Fundargerð 14. desember 2011

99. / 6. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis miðvikudaginn 14.12.2011 kl. 9:00

Heilbrigðisnefndarmenn viðstaddir:

Valdimar O. Hermannsson, Árni Kristinsson, Sigurlaug Gissurardóttir, Andrés Skúlason, Ólafur Hr. Sigurðsson, Benedikt Jóhannsson og Eiður Ragnarsson

Starfsmenn viðstaddir:
Helga Hreinsdóttir, Leifur Þorkelsson

Dagskrá:

  1. Breytt skipan í heilbrigðisnefnd 584
  2. Bókuð útgefin starfsleyfi 584
  3. Málefni einstakra fyrirtækja 588
    3.1 Stóra þinghá ehf., ( kt. 611201-2730 – áður Eiðar ehf. ) .. 588
    3.2 Vallanes, Móðir Jörð 588
    3.3 RARIK varaaflstöð Neskaupstað 588
    3.4 N1, bensínsjálfsali, Hestgerði í Hornafirði 588
  4. Erindi og bréf 588
    4.1 Umhverfisráðuneyti dags. 26.9.2011. Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs. 588
    4.2 Umhverfisstofnun dags. 21.10.2011 v/ vatnasvæðisnefnd. 589
    4.3 Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, dags. 24.10.2011. 589
    4.4 Umhverfisstofnun, dags. 25.11.2011. 589
  5. Staðan í eftirliti og fjármálum HAUST 589
  6. Önnur mál 589
    6.1 Bókanir af aðalfundi SSA, sem snerta verksvið HAUST 589
    6.1.1 Heilbrigðiseftirlit Austurlands 590
    6.1.2 Sorp og endurvinnsla á Austurlandi 590
    6.2 Frá SHÍ 590
    6.3 Tillaga að fundadagskrá til áramóta 590
    6.4 Annað 590

1. Breytt skipan í heilbrigðisnefnd

Kristín Ágústsdóttir, fulltrúi náttúruverndarnefnda í heilbrigðisnefnd, er flutt af landi brott tímabundið. Samkomulag hefur verið um að Fjarðabyggð tilnefndi fulltrúa náttúruverndarnefnda. Samþykkt hefur verið að Eiður Ragnarsson, sem hefur verið varamaður Kristínar, taki hennar sæti og að Erlín Emma Jóhannsdóttir, taki sæti varamanns.

Um leið og Kristínu eru þökkuð vel unnin störf í allmörg ár eru Eiður og Erlín Emma boðin velkomin.

SSA hefur staðfest þetta tilhögum með bókun á fundi þann 12.12. sl.

2. Bókuð útgefin starfsleyfi

690 Vopnafjarðarhreppur

a. Guðrún Jóhanna Friðriksdóttir, kt. 281068-2969. Nýtt starfsleyfi fyrir Snyrtistofuna Hafblik, Hafnarbyggð 1. Um er að ræða almenna snyrtistofu. Leyfið útgefið 25.10.2011.
b. Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Starfsleyfi/flutningur Lyfsalan Vopnafirði flutt að Hafnarbyggð 4. Starfsleyfi útgefið 22.11.2011.

