Fundargerð 18. janúar 2006

59. / 28. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands
F
undurinn haldinn á Egilsstöðum 18. janúar 2006 kl. 11:00 Mætt:
Nefndarmenn: Ólafur Hr. Sigurðsson, Sigurður Ragnarsson, Björn Hafþór Guðmundsson, Árni Ragnarsson. Þorsteinn Steinsson og Björn Traustason sitja fundinn símleiðis. Benedikt Jóhannsson boðaði forföll og hans varamaður er erlendis.
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir og Árni J. Óðinsson
Gestir fundarins: Davíð Egilsson forstjóri Umhverfisstofnunar, Helgi Jensson forstöðumaður Ust., og Þorvaldur Jóhannsson frkvstj. SSA. Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í Umhverfisráðuneyti afboðaði

Ólafur, formaður heilbrigðisnefndar, setti fundinn og bauð gesti sérstaklega velkomna.

1. Framsal eftirlits frá Umhverfisstofnun til Heilbrigðiseftirlits Austurlands
HAUST hefur farið með eftirlit með fiskimjölsverksmiðjum og sorpförgunarstöðum skv. samningum við Hollustuvernd ríkisins, núverandi Umhverfisstofnunar frá árunum 1995 og 1998. Lengi hefur verið sóst eftir að fá framselt eftirlit með fleiri fyrirtækjaflokkum (t.d. fiskeldi, olíubirgðastöðvum, álveri) og ennfremur að fá framseld þvingunarúrræði með eftirlitinu, a.m.k. með sorpförgunarstöðum þar sem lagaheimildir eru fyrir hendi. SSA hefur ályktað um málið og m.a. fundað þar um í Umhverfisráðuneyti.

Málið var rætt ítarlega og sjónarmið Umhverfisstofnunar, HAUST og sveitarfélaga á Austurlandi rakin, auk þess sem rædd var afstaða Umhverfisráðuneytis.

Niðurstaða að svo komnu máli er eftirfarandi:
Sorpförgunarstaðir: Samningar framsals verði endurskoðað og þvingunarúrræði falin HAUST auk eftirlits. Auk þessa verði settar reglur um verklag aðila.
Fiskimjölsverksmiðjur: Samningar framsals verði endurskoðaðir á sömu forsendum og verið hefur. Verklagsreglur settar.
Fiskeldi - Umhverfisstofnun er reiðubúin að framselja hluta eftirlits með fiskeldisstöðvum, þó með þeim fyrirvara að Umhverfisráðuneyti sjái til þess að tekjumissi Ust verði mætt.
Olíubirgðastöðvar - Umhverfisstofnun telur sér ófært að framselja eftirlit með þessum fyrirtækjaflokki í ljósi þess að í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að það sé ekki vilji löggjafans að breyta til hvað þetta varðar.
Álver - framsal eftirlits kemur ekki til greina af hálfu Ust. en hugsanlega megi skipta framkvæmd eftirlits að einhverju leyti á seinni stigum.

Samþ. að HHr og ÓS ásamt DE og HJ vinni málið áfram í samræmi við niðurstöður hér að ofan eftir fund nefndarinnar.

Þorvaldur víkur af fundi.

2. Lög 33/2004 varnir gegn mengun sjávar. ÁJÓ gerir grein fyrir málinu og óöryggi HAUST um skilgreiningar og hvernig skuli fylgja þessum lögum. Fulltrúar Ust. kváðust myndu senda leiðbeiningar til heilbrigðiseftirlitssvæðanna. ÞS lagði áherslu á að mengunarvarnabúnaður hafna yrði styrktur áður en lengra yrði gengið í kröfum til fyrirtækja, en DE benti á að upplýsingar um fyrirtæki sem bráðamengun gæti stafað frá gætu stutt kröfur um góðan búnað.

