Fundargerð 25. júní 2019

150 / 6. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
25. júní 2019 kl 09:00

Heilbrigðisnefndarmenn: 

Jón Björn Hákonarson
Davíð Þór Sigurðarson
Gunnhildur Imsland
Aðalheiður Borgþórsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Kristín Ágústsdóttir
Lovísa Rósa Bjarnadóttir

Starfsmenn:
Leifur Þorkelsson
Lára Guðmundsdóttir

Dagskrá:

1. Bókuð útgefin starfsleyfi 885
2. Málefni einstakra fyrirtækja / starfstöðva 887
3. Vinna milli funda 887
4. Fjarmál HAUST 887
5. Önnur mál 887

 

1. Bókuð útgefin starfsleyfi

700-701 Fljótsdalshérað

a) Hallormsstaðaskóli kt. 640169-0959. Starfsleyfi fyrir fræðslustarfsemi á framhaldsskólastigi, heimavist og mötuneyti á Hallormsstað. Leyfi útgefið 24.5.2019.
b) Halldór Sigurðsson kt. 120457-5569. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir vatnsveitu á Hjartarstöðum. Leyfi útgefið 29.5.2019.
c) Vegagerðin, kt. 680269-2899. Tímabundið starfsleyfi fyrir almenningssalerni á áningastöðum við vegamót Hringvegar nr.1 og Norðausturvegar nr. 85 (Vopnafjarðarheiði) og við Jökulsá á Dal. Gildistími leyfanna er 1.6.til 15.10. árin 2019 og 2020.
d) Jónas Rúnar Ingólfsson, kt. 290387-2729. Starfsleyfi vegna seyrugryfju, þ.e. geymslu og nýtingar á seyru til uppgræðslu í landi Hryggstekks. Leyfi útgefið 20.6.2019.

710 Seyðisfjörður

e) Dóra Kristín Halldórsdóttir, kt. 020953-4119. Starfsleyfi fyrir gististað að Austurvegi 13b. Leyfi útgefið 15.5.2019.
f) Esualc ehf. kt. 541016-0820. Starfsleyfi vegna sölu á veitingum að Austurvegi 23. Leyfi útgefið 7.6.2019.

730 Fjarðabyggð – Reyðarfjörður

g) Hafsalt ehf., Starfleyfi fyrir krydd og bragðefnaframleiðslu að Austurvegi 21. Leyfi útgefið 20.5.2019.
h) Munck Islandi ehf., kt. 701013-0340. Tímabundið starfsleyfi fyrir færanlegar starfsmannabúðir. Gildistími leyfis er 1.6-30.9. árin 2019 og 2020. Leyfi útgefið 5.6.2019.

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður

i) Fjarðabyggð kt., 470698-2099. Starfsleyfi fyrir samkomuhús og takmarkaða veitingasölu í Egilsbúð, Egilsbraut 1. Leyfi útgefið 24.6.2019.

750 Fjarðabyggð – Fáskrúðsfjörður

j) BirgirB ehf. 460519-1600. Starfsleyfi fyrir veitingastofu með litlum veitingastað að Búðavegi 60. Leyfi útgefið 29.5.2019.

761 Fjarðabyggð – Breiðdalsvík

k) Jórunn Dagbjört Jónsdóttir kt. 070995-2989 fær nýtt starfsleyfi til að reka minna gistiheimili að Þverhamri 3. Leyfi útgefið 30.5.2019.

765 Djúpivogur

l) Búlandstindur ehf kt 680999-2289 fær nýtt starfsleyfi vegna: flutnings og geymslu á aukaafurðum sem til falla við slátrun á laxi, varðveislu á aukaafurðum í hráefnistanki við fv. fiskimjölsverksmiðju og flutnings á sýrðum aukaafurðum úr tanki til skips. Leyfi útgefið 1.6.2019.
m) Vegagerðin, kt. 680269-2899. Tímabundið starfsleyfi fyrir almenningssalerni á áningastað við Fossá í Berufirði. Gildistími er 1.6.til 15.10. árin 2019 og 2020.