700-701 Fljótsdalshérað

c. Lipurtá ehf. kt. 620605-0930. Tímabundið starfsleyfi þann 19.9. fyrir húðflúr í húsnæði Snyrtistofunnar Öldu, Tjarnarbraut 19. Leyfið útgefið 13.9.2011.
d. Móðir Jörð ehf., kt. 510510-1000. Tímabundið starfsleyfi fyrir endurvinnslu fiskúrgangs, þ.e. nýtingar hans sem áburðar við akuryrkju í landi Vallaness á Fljótsdalshéraði. Ábyrgðarmaður: Eymundur Magnússon, kt. 040955-3219. Leyfi útgefið 19.9.2011 með gildistíma til loka október 2011.
e. Félag Skógarbænda á Austurlandi, kt. 491091-1349. Tímabundið starfsleyfi vegna aðalfundar Landssamtaka skógareigenda og árshátíðar Félags skógarbænda á Austurlandi og Héraðs- og Austurlandsskóga í húsnæði Stóru Þinghár ehf., fyrrum Alþýðuskólinn á Eiðum, 701 Egilsstaðir. dagana 7.-9.10.2011. Ábyrgðarmaður: Björn Ármann Ólafsson, kt. 210553-4799. Leyfi útgefið 3.10.2011.
f. Sigurbjörn Árnason, kt. 070254-2559. Endurnýjað starfsleyfi fyrir vatnsveituÞingmúla í Skriðdal. Leyfi útgefið 3.10.2011.
g.  Linda Mjöll ehf., kt. 430305-0180. Tímabundið starfsleyfi til að starfrækja húðflúrstofu að Kaupvangi 7, 700 Egilsstaðir, í Sláturhúsinu Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, nánar tiltekið í fyrrum aðstöðu dýralæknis. Ábyrgðarmaður: Linda Mjöll Þorsteinsdóttir, kt. 190773-2999. Leyfið gildir aðeins 10. og 11.10.2011. Leyfi útgefið 10.10.2011.
h.  Akstursíþróttafélagið Start, kt. 630206-1030. Starfsleyfi fyrir Motocrossbraut í Mýnesi, 701 Egilsstaðir. Ábyrgðarmaður: Atli V. Hjartarson, kt. 180274-4809. Um er að ræða starfsleyfi fyrir motocrossbraut, (MX braut) ásamt hreinlætisaðstöðu og starfsleyfi fyrir sölu á drykkjum og sælgæti í pakkningum og frá viðurkenndum framleiðendum, eingöngu þegar viðburðir eru á svæðinu. Leyfi útgefið 12.10.2011.
i.  Samkaup hf. kt. 571298-3769. Endurnýjað starfsleyfi fyrir matvöruverslunKaupvangi 6. Leyfi útgefið 28.10.2011.
j.  Friðjón Kr. Þórarinsson kt. 120858-7699, Flúðum. Starfsleyfi fyrir reykhúsiFlúðum í Hróarstungu. Leyfi útgefið 4.11.2011.
k.  Biggi Vill ehf., kt. 710707-0140. Nýtt starfsleyfi fyrir veitinga og skemmtistað Kaupvangi 2. Leyfi útgefið 17.11.2011.
l.  Þórfell ehf., kt. 410709-0230. Starfsleyfi fyrir vinnslu jarðefna þ.m.t. malar-, og grjótnám sem og geymslu á slíkum efnum á Ekkjufellsseli/Lóð 7, Selhöfða í Fellum, 701 Egilsstaðir. Leyfi útgefið 19.11.2011.
m.  Þórfell ehf., kt. 410709-0230. Starfsleyfi vegna útlagningar olíumalar, færanleg starfsemi. Ábyrgðarmaður: Jón Hlíðdal Sigbjörnsson. Leyfi útgefið 21.11.2011.
n.  Guðjón Sverrisson, kt. 051064-3489. Breyting á starfsleyfi vegna vinnslu jarðefna þ.m.t. malar-, og grjótnám sem og geymslu á slíkum efnum á Ekkjufellsseli/Lóð 7, efri hluta lóðar, Selhöfða í Fellum, 701 Egilsstaðir. Leyfi útgefið 21.11.2011.
o.  Barri hf., kt. 461290-1249. Tímabundið starfsleyfi fyrir útimarkað með sölu matvæla á jólamarkaði Barra kl. 12:00-16:00 þann 17.12.2011. Ábyrgðarmaður: Skúli Björnsson, kt. 070456-0019. Leyfi útgefið 22.11.2011
p.  Ársverk ehf., kt. 490902-3920. Nýtt starfsleyfi fyrir bifreiða- og vélaverkstæði Iðjuseli 5 Fellabæ, 700 Egilsstaðir. Ábyrgðarmaður: Ármann Halldórsson. Leyfi útgefið 29.11.2011.
q.  Óttar Ármannsson, kt. 250857-3579, f.h. Þorrablótsnefndar Egilsstaða: Tímabundið starfleyfi fyrir Þorrablót Egilsstaða í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum, 20.1.2012. Leyfi útgefið 9.12.2011.
r.  Jóhanna Harðardóttir, kt. 030966-5629, f.h. starfsmannafélags leikskólans Tjarnarlands. . Tímabundið starfsleyfi fyrir lítilsháttar framleiðslu á matvælum í eldhúsi leikskólans ásamt með leyfi til sölu framleiðslunnar .á Jólamarkaði Barra 2011 og á tilteknum öðrum stöðum og tímum allt fram til 18.4.2012. Leyfi útgefið 9.12.2011.