3. Málefni einstakra fyrirtækja
a) Rarik - kyndistöð í Neskaupstað. ÁJÓ gerir grein fyrir málinu. Unnið er að úrbótum í kjölfar hávaðamengunar í nóvember í gangi en greinargerðir hafa ekki borist í samræmi kröfur HAUST. Gögn verða send fljótlega. Starfsemin er að mati HAUST starfsleyfisskyld, en RARIK ósammála. Heilbrigðisfulltrúar vinni málið áfram í samræmi við ákvæði hollustuháttalaga.
Árni J. Óðinsson yfirgefur fundinn.
b) Bechtel, Lunch Pod 1 á álverslóð. HHr gerir grein fyrir málinu. Skv. úttekt þann 17.1. er aðstaðan orðin í samræmi við fram lögð gögn og umsókn og starfsleyfi verður gefið út.
c) Impregilo, Þynningarsvæði í Glúmsstaðadalsá. Impregilo fékk leyfi fyrir stækkun þynningarsvæðis í Glúmsstaðadalsá við aðkomugöng 3 í Tungu. Ekki hefur verið staðið fyllilega við skilyrði sem sett voru. HHr greinir frá málinu.
Niðurstöður seinustu sýna úr ánni gefa til kynna að meira af svifögnum berist niður fyrir þynningarsvæðið en heimild er fyrir í leyfinu.
Frkvstj. falið að óska eftir fundi með Impregilo og ganga stíft eftir að staðið verði við skilyrði fyrir stækkun þynningarsvæðis, þ.m.t. að ástandskönnun árinnar verði framkvæmd í samræmi við fram settar kröfur.
d) Sorpsamlag Mið-Austurlands, Gámavöllur á Reyðarfirði. Aths. hafa endurtekið verið gerðar vegna umgengni á gámavellinum. Úrbætur hafa ekki verið fullnægjandi. Með bréfi dags 11.1.2006 var gerð krafa um að sótt yrði um breytingu á starfsleyfi eða send greinargerð um áform til úrbóta og áminningu hótað ella. Gögn eða andmæli hafa ekki borist. Frkvstj. falið að rita stjórn Sorpsamlagsins áminningu í samræmi við ákvæði hollustuháttalaga.
Í kjölfar samtala við forsvarmenn Gáma- og tækjaleigunnar hefur borist umsókn um leyfi vegna fyrirhugaðrar starfsemi á lóðinni og tilkynning um áform um byggingar og breytingu á starfseminni. Umsókn gáma og tækjaleigunnar verði meðhöndluð sem umsókn um nýtt starfsleyfi.