780-785 Hornafjörður

n) Isavia ohf., kt. 550210-0370. Skilyrt starfleyfi fyrir Hornafjarðarflugvöll, flugvöll með eldsneytisafgreiðslu. Leyfi útgefið 21.5.2019 með gildistíma til 21.8.2019.
o) Humarhöfnin ehf.,kt.650407-0400. Endurnýjað starfsleyfi fyrir veitingastað að Hafnarbraut 4. Leyfi útgefið 28.5.2019.
p) Gistihúsið Seljavellir ehf., kt. 710114-1450. Breyting á starfsleyfi fyrir gisti- og veitingastað að Seljavöllum. Leyfi útgefið 5.6.2019.
q) Gistihúsið Seljavellir ehf., kt. 710114-1450. Breyting á starfsleyfi fyrir gististað og þvottahús að Seljavöllum 2. Leyfi útgefið 5.6.2019.
r) Olíuverzlun Íslands ehf., kt. 500269-3249. Starfsleyfi vegna sölu á veitingum að Hafnarbraut 45. Leyfi útgefið 13.06.2019.
s) Humarhátíð á Höfn, kt. 660499-2029. Tímabundið starfleyfi vegna samkomuhalds, Humarhátíðar á Höfn. Leyfi gildir frá 1.6.2019 - 31.7.2022.
t) Vegagerðin, kt. 680269-2899. Tímabundið starfsleyfi fyrir almenningssalerni á áningastöðum við Þvottárskriður við Selvík og Við Hestgerði. Gildistími leyfanna er 1.6.til 15.10. árin 2019 og 2020.
u) Hafnarbúðin ehf. kt, 480617-0960. Tímabundið starfsleyfi fyrir veitingasölu á Humarhátíð. Leyfi gildir frá 28.6.2019-30.6.2019.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

 

2. Málefni einstakra fyrirtækja / starfstöðva

2.1 N1 ehf. – Sjálfsafgreiðslustöð á Mjóafirði

N1 ehf. hefur sótt um endurnýjun starfsleyfis fyrir sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis á Brekku á Mjóafirði. Einnig sótti fyrirtækið um undanþágu frá kröfu um áfyllingarplan tengt olíuskilju í samræmi við undanþáguákvæðis 40.gr. reglugerðar 884/2017.

Í samræmi við 40. gr. reglugerðar 884/2017 um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi samþykkir Heilbrigðisnefnd Austurlands undanþágu frá kröfu um áfyllingarplan tengt olíuskilju við starfstöð N1 ehf. á Brekku á Mjóafirði svo lengi sem aðrar mengunar-, áreksturs, eld- og slysavarnir eru tryggðar.
Heilbrigðisnefndin áskilur sér þó rétt til að afturkalla undanþáguna vegna breyttra forsendna, svo sem ef breytingar verða sem hafa í för með sér aukið magn olíu á starfstöðinni, hvort sem er aukin sala eða geymsla olíu, eða mengun af völdum atvinnurekstrar reynist meiri en búist var við.

3. Vinna milli funda

Umsagnir um skipulagsmál
a) Umsögn um lýsingu skipulagsverkefnis vegna breytinga á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar 2012-2030 – Jökulsárlón á Breiðamerkursandi
b) Umsögn um verkefnis og matslýsingu vegna deiliskipulags við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi
c) Umsögn um deiliskipulagstillögu vegna lítillar vatnsaflsvirkjunar í Birnudal í Suðursveit
d) Umsögn um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Vonafjarðarhrepps 2006-2020.
e) Umsögn um tillögu að breytingu deiliskipulagi fyrir Lambleiksstaði.
f) Umsögn um breytingu á aðalskipulagi fyrir Skaftafell III og IV.
Aðrar umsagnir
g) Umsögn um tillögu að masáætlun vegna snjóflóðavarna á Seyðisfirði

 

4. Fjarmál HAUST

Drög að uppgjöri vegna ársins 2018 lögð fram til kynningar sem og bráðabirgðauppgjör vegna fyrstu 4 mánaða ársins 2019.

 

5. Önnur mál

a) Kæra vegna starfsleyfisútgáfu
Kynnt var kæra vegna starfsleyfisútgáfu jarðgerðar íslenska gámafélagsins á Reyðarfirði
Drög að svari til nefndarinnar kynnt. Framkvæmdastjóra falið að fullvinna svarið.

b) Framsal eftirlits
Samningur á milli UST og HAUST um framsal eftirlits
Samningurinn gildir ársloka 2019.

Heilbrigðisnefnd samþykir óska eftir viðræðum við Umhverfisstofnun um nýjan samning og lýsir jafnframt yfir vilja sínum til að taka að sér aukin eftirlitsverkefni fyrir hönd stofnunarinnar.

c) Næsti fundur
Fyrirhugaður er snertifundur á Hornafjarðarsvæðinu í september.

Fundi slitið kl.9:30

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Fundargerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Jón Björn Hákonarson
Davíð Þór Sigurðarson
Gunnhildur Imsland
Lovísa Rósa Bjarnadóttir
Benedikt Jóhannsson
Aðalheiður Borgþórsdóttir
Kristín Ágústsdóttir
Leifur Þorkelsson

pdfFundargerð 150 á pdf

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search