701 Fljótsdalshreppur

s.  Héraðsverk ehf., kt. 680388-1489. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir og vatnsveitu við Sauðárveitu. Starfsleyfi útgefið 21.9.2011.

710 Seyðisfjörður

t.  Rafvirkinn Seyðisfirði, kt. 060721-2699. Starfsleyfi/breyting Sumarhús Lönguhlíð 2. Einum heitum potti bætt inn í starfsleyfið svo nú er um að ræða sölu á gistingu í sumarhúsi, einkavatnsveitu og heitan pott. Leyfið útgefið 13.9.2011
u.  Mikael Ásgeirsson, kt. 190585-2989. Starfsleyfi fyrir sjúkranudd í íþróttamiðstöð Seyðisfjarðar. Leyfið útgefið 22.9.2011.
v.   Íslensk Orkuvirkjun Seyðisfirði ehf., kt. 531205-0730. Starfsleyfi fyrir rekstur tveggja samtengdra virkjana Bjólfsvirkjun með 6,4 MW rafmagnsframleiðslu og Gúlsvirkjun með 3,4 MW framleiðslugetu, 710 Seyðisfjörður. Leyfi útgefið 5.10.2011.

720 Borgarfjörður eystri

w.  Borgarfjarðarhreppur, kt. 480169-6549. Tímabundið starfleyfi fyrir áramótabrennur árin 2011-2015. Ábyrgðarmaður: Kári Borgar Ásgrímsson, kt. 120964-7049. Leyfi útgefið 9.12.2011

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

x.  Norðurbik ehf., kt. 410704-2260. Tímabundið starfsleyfi fyrir færanlega malbikunarstöð vestan til á hafnarfyllingunni við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Leyfið gildir frá 4. til 31. október 2011 og er gefið út 4.10.2011.
y.  Fjarðabyggð kt. 470698-2099. Endurnýjað starfsleyfi fyrir vatnsveitu á Reyðarfirði. Leyfi útgefið 15.10.2011
z.  Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir, kt. 220466-4699. Starfsleyfi/flutningur fyrir Hárstofu Sigríðar flutt að Austurvegi 20a. Leyfið útgefið 1.11.2011.
aa.  Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Framlengt starfsleyfi til að rífa mannvirki að Hólmum í Reyðarfirði. Leyfi var áður gefið út í mars 2009, en nýttist ekki. Leyfið er því framlengt með sömu skilyrðum til ársloka 2011. Ábyrgðarmaður: Jóhann Eðvald Benediktsson, Leyfi framlengt 7.11.2011
bb.   Valborg H. Kristjánsdóttir, kt. 050460-4449. Starfsleyfi fyrir sölu á einföldum kaffiveitingumBúðargötu 2. Starfsleyfi útgefið 21.11.2011 og gildir í 8 mánuði, eða til 21.7.2011.
cc.    Alcoa Fjarðaál sf., kt. 520303-4210. Endurnýjun starfsleyfis fyrir geymsluskemmu í landi Seljateigs, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða starfsleyfi vegna geymslu á þurru raflausnarefni. Heimilt er að geyma allt að 2.000 tonn af efninu í stórsekkjum. Engin önnur starfsemi er áformuð í skemmunni. Leyfið útgefi 7.12.2011 og gildir til 31.12.2012.
dd.   Tærgesen ehf., kt. 411209-0830. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir sölu á veitingum og gistinguBúðareyri 4 og fyrir sölu á veitingumBúðareyri 6. Starfsleyfi útgefið 25.11.2011.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður

ee. Kaffihúsið Eskifirði ehf., kt. 450411-0350. Tímabundið starfsleyfi vegna samkomuhalds í Valhöll 1.-2. október 2011. Starfsleyfi útgefið 20.9.2011.
ff. Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Endurnýjað starfsleyfi fyrir vatnsveitu á Eskifirði. Leyfi útgefið 15.10.2011.
gg. N1 hf., kt. 540206-2010. Tímabundið starfsleyfi fyrir eldsneytisafgreiðslu, sjálfsala N1 hf. að Strandsgötu 16, 735 Fjarðabyggð. Leyfi útgefið 24.10.2011 með gildistíma til 30.6.2012.
hh.  Fiskmarkaður Austurlands hf., kt. 580298-3119. Endurnýjað starfsleyfi fyrir fiskmarkað og slægingarþjónustuHafnarbraut 14b. Starfsleyfi útgefið 3.11.2011.
ii.  Fjarðabyggð, kt. 471098-2099. Tímabundið starfsleyfi til að rífa skúr að Strandgötu 33a, 735 Eskifjörður og flutnings á úrgangi þaðan til förgunar eða endurvinnslu. Ábyrgðarmaður: Kristinn Ívarsson. Leyfið gildir til ársloka og er gefið út 18.11.2011.
jj.  Tandraberg ehf., kt. 601201-4960. Breyting á starfsleyfi fyrir viðgerðaaðstöðu eigin véla, starfsemin flutt að Strandgötu 6-8, 735 Eskifjörður. Leyfi útgefið 28.11.2011.
kk.  Eyri Eskifirði ehf.,kt. 441011-0160. Starfsleyfi fyrir fiskvinnslu að Hafnargötu 4, 735 Eskifjörður. Starfleyfi útgefið 6.12.2011.

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður

ll.  Félag eldri borgar á Norðfirði kt. 670392-2449. Nýtt starfsleyfi fyrir félagsaðstöðu að Nesgötu 5. Leyfið útgefið 22.9.2011.
mm. Fjarðabyggð, kt. 470698-2099. Endurnýjað starfsleyfi fyrir vatnsveitu á Norðfirði. Leyfi útgefið 15.10.2011.
nn. Atli Freyr Björnsson, kt. 111075-1339. Nýtt starfsleyfi fyrir rekstur hnykklækningastofu (kírópraktor) að Egilsbraut 7, 740 Neskaupstaður. Leyfi útgefið 17.10.2011.
oo.  Dalahöllin ehf., kt. 670298-2219. Tímabundið starfsleyfi vegna sölu matvæla í Dalahöllinni á milli klukkan 12:00 og 18:00 laugardaginn 19. nóvember 2011. Leyfi útgefið 18.11.2011

750 Fjarðabyggð - Fáskrúðsfjörður

pp.  Fjarðabyggð kt. 470698-2099 f.h. Félag eldri borgara kt. 631199-2839. Nýtt starfsleyfi fyrir Glaðheima, Skólavegi 39, 750 Fáskrúðsfirði. Um er að ræða leyfi fyrir rekstri á félagsaðstöðu og íþróttasal á tveimur hæðum. Í húsinu er eldhús sem uppfyllir kröfur veitingaeldhúsa, en er ekki notað nema til kaffiveitinga fyrir gesti. Leyfið gefið út 1.9.2011.
qq.  Þórunn Elfa Stefánsdóttir, kt 060877-5649, f.h. foreldra og nemenda í 9. bekk Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Tímabundið starfsleyfi til að framleiða og selja kleinur, snúða og rúgbrauð og rjómapönnukökur fyrir fyrsta sólardaginn í febrúar n.k. Leyfið er háð skilyrðum sem koma fram í starfsleyfi . Gildistími starfsleyfis: 1. október 2011 til 31. maí 2012
rr. Fjarðabyggð kt. 570992-2799. Endurnýjað starfsleyfi fyrir vatnsveitu Búða, Fáskrúðsfirði. Útgáfudagur leyfis 20.10.2011.

755 Stöðvarfjörður

ss.  Skútuklöpp ehf., kt. 451197-2909. Bólssvör 4. Endurnýjað starfsleyfi fyrir fiskmarkað og vinnslu á ferskum fiski. Útgáfudagur leyfis: 20. 10. 2011.
tt.   Fjarðabyggð, kt. 570992-2799. Endurnýjað starfsleyfi fyrir Grunnskólann á Stöðvarfirði við Skólabraut. Um er að ræða starfsleyfi fyrir Grunnskóla, móttökueldhúsi og leiksvæði með leiktæki á lóð skólans. Útgáfudagur leyfis: 10.10. 2011
uu.   Fjarðabyggð, kt. 570992-2799. Endurnýjað starfsleyfi fyrir vatnsveitu Stöðvarfjarðar. Útgáfudagur 20.10.2011.

760 Beiðdalsvík

vv. Café Margret, kt. 531200-2250. Endurnýjað starfsleyfi. Um er að ræða starfsleyfi fyrir: Sölu á gistingu í 4 fullbúnum herbergjum og veitingasölu úr fullbúnu eldhúsi og veitingasal fyrir allt að 40 gesti að Þverhamri 2 A, 760 Breiðdalsvík.. Ábyrgðarmaður: Margret Bekemaier, kt. 151248-2099. Leyfi gefið út 20.9.2011.

780-785 Hornafjörður

ww.    Ferðaþjónustan Smyrlabjörgum ehf., kt. 540301-2120. Tímabundið starfsleyfi fyrir að rífa burstabæ að Smyrlabjörgum 1, 780 Hornafirði. Ábyrgðarmaður: Sigurbjörn Karlsson, kt. 290757-5099. Leyfi útgefið 28.9.2011 og gildir til 5.10.2011.
xx.    Fanney Björg Sveinsdóttir, kt. 130483-5509. Breyting á starfsleyfi fyrir litla matvöruverslun og lítilsháttar veitingasölu, Heimamarkaðsbúð í Pakkhúsinu á Höfn. Leyfi breytt í heilsársleyfi, en áður var sami aðili með leyfi til sumarreksturs eingöngu. Leyfi útgefið 1.10.2011.
yy.    Sjónarsker ehf., kt. 440609-0580. Nýtt starfleyfi fyrir litla kjötvinnslu með úrbeiningu og pökkun í eldhúsi í upplýsingamiðstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli. Ábyrgðarmaður: Klaus Kretzer kt. 200662-2109. Leyfi útgefið 6.10.2011.
zz.   Hólabrekka ehf., kt. 650699-3949. Endurnýjað starfsleyfi fyrir sambýlið Hólabrekku, 781 Hornafjörður. Ábyrgðarmaður: Anna Egilsdóttir. Leyfi útg. 11.10.2011.
aaa. Árnanes ehf., kt. kt. 670510-0420. Starfsleyfi vegna Árnanes ferðaþjónusta, Hraunhól 7, 781 Hornafirði. Breyting á kennitölu eingöngu. 28.11.2011.
bbb. Árnanes ehf., kt. kt. 670510-0420. Starfsleyfi vegna Árnanes ferðaþjónusta, Árnanesi 5, 781 Hornafirði. Breyting á kennitölu eingöngu. 28.11.2011.