4. Bókuð útgefin starfsleyfi
690 Vopnafjarðarhreppur
a) Vopnafjarðarhreppur, kt. 710269-5569. Starfsleyfi vegna flugeldasýninga á gamlárskvöld og á þrettándanum árin 2005 til og með 2008 á Vopnafirði. Skotstaður er á Búðaröxl, nálægt brennustæði. Umsjónar og ábyrgðarmaður: Eyjólfur Sigurðsson, kt. 270156-5419. Leyfi útgefið 16.12.2005.
b) Gunnar Smári Guðmundsson, kt. 040854-5849. Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts haldið 21.1.2006 í félagsheimilinu Miklagarði. Starfsleyfi útgefið 6.1.2006.
720 Borgarfjörður
c) Björgunarsveitin Sveinungi, kt. 660988-1579. Tímabundið starfsleyfi vegna flugeldasýninga á Borgarfirði á gamlárskvöld árin 2005-2008. Ábyrgðarmaður: Jakob Sigurðsson, kt. 020859-4749. Skotstaður er innan við brennustæðið við Leirgróf, en þó tekið tillit til vindáttar. Leyfi útgefið 14.12.2005.
d) Jón Sigmar Sigmarsson, kt. 010471-5329, Desjarmýri, 720 Borgarfjörður. Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts dags. 21.1.2006. Haldið í félagsheimilinu Fjarðarborg Borgarfirði. Starfsleyfi útgefið 5.1.2006.
e) Kaupfélag Héraðsbúa, kt. 680169-6249, starfsleyfi vegna matvöruverslunar að Bakkaeyri, 720 Borgarfirði eystri. Um er að ræða matvöruverslun án vinnslu, auk sölu á snyrti- og efnavöru. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir verslun með matvæli sem og starfsleyfisskilyrðum fyrir verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni og verslun með snyrtivörur. Starfsleyfi útgefið 11.01.2006.
700-701 Fljótsdalshérað
f) DSD NOELL GmbH, kt. 620704-2610, Hvammseyri Fljótsdal. Starfsleyfi vegna starfsmannabúða fyrir allt að 52 starfsmenn á Hvammseyri í Fljótsdal. Starfsleyfið er útgefið 7.12.2005 og gildir meðan á starfsemi stendur, þó ekki lengur en til fjögurra ára.
g) Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980. Tímabundið starfsleyfi fyrir áramótabrennu 31.12.2005 við aðalbúðir Impregilo við Kárahnjúka, þ.e. sunnan íbúðasvæðis Impregilo, á milli vinnubúða Landsvirkjunar og geymslusvæðis fyrir gáma. Ábyrgðarmaður: Edgardo Fogli, kt. 270850-2359. Brennustjóri: Kristján G. Björnsson, kt. 300460-4299. Leyfi útgefið 20.12.2005.
h) Skógrækt ríkisins Hallormsstað, kt. 590269-4339. Tímabundið starfsleyfi fyrir áramótabrennur á Hallormsstað árin 2005-2008. Brennurnar eru staðsettar á Altavíkurkletti um 1,5 km innan við byggð á Hallormsstað. Ábyrgðarmaður: Þór Þorfinnsson, kt. 280559-5049. Leyfi útgefið 28.12.2005.
i) Slysavarnardeildin Jökull, kt. 441088-1089. Tímabundið starfsleyfi fyrir flugeldasýningar á Brúarási á Fljótsdalshéraði helgina fyrir þrettándann árin 2006-2009 Ábyrgðarmaður: Stefán Ólason, Merki, kt. 060558-3539. Leyfi útgefið 4.1.2006.
j) Sigurlaug Jónasdóttir, kt. 021055-3019. Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts Egilsstaða haldið 20.1.2006 í Íþróttamiðstöðinni Egilsstöðum. Starfsleyfi útgefið 5.1.2006.
k) Skúlí Björnsson, kt. 070456-0019. Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts Valla og Skóga haldið að Iðavöllum 3.2.2006. Starfsleyfið útgefið 11.1.2006.
l) Kaupfélag Héraðsbúa, kt. 680169-6249. Starfsleyfi vegna matvöruverslunar að Kaupvangi 6, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða matvöruverslun með vinnslu þ.e. brauðbakstur (bake-off), salatbar, kjötborð og grillun á kjúklingum, auk sölu á snyrti- og efnavöru. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir verslun með matvæli sem og starfsleyfisskilyrðum fyrir verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni og verslun með snyrtivörur. Starfsleyfi útgefið 11.1.2006.
m) Kaupfélag Héraðsbúa, kt. 680169-6249. Starfsleyfi vegna matvöruverslunar að Kaupvangi 4, 700 Egilsstaðir, Hraðbúð Esso. Um er að ræða matvöruverslun án vinnslu, auk sölu á snyrti- og efnavöru. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir verslun með matvæli sem og starfsleyfisskilyrðum fyrir verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni og verslun með snyrtivörur. Starfsleyfi útgefið 11.1.2006.
n) Kaupfélag Héraðsbúa, kt. 680169-6249. Starfsleyfi vegna veitingastaðar að Kaupvangi 4, 700 Egilsstaðir, Söluskáli KHB. Um er að ræða heimild til sölu á veitingum úr fullbúnu eldhúsi og veitingasal fyrir allt að 110 gesti, auk sjoppu með óvarin viðkvæm matvæli svo sem ís úr vél. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum veitingastaði og fyrir verslun með matvæli eftir því sem við á. Starfsleyfi útgefið 11.1.2006.
o) Vélaleiga Sigga Þór ehf., kt. 600779-0609, f.h. Miðás 31 Fasteignafélag ehf., kt. 700404-5870, Miðási 31, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir viðgerðaraðstöðu eigin véla að Miðási 31, Egilsstöðum. Starfleyfi er útgefið 12.01.2006.
