Fundargerð 6. október 2020

158. /14. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
6. október 2020 kl 13:00

Heilbrigðisnefndarmenn:

Jón Björn Hákonarson
Davíð Þór Sigurðarson
Gunnhildir Imsland
Kristín Ágústdóttir
Benedikt Jóhannsson
Sandra Konráðsdóttir
Lovísa Rósa Bjarnadóttir

Starfsmenn:
Leifur Þorkelsson
Lára Guðmundsdóttir
Dröfn Svanbjörnsdóttir
Ólöf Vilbergsdóttir

 

Dagskrá:

  1. Bókuð útgefin starfsleyfi 913
  2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi 914
  3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfstöðva 914
  4. Ársreikningur 2019 914
  5. Gjaldskrá HAUST 914
  6. Fjárhagsáætlun 2021 914
  7. Vinna milli funda 915
  8. Önnur mál 915

 

1. Bókuð útgefin starfsleyfi

700-701 Fljótsdalshérað
a) Stóri Bakki ehf., kt, 530709-0350. Breyting á starfsleyfi fyrir gistihúsið Birtu að Tjarnarbraut 7. Leyfi útgefið 2.9.2020.
b) Olíuverzlun Íslands ehf., kt. 500269-3249. Starfsleyfi með gildistímann 6.3.2008-6.3.2020 framlengt til 31.12.2020 fyrir eldsneytisafgreiðslu og sölu á merkingarskyldri efnavöru að Lagarfelli 2, Fellabæ. Leyfi útgefið 9.9.2020.
c) Skógræktin, kt. 590269-3449. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir almenningssalerni við tjásafnið í Mörkinni. Leyfi útgefið 17.9.2020.
710 Seyðisfjörður
d) Húsahótel ehf., kt. 510703-2510 Endurnýjað starfsleyfi fyrir veitingasölu að Norðurgötu 2, Leyfi útgefið 18.9.2020.
e) Seyðir ehf., kt. 690920-0770. Starfsleyfi fyrir veitingasölu í Skaftfelli, Austurvegi 42. Leyfi útgefið 30.9.2020.

735 Fjarðabyggð – Eskifjörður
f) Landsnet hf., kt. 580804-2410. Starfsleyfi fyrir 132 kV tengivirki að Dalbraut 4. Leyfi útgefið 30.9.2020.

740 Fjarðabyggð – Neskaupstaður
g) Olíuverzlun Íslands ehf., kt. 500269-3249. Endurnýjað starfsleyfi fyrir sölu á veitingum að Hafnarbraut 19. Leyfi útgefið 30.9.2020.

780-781 Höfn
h) Fjölnir Torfason, kt. 011052 2749. Endurnýjað starfsleyfi fyrir veitingasölu í Þórbergssetri að Hala í Suðursveit. Leyfi útgefið 2.9.2020.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu allra ofangreindra starfsleyfa.

 

2. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi

710 Seyðisfjörður
a) Seyðir ehf. kt. 690920-0770. Tóbakssöluleyfi í Skaftfelli, Austurvegi 42. Leyfi útgefið 30.9.2020.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgáfu tóbakssöluleyfisins

 

3. Málefni einstakra fyrirtækja / starfstöðva

3.1 Mjólkursamsalan á Egilsstöðum

Búnaður til að hreinsa fráveituvatn frá mjólkurstöðinni var settur upp í árslok 2019 og sýni var tekið fráveituvatni í sumar. Samkvæmt niðurstöðunum er magn fitu og svifagna nú innan marka starfsleyfis. Þrátt fyrir að styrkur COD í fráveituvatni hafi lækkað umtalsvert en hann samt enn yfir starfleyfismörkum. Í bréfi dags 18. september sl. kemur fram að fyrirtækið hafi fest kaup á búnaði til enn frekari síun á mysu og hann verði settur upp á næstu vikum.

Heilbrigðisnefnd fagnar þeim árangri sem náðst hefur í hreinsun fráveituvatns frá mjólkurstöðinni en bendir á að magn mengandi efna í frárennsli er þó enn yfir starfsleyfismörkum. Heilbrigðisnefnd leggur áherslu á að áform fyrirtækisins um frekari hreinsun gangi eftir. Samþykkt er að veita fyrirtækinu frest til 1. desember nk. til að ljúka úrbótum eða leggja fram tímasetta úrbótaáætlun.

 

4. Ársreikningur 2019

Fyrir liggur endurskoðaður ársreikningur frá KPMG, undirritaður af skoðunarmönnum HAUST.

Nefndarmenn samþykkja ársreikning með rafrænni undirskrift og vísa honum til endanlegrar afgreiðslu aðalfundar.

5. Gjaldskrá HAUST

Umræður um gjaldskrá nr. 22/2020 fyrir heilbrigðis-og mengunarvarnaeftirlit á Austurlandssvæði. Lagt er til að upphæðir gjaldskrá hækki í samræmi við orðalag í lífskjarasamningi og sýnatökugjald taki mið af gjaldskrám rannsóknarstofa.

Heilbrigðisnefnd samþykkir að vísa tillögu að gjaldskrárbreytingum til aðalfundar.

 

6. Fjárhagsáætlun 2021

Drög að fjárhagsáætlun vegna ársins 2021 lögð fram.

Samþykkt að vísa drögum að fjárhagsáætlun til afgreiðslu aðalfundar.


7. Vinna milli funda

Umsagnir um skipulagsmál

7.1 Umsögn um tillögu að deiliskipulagi fyrir útivistarsvæðið í Selskógi.
7.2 Umsögn um skipulagslýsingu fyrir skóla og íþróttasvæði á Höfn.
7.3 Umsögn um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Hornafjarðar 2012-2030. Í tengslum við gerð vatnsveitu á vatnsverndarsvæði í Össurárdal.

Aðrar umsagnir

7.4 Umsögn um fyrirhugaðar fráveituframkvæmdir á Djúpvogi

 

8. Önnur mál

8.1 Fyrirspurn frá aðgerðarstjórn sóttvarna á Austurlandi varðandi samstarf um framkvæmd sóttvarna í tengslum við Covid-19.

Heilbrigðisnefnd Austurlands tekur vel í erindið og felur framkvæmdastjóra að útfæra samstarfið nánar með aðgerðarstjórninni.

8.2 Aðalfundur Byggðasamlags um rekstur Heilbrigðiseftirlits Austurlands.

Aðalfundur HAUST fer fram á Borgarfirði þann 28.október nk. Rætt var um möguleika á því að halda fundinn í fjarfundabúnaði ef aðstæður krefjast þess.

8.3 Næsti fundur heilbrigðisnefndar er fyrirhugaður 8. desember nk.

 

Fundi slitið kl. 14:25

Fundargerðin færð í tölvu og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Fundargerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

 
Jón Björn Hákonarson
Davíð Þór Sigurðarson
Gunnhildur Imsland
Kristín Ágústsdóttir
Benedikt Jóhannsson
Lovísa Rósa Bjarnadóttir
Leifur Þorkelsson
Aðalheiður Borgþórsdóttir

 

pdfFundargerð á pdf

 

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search