3 Málefni einstakra fyrirtækja

3.1 Stóra þinghá ehf., ( kt. 611201-2730 – áður Eiðar ehf. )
Vegna skólpmengunar frá húsnæði fyrirtækisins, húsnæði fyrrum Alþýðuskólans á Eiðum hefur fyrirtækinu verði tilkynnt að ekki þyki fært að viðhafa starfsemi í húsnæðinu án úrbóta. Í bréfi dags. 3.10. var gerð krafa um að fyrirtækið Stóra þinghá ehf. leggi fram tímasettar áætlanir um úrbætur í fráveitumálum fyrir húseignir sínar á Eiðum. Frestur var veittur til ársloka 2011. Mál þetta var unnið í samráði við formann og varaformann heilbrigðisnefndar. Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreindar aðgerðir.

3.2 Vallanes, Móðir Jörð
Sótt var um starfsleyfi til að nota fiskúrgang sem áburð við akuryrkju. Leyfisdrög voru auglýst og lágu þau frammi á skrifstofu Fljótsdalshéraðs. Tvær athugasemdir hafa borist. Frkvstj. gerð grein fyrir eðli athugasemdanna og hvernig hefur verið unnið úr þeim.

Starfsleyfi verði gefið út til 4ra ára með ströngum skilyrðum um að fiskúrgangur verði plægður niður sama dag og hann berst. Komi til lyktarmengunar og kvartana verði starfsleyfið endurskoðað fyrirvaralaust.

3.3 RARIK varaaflstöð Neskaupstað
Við starfstöðina að Stekkjargötu 3 eru olíutankar sem eru komnir fram yfir leyfilegan aldur. Þykktarmælingar hafa verið gerðar, en langt er síðan og gögn þar um ekki aðgengileg. Í bréfi dags. 24.10.2011 var gerð eftirfarandi krafa:

Hér með er gerð krafa um að fyrirtækið leggi fram tímasetta áætlun um hvenær tankarnir verði teknir úr notkun. Til vara er boðið uppá að sótt verði um undanþágu til að mega nota tankana áfram en þá þarf með gögnum að sýna fram á að tankarnir séu öruggir, þannig að heilbrigðisnefnd hafi forsendu til að geta veitt slíka undanþágu. Krafa er um að gögn verði send skrifstofu HAUST fyrir 30. nóvember 2011.

Fyrirtækið hefur látið þykktarmæla tanka og skýrsla er væntanleg.

Heilbrigðisnefnd samþykkir aðgerðir starfsmanna og felur þeim að fylgja málinu eftir.

3.4 N1, bensínsjálfsali, Hestgerði í Hornafirði

Við bensínstöðina eru líklega tveir gamlir olíutankar, komnir fram yfir leyfilegan aldur. Af hálfu fyrirtækisins hefur verið óvissa um framtíð stöðvarinnar vegna hugsanlegrar tilfærslu þjóðvegar. Ekki er talið viðunandi að bíða lengur eftir upplýsingum um ástand tankanna og upplýsingum frá N1. Því var eftirfarandi krafa sett fram í bréfi til N1, dags.

Hér með er gerð krafa um að fyrirtækið leggi fram gögn sem sýni fram á að tankarnir séu heilir og leki ekki og óski jafnframt eftir undanþágu frá heilbrigðisnefnd til að nota tankana áfram í skilgreindan tíma. Veittur er frestur til að senda þessar upplýsingar til loka nóvember 2011.

Fyrirtækið hefur kynnt áætlun um lekaprófun tanka í næstu viku.

Heilbrigðisnefnd samþykkir aðgerðir starfsmanna og felur þeim að fylgja málinu eftir.

 

4 Erindi og bréf

4.1 Umhverfisráðuneyti dags. 26.9.2011. Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs
Ráðuneytið gefur kost á að koma að vinnu við útgáfu landsáætlunar um meðhöndlun úrgangs og innleiðingu á rammatilskipun um úrgang. Vegna málsins var fundað í ráðuneytinu þann 21.10. (ráðuneytisfólk og framkvæmdastjórar HES). HES hvatt til að kynna sér fyrri landsáætlun og fylgjast með framvindu.
Lagt fram til kynningar. Samþykkt að kanna hvort unnið er að málinu á vegum SSA.

4.2 Umhverfisstofnun dags. 21.10.2011 v/ vatnasvæðisnefnd
Ósk um tilnefningu fulltrúa heilbrigðisnefndar Austurlands í vatnasvæðisnefnd á vatnasvæði 2 og 3.

Formaður og varaformaður hafa samþykkt að tilnefna Helgu Hreinsdóttur, frkstj. HAUST sem fulltrúa Heilbrigðisnefndar í vatnsvæðanefndir. Þetta var ákveðið milli nefndarfunda, þar sem óskað var tilnefningar fyrir 1.12. og ekki var unnt að flýta fundi vegna þessa máls eingöngu.
Heilbrigðisnefnd staðfestir tilnefninguna.

Talsverð umræða var um skipan fulltrúa í nefndina, bæði fulltrúa HAUST og sveitarfélaganna. Nefndarmenn eru sammála um að málefnið sé þarft, en ljóst að mikil tími og kostnaður fylgi vinnu í vatnasvæðanefnd. Heilbrigðisnefnd er sammála um að ekki sé sjálfsagt að sveitarfélög og stofnanir þess beri kostnað af starfi fulltrúa sem ríkisvaldið eða ríkisstofnanir gera þeim að skipa í.

4.3 Sýslumaðurinn á Seyðisfirði, dags. 24.10.2011
Um er að ræða afrit af bréfi til fyrirtækis. HAUST lagði fram kæru á hendur fyrirtækinu vegna urðunar á múrbroti og úrgangi í malargryfju. Sýslumannsembættið telur að þar sem HAUST gerði kröfur um tiltekt og hótaði dagsektum ella sé ekki ástæða til að höfða sakamál einnig, málinu skuli lokið á stjórnsýslustigi hjá Heilbrigðiseftirliti Austurlands.

Lagt fram til kynningar. Draga má þann lærdóm af þessu máli að HAUST hafi farið réttar leiðir með því að gera kröfur um tiltekt og hóta dagsektum ella. Tekið skal fram að fyrirtækið brást við og fjarlægði úrgang af svæðinu. Að mati starfsmanna er hér um að ræða dæmi um mál þar sem gott væri að hafa heimildir til stjórnsýslusekta. Fyrirtækið urðaði úrgang, þ.e. braut sannanlega ákvæði úrgangslaga.

Lagt fram til kynningar.

4.4 Umhverfisstofnun, dags. 25.11.2011
Bréf Umhverfisstofnunar er svar við erindi HAUST dags. 19.9.201,1 þar sem óskað var eftir að uppsögn samninga um framsal eftirlitsverkefna yrði dregin til baka eða frestað. Svar UST er á þá lund að frestað er til ársloka 2013 uppsögn samninga um að HAUST fari með eftirlit með sorpförgun og spilliefnamóttöku á Austurlandi, en UST telur að framsal eftirlitsverkefna með fiskimjölsverksmiðjum sé ekki heimilt. UST óskar hins vegar eftir að gera samkomulag við Heilbrigðisnefndina um framkvæmd ákveðinna verkþátta varðandi fiskimjölsverksmiðjur á Austurlandi og jafnframt að skoðað verði sérstaklega hvort Heilbrigðisnefnd geti tekið að sér önnur verkefni á sínu eftirlitssvæði. Stefnt er að gerð samninga þar að lútandi fyrir 1.1.2012.

Heilbrigðisnefnd fagnar þessari þróun mála, enda verða þá verkefni unnin áfram í heimabyggð.

 

5 Staðan í eftirliti og fjármálum HAUST
Lögð fram gögn sem sýna að eftirlits- og sýnatökuáætlanir ársins 2011 standast í megindráttum. Einnig lögð fram gögn sem sýna að staða fjármála eins og hún var orðin 20.nóvember er innan marka fjárhagsáætlunar.