p) Stefán Jóhannsson, kt. 190849-3259, Þrándarstöðum, 701 Egilsstaðir. Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts í Alþýðuskólanum á Eiðum, 11.2.2006. Starfsleyfi útgefið þann 17.1.2006.
q) Impregilo S.p.A., kt. 530203-2980. Tímabundið starfsleyfi fyrir flugeldasýningu 28. janúar 2006 í tilefni Nýársfagnaður Kínverja. Staðsetning er við aðalbúðir Impregilo á Laugarási við Kárahnjúka Ábyrgðarmenn: Jóhannes Rúnar Hjelm og Fatima Hoyes. Leyfi útgefið þann 17.1.2006.
701 Fljótsdalshreppur
r) Hákon Aðalsteinsson, kt. 130735-2319, Húsum, Fljótsdalshreppi, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir sölu á gistingu að Húsum í Fljótsdal, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða sölu á gistinu í tveim íbúðum fyrir 3-5 manns. Farið skal eftir starfsreglum fyrir gististaði. Starfsleyfi útgefið 12.1.2006.
s) Gunnar Jónsson, kt. 181148-3739, Egilsstöðum í Fljótsdalshreppi, 701 Egilsstaðir. F.h. þorrablótsnefndar tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts, 28.1.2006 í félagsheimilinu Végarði. Starfsleyfi útgefið 12.1.2006.
710 Seyðisfjörður
t) Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 560269-4559. Tímabundið starfsleyfi fyrir áramóta- og þrettándabrennur árin 2005-2008. Ábyrgðarmenn: Gunnlaugur Friðjónsson, kt. 221056-4779 og Guðjón Sigurðsson, kt. 300767-4279. Staðsetning brennu er við Helluhyl á Seyðisfirði rúmlega 400 m frá hesthúsum ofan bæjarins. Miðað er við leiðbeiningar um bálkesti og brennur frá des. 2000. Leyfi útgefið 13.12.2005.
u) Bragi Blumenstein, kt. 150560-2339, f.h. Þvottatækni ehf., kt. 570890-1239, Strandarvegur 21. Um er að ræða þvott á mjölpokum. Starfsleyfið er útgefið 16.12.2005.
v) Þóra Guðmundsdóttir, kt. 200553-7999, Ránargötu 9,710 Seyðisfirði. Tímabundið starfsleyfi vegna Þorrablóts dags. 21.1.2006 haldið í Félagsheimilinu Herðubreið Seyðisfirði. Starfsleyfið útgefið 5.1.2006.
730-740 Fjarðabyggð
w) Kaupfélag Héraðsbúa, kt. 680169-6249. Starfsleyfi vegna matvöruverslunar að Hafnarbraut 13, 740 Neskaupstaður Um er að ræða matvöruverslun með vinnslu þ.e. brauðbakstur (bake-off), salatbar og grillun á kjúklingum, auk sölu á snyrti- og efnavöru. Farið skal eftir starfsleyfisskilyrðum fyrir verslun með matvæli sem og starfsleyfisskilyrðum fyrir verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni og verslun með snyrtivörur. Starfsleyfi útgefið 30.11.2005.
x) Björgunarsveitin Gerpir, kt. 550709-0499. Tímabundið starfsleyfi fyrir flugeldasýningar á áramótum og á Neistaflugi í Neskaupstað árin 2005-2008. Ábyrgðarmaður og skotstjóri: Skúli G. Hjaltason, kt. 261053-5279. Staðsetning um áramót annað hvort á á Eyrarodda við ós Norðfjarðarár sunnan flugvallar eða á vegi austan snjóflóðagarða. Einungis er heimilt að nota annað svæðið. Staðsetning á Neistaflugi er við Dráttarbrautina í Neskaupstað. Leyfi útgefið 12.12.2005.
y) Birna Fahning Arnarsdóttir, kt. 111086-2229. Starfsleyfi fyrir aðstöðu til naglasnyrtingar að Búðareyri 16, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða naglasnyrtingu lítilsháttar. Farið skal eftir starfsreglum fyrir snyrtistofur. Starfsleyfi útgefið 19.12.2005.
z) Iceland Spa & Fitness ehf., kt. 650394-2919. Starfsleyfi fyrir líkamsræktarstöð að Heiðarvegi 10, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða tækjasal, þolfimisal og lítils háttar sölu á fæðubótarefnum. Búnings- og baðaðstaða er sameiginleg íþróttahúsi. Farið skal eftir starfsreglum fyrir íþróttahús og líkamsræktarstöðvar. Starfsleyfi útgefið 21.12.2005.
aa) E.S. Veitingar ehf., kt. 680404-4020. Starfsleyfi fyrir veitinga- og gististað í Egilsbúð, Egilsbraut 1, 740 Neskaupstað. Um er ræða veitingastað með fullbúnu eldhúsi. Veitingasalur er fyrir allt að 40 gesti og veislusalur fyrir allt að 400 gesti. Auk þess er heimilt að selja út veisluþjónustu. Þér er heimild til sölu á gistingu fyrir allt að 9 gesti í 5 herbergjum. Skv. reglugerð um veitinga- og gististaði uppfyllir gistingin kröfur til gistiheimila. Starfsleyfi útgefið 19.12.2005
bb) Björgunarsveitin Brimrún, kt. 710186-1389, Strandgötu 11, 735 Eskifirði. Tímabundið starfsleyfi fyrir flugeldasýningar á gamlárskvöld árin 2005-2008 á Eskifirði. Umsjónar og ábyrgðarmaður: Bjarni Freyr Guðmundsson, kt. 060673-5199. Skotstaður er frá svokölluðum Krók fyrir botni Eskifjarðar og áætlaður tími sýningar er milli kl 21:00 og 21:30 að kvöldi gamlársdags. Leyfi útgefið 28.12.2005.
cc) Lyfja hf., kt. 531095-2279. Starfsleyfi/endurnýjun vegna lyfjaútibús Lyfju hf. að Miðstræti 4, 740 Eskifjörður. Um er að ræða sölu á innpökkuðum matvörum, sælgæti, fæðubótarefnum, eiturefnum, efnavöru og snyrtivörum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir söluskála A og starfsleyfisskilyrðum fyrir verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni og verslun með snyrtivörur. Starