GJALDSKRÁ fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnaeftirlit á Austurlandssvæði

Gjaldskrá HAUST nr. 1026/2015 með áorðnum breytingum skv. auglýsingu nr. 1163/2016 og skv. auglýsingu nr. 1248/2018

1. gr.

Af starfsemi sem háð er starfsleyfi eða eftirliti Heilbrigðiseftirlits Austurlands, samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum og reglugerðum settum með stoð í þeim, lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og reglugerðum settum með stoð í þeim lögum og lögum um matvæli nr. 93/1995, með síðari breytingum og reglugerðum settum með stoð í þeim lögum, er aðildarsveitarfélögunum heimilt að innheimta gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari. Sama gildir um starfsemi sem háð er eftirliti Heilbrigðiseftirlits Austurlands skv. sérstökum samningum um framsal eftirlits með einstökum fyrirtækjaflokkum frá Umhverfisstofnun eða frá Matvælastofnun til heilbrigðisnefndar.

2. gr.

Tímagjald

kr. 13.000

Gjald vegna rannsóknar pr. neysluvatnssýni skv. eftirlitsáætlun

kr. 25.000

Gjald vegna rannsókna á öðrum sýnum skv. eftirlitsáætlun

kr. 15.400

Gjald fyrir sýni sem tekin eru skv. samningum eða að ósk einstaklinga eða fyrirtækja er kr. 15.300 að lágmarki, en sé raunkostnaður við rannsókn skv. reikningi frá rannsóknastofu hærri skal innheimta raunkostnað að viðbættu 35% umsýslugjaldi. Einnig skal innheimta akstursgjald og vinnutíma skv. tímagjaldi ef ekki er unnt að samnýta ferðir og vinnu vegna sýnatökunnar.

Af eftirlitsskyldri starfsemi er aðildarsveitarfélögunum heimilt að innheimta árlegt gjald af starfsemi eins og fram kemur á fylgiskjali, viðauka A, með gjaldskrá þessari, enda fari fram reglubundið eftirlit með starfseminni, skv. eftirlitsáætlun.
Áætluð tíðni eftirlits í fyrirtæki eða starfsstöð skal kynnt starfsleyfishafa í fylgibréfi með starfsleyfi. Þar skal ennfremur tekið fram hver flokkun fyrirtækisins er og hvort sýnatökur eru innifaldar í eftirlitsgjaldinu. Eftirlitsaðila er heimilt að fjölga tímabundið eftirlitsferðum ef nauðsyn krefur t.d. þegar nýr búnaður hefur verið tekinn í notkun eða vegna kvartana. Hækkar þá eftirlitsgjald sem því nemur.

Heimilt er að breyta eftirlitsáætlun hjá einstaka fyrirtæki verði eftirlit frábrugðið s.s. vegna takmarkaðrar starfsemi, vottaðs gæðakerfis eða öflugs innra eftirlits og lækka gjaldið til samræmis.

Ef einungis hluti margþætts eftirlits með starfsemi fer fram, er heimilt að lækka eftirlitsgjald, sem því nemur.

Um starfsemi sem er eftirlitsskyld og ekki kemur fram á fylgiskjali, viðauka A, greiðist eftirlitsgjald eins og um þjónustuverkefni væri að ræða.

3. gr.

Af starfsleyfisskyldri starfsemi, er aðildarsveitarfélögunum heimilt að innheimta gjald fyrir starfsleyfi og þjónustu eins og hér segir:

Ný starfsemi:
  Starfsleyfisgjald
og eftirlitsgjald í samræmi við viðkomandi
fyrirtækjaflokk ásamt auglýsingakostnaði ef við á.
kr. 22.600
Endurnýjun og/eða breyting á starfsleyfi:
  Starfsleyfisgjald
og auglýsingakostnaður ef við á.
kr. 17.000
Önnur starfsleyfi og leyfi sem ekki eru í eftirlitsáætlun, t.d. tóbakssöluleyfi:
  Starfsleyfisgjald
og gjald skv. reikningi vegna undirbúnings, ferðar, úttektar og frágangs, ásamt auglýsingakostnaði ef við á.
kr. 22.600
Endurnýjun annarra leyfa, sbr. hér að ofan:
  Starfsleyfisgjald kr. 17.000
Fyrir leyfi útgefin vegna sölu á útimörkuðum eða aðra skammtíma starfsemi:
 

Leyfisgjald
og eftirlitsgjald viðkomandi fyrirtækjaflokks
eða gjald skv. reikningi vegna undirbúnings,
ferðar, úttektar og frágangs, ásamt
auglýsingakostnaði ef við á.

kr. 17.000

Gjald fyrir aðra þjónustu svo sem samantektir í eftirlitsskýrslum og bréfum á ensku (ekki þýdd af löggiltum þýðanda og einungis til hægðarauka fyrir erlenda rekstraraðila) óski rekstraraðili eftir slíku: ½ tímagjald.

4. gr.

Gjald skv. 3. gr. greiðist við afhendingu leyfisbréfs og reiknast dráttarvextir 30 dögum eftir útgáfudag leyfis.

Heimilt er að semja um annað fyrirkomulag óski rekstraraðilar eftir og skal það þá gert skriflega.

5. gr.

Fyrir vottorð og umsagnir sem Heilbrigðiseftirlit Austurlands gefur út samkvæmt fyrir- liggjandi gögnum skal greiða eitt tímagjald.

Gjald fyrir þjónustuverkefni greiðist samkvæmt reikningi.

Ef um aukin eftirlitsverkefni er að ræða, umfram reglubundið eftirlit og sýnatöku sem gert er ráð fyrir í eftirlitsáætlun Heilbrigðiseftirlits Austurlands er heilbrigðiseftirlitinu heimilt að gera sérstakan reikning vegna þeirra, eins og um þjónustuverkefni sé að ræða.

6. gr.

Aðildarsveitarfélögin annast innheimtu eftirlitsgjalda vegna fyrirtækja með reglubundna starfsemi.

Heilbrigðiseftirlit Austurlands innheimtir önnur gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari, s.s. fyrir tímabundna starfsemi, leyfi, vottorð, eiturbeiðnir og þjónustuverkefni.

Heilbrigðiseftirlitið gerir skrá yfir eftirlitsskylda starfsemi í samræmi við viðauka A sem fylgir gjaldskrá þessari og sendir viðkomandi aðildarsveitarfélagi.

Um innheimtu gjalda fer samkvæmt 12. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

Gjöld samkvæmt gjaldskránni má innheimta með fjárnámi.

7. gr.

Gjalddagi samkvæmt 2. gr. er 1. júlí og eindagi 1. ágúst ár hvert. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga séu gjöldin ekki greidd á eindaga auk áfallins innheimtukostnaðar.

8. gr.

Þegar sami aðili rekur fleiri en eina tegund eftirlitsskyldrar starfsemi á einum og sama stað, er heimilt að innheimta eitt árlegt gjald. Gjaldið reiknast þannig að tími sem áætlaður er í hverja tegund fyrirtækjaflokks er lagður saman, en einungis eitt akstursgjald tekið, enda sé unnt að samnýta ferðir til eftirlits í allar tegundir umræddrar starfsemi.

9. gr.

Innheimt gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari skulu renna til reksturs heilbrigðiseftirlitsins skv. 12. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum.

10. gr.

Gjaldskrá þessi, sem samin er af stjórn Byggðasamlags um heilbrigðiseftirlit Austurlands og samþykkt af aðildarsveitarfélögunum á aðalfundi HAUST 28. október 2015 með vísun til ákvæða 12. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum, 21. gr. laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 25. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, staðfestist hér með til að öðlast gildi við birtingu. Um leið fellur úr gildi gjaldskrá nr1315/2011 með síðari breytingum.

F.h. heilbrigðisnefndar Austurlands,

Helga Hreinsdóttir, framkvæmdastjóri HAUST.

 

pdfGjaldskrá HAUST 2018 með viðauka

Heilbrigðiseftirlit Austurlands – haust@haust.is – s. 474 1235

Austurveg 20, 730 Reyðarfjörður - Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir - Ásvegur 31, 760 Breiðdalsvík – Hafnarbraut 27, 780 Höfn

Search