Heilbrigðisnefnd lýsir ánægju með hvort tveggja.

 

6 Önnur mál

6.1 Bókanir af aðalfundi SSA, sem snerta verksvið HAUST
Lagt fram til kynningar.

6.1.1 Heilbrigðiseftirlit Austurlands
45. aðalfundur SSA haldinn á Hallormsstað 30. sept. og 1. okt. 2011, ályktar eftirfarandi vegna Heilbrigðiseftirlits Austurlands, (HAUST):

Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) ítrekar fyrri ályktanir sínar um verkaskiptingu milli UST og HAUST og fer fram á að núverandi samningar um framsal verkefna verði framlengdir í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda um verkefnaflutning til sveitarfélaga. Jafnframt fer SSA fram á að verkefni verði ekki sjálfkrafa flutt með lagabreytingum af landsbyggðinni til Reykjavíkur.

Greinargerð:
Samningum um að HAUST fari f.h. UST með eftirlit með starfsemi sem stofnunin vinnur starfsleyfi fyrir hefur verið sagt upp og renna að óbreyttu út í árslok 2011. Þar með fækkar verkefnum HAUST og tekjur minnka. Umhverfisstofnun hefur enn fremur lagt til við Umhverfisráðuneytið að lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir verði breytt, þannig að starfsleyfisvinnsla og eftirlit með nokkrum fyrirtækjum verði færð milli UST og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga og að ekki verði um framsalverkefna að ræða.
samþ. samhljóða.

6.1.2 Sorp og endurvinnsla á Austurlandi
45. aðalfundur SSA, haldinn á Hallormsstað 30. sept. og 1.okt. 2011 hvetur stjórn SSA til að kanna möguleika á frekari endurvinnslu sorps í fjórðungnum og vinna að sameiginlegri framtíðarsýn í sorphirðumálum fjórðungsins.
Samþykkt samhljóða.

Aths. frá AS: Hugtakið sorp er mönnum tamt, en ætti að nota varlega. Hugtakið er ekki skilgreint í lögum um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003. Fyrir aftan skilgreiningu á hugtakinu "heimilisúrgangur" er sorp í sviga. Úrgangur er hugtak sem ætti að nota um allt sem menn og fyrirræki þurfa að losa sig við, sbr. fiskúrgangur, enda er í flestum tilfellum um að ræða hluti sem hægt er að gera verðmælti úr.

AS vék af fundi kl. 9:55

6.2 Frá SHÍ
Aðalfundur Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi haldinn þann 8. nóvember 2011 í Þrastarlundi, Grímsnesi. Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Í fundargerðinni kemur fram að VOH lét af störfum sem formaður SHÍ á aðalfundinum eftir fimm ára formennsku. Heilbrigðisnefnd og starfsmenn HAUST þakka honum frábært vinnuframlag í þágu heilbrigðiseftirlits í landinu. Formennska í SHÍ er hrein viðbót við formennsku í heilbrigðisnefndinni og gagnast öllum heilbrigðiseftirlits-svæðum.

6.3 Tillaga að fundadagskrá til áramóta
Eftirfarandi tillaga að dagsetningum funda til vors var samþykkt til bráðabirgða og verður endurskoðuð ef ástæða er til:

  • Símafundur 1.febrúar 2012
  • Símafundur 21 mars 2012
  • Snertifundur 2. maí 2012
  • Símafundur 13. júní 2012

6.4 Annað....
Formaður, nefndarmenn og starfsmenn óskuðu hver öðrum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

Fundi slitið kl. 10:05

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Valdimar O. Hermannsson
Árni Kristinsson
Ólafur Hr. Sigurðsson
Sigurlaug Gissurardóttir
Eiður Ragnarsson
Andrés Skúlason
Benedikt Jóhannsson
Leifur Þorkelsson
Bergþór Freysteinsson
Hákon Hansson
Helga Hreinsdóttir

pdf Fundargerð á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search