyrir móttöku á fiski og aðgerðarþjónustu, Strandgata 40, 735 Fjarðabyggð.  Starfsleyfi útgefið 28.1.2008.
740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
kk)   Gallerí hár ehf. kt.  700101-2150, Egilsbraut 8, 740 Neskaupstað. Starfsleyfi/breyting vegna Gallerí hár, um er að ræða hársnyrtistofu með fjórum hársnyrtistólum og sölu á hársnyrtivörum auk leyfis til götunar í eyru.  Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir snyrtistofur og skylda starfsemi frá árinu 2006 og fyrir húðgötun í eyrnasnepla frá árinu 2006. Leyfið útgefið 13.12.2007.
ll)    Snorri Halldórsson ehf., kt. 470905-0690.  Starfsleyfi fyrir rekstur veitingastaðar og gististaðar í Egilsbúð, Egilsbraut 1, 740 Neskaupstaður. Um er að ræða leyfi fyrir veitingastað með fullbúnu eldhúsi og veitingasal fyrir allt að 40 gesti auk samkomusalar fyrir allt að 400 gesti.  Einnig heimild til veisluþjónustu.  Farið skal eftir viðmiðunarreglum um veitingahús og veitingasölu  frá 2006.  Einnig er sala á gistingu  fyrir allt að 9 gesti í fimm herbergjum miðað við flokkun sem gistiheimili og fyrir allt að 18 gesti í 9 tveggja manna.  Leyfi gildir til 30.6.2008 og er útgefið 27.12.2007.
mm)    Fjarðabyggð, kt. 470698-2099.  Tímabundið starfsleyfi til að rífa íbúðar- og iðnaðarhúsnæði á Neseyri, þ.e. Nesgötu 10 og 14 og Eyrargötu 2, 4, 6 og 8. 740 Neskaupstaður.  Leyfið gildir frá 15.1. til 30.4.2008.
780-781 Hornafjörður
oo)   Vegagerðin, kt. 680269-2899.  Um er að ræða leyfi fyrir rekstri þjónustumiðstöðvar við Víkurbraut, Hornafirði, þ.m.t. minniháttar viðgerðir á bílum og tækjum Vegagerðarinnar.  Starfsleyfið er útgefið 13.12.2007.
pp)   Kistugil ehf., kt. 441202-2450.  Starfsleyfi fyrir gististað fyrir allt að 22 gesti með lítilsháttar veitingasölu að Skálafelli 1, 781 Höfn.  Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir gististaði og gistingu á einkaheimili frá 2006 og viðmiðunarreglur fyrir veitingastaði.  Leyfi útgefið 27.12.2007 og gildir til eins árs með kröfu um að á starfsleyfistímanum verði sótt um og unnt að gefa út starfsleyfi fyrir vatnsveitu sem þjónar starfseminni.
qq)    Kaffi Hornið ehf., kt. 550299-2679. Starfsleyfi fyrir fullbúinn veitingastað Kaffi Hornið, Hafnarbraut 42, 780 Höfn með allt að 50 sæti í veitingasal.  Leyfið nær einnig til veitingaþjónustu, þ.e. útsendingu tilbúinna rétta t.d. til skóla.  Miðað er við starfsreglur fyrir veitingastaði og veitingasölu frá 2006.  Leyfi útgefið 7.1.2008.
rr)    Fiskeldi Breiðabólsstað 4 Hala 2. 781 Hornafirði.  Miðað er við starfsleyfisskilyrði fyrir matfiskeldi í eldiskerum allt að 20 tonna ársframleiðslu og losunar fráveituvatns í ferskvatn. Farið skal eftir almennum starfseyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi ( auglýsing nr. 585/2000) og samræmdum starfsreglum fyrir fiskeldi á landi ( 2005)  Leyfið er útgefið 08. janúar 2008.
ss)    Vatnsveita Mýrarhrepps, kt. 670301-3380.  Starfsleyfi fyrir vatnsveitu sem þjónar bæjum í Mýrarhreppi.  Ábyrgðarmaður veitu er Jón Kristinn Jónsson, Brunnhól, 780 Hornafjörður.  Leyfið er útgefið 21.01.2008 og gildir til 01.09.2008 með kröfum um umbætur á vatnstökustað.
tt)    Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, kt. 491087-2509.  Starfsleyfi vegna reksturs framhaldsskóla með um 150 nemendur skv. hollustuháttareglugerð nr. 941/2002. miðað við starfsleyfisskilyrði fyrir skóla – bóknám og fullorðinsfræðslu frá 2004 og vegna einfaldrar veitingasölu skv. matvælareglugerð nr. 522/1994 skv. viðmiðunarreglum fyrir veitingahús og veitingasölu.  Leyfi útgefið 25.1.2008.

4    Næstu fundir – starfið framundan

4.1    Næstu fundir
Næsti fundur ákveðinn 12. mars sem símfundur      
Eftirfarandi tillögur um næstu fundi verði skoðaðar betur, ekki tekin ákvörðun að svo komnu máli.
30. apríl            Símfundur
4. júní                 snertifundur með skoðunarferð –
Sumarleyfi nefndarinnar    
27.ágúst            Símfundur

4.2    Umræða um starfsreglur og starfsleyfisskilyrði.
Starfsreglur, starfsleyfisskilyrði og leiðbeinandi reglur sem unnar hafa verið eða verða í samstarfi HES og UST og hér eftir í samstafi HES og MAST gildi á svæði Heilbrigðisnefndar Austurlands svipað og verði hefur.  Ef samdar eru nýjar slíkar reglur eða skilyrði án aðkomu UST eða MAST skal bera þær undir heilbrigðisnefnd til staðfestingar.  
Fyrir næsta fund munu formaður, varaformaður og frkvstj. fara heildstætt yfir reglurnar og undirbúa formlega afgreiðslu.  

5    Önnur mál
a)    Fundur framkvæmdastjóra HES með MAST, Matvælastofunun. þann 31.1.sl.  HHr segir frá fundinum.
b)    Í fjölmiðlum var í morgun greint frá því að Kristín Linda Árnadóttir hefur verið ráðin nýr forstjóriUST í stað Ellýar Katrínar Guðmundsdóttur, sem fer aftur til umhverfissviðs Reykjavíkurborgar.  
c)    VOH greinir frá því að sjávaraútvegs- og landbúnaðarráðherra sé vænanlegur til Ausutlands og að hann muni þá funda með ráðherra sem formaður.
d)    HHr greinir frá málefni nokkurra starfsstöðva.

Fundi slitið laust eftir kl. 9:30

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur  og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar.  Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson           
Sigurður Ragnarsson            
Kristín Ágústsdóttir                
Benedikt Jóhannsson

Fundargerð 12. desember 2007

73 / 9.  fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis  12.12.2007 kl. 9:00

Fundargerð 26. september 2007

72. / 8.  fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis  26.9.2007 kl. 9:00

Fundargerð 22. ágúst 2007

71. / 7.  fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis 22. ágúst 2007 kl. 9:00.

Fundargerð 12. júní 2007

70. / 6.  fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis 12. júní 2007 kl. 9:00

Fundargerð 16.5.2007

69. / 5.  fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn í Skriðuklaustri þann 16.5.2007

Fundargerð 28. mars 2007

68. / 4.  fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn símleiðis 28.3.2007 kl 9:00.

Fundargerð 9. febrúar 2007

67. / 3.  fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn 9. febrúar 2007 á Egilsstöðum kl. 10:00, Gistihúsinu Egilsstöðum.

Fundargerð 3. janúar 2007

66. / 2. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis 3. janúar 2007 kl 9:00Fundargerð 22. nóvember 2006

65. / 1. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Haldinn á Breiðdalsvík þann 22.11.2006 kl. 12:00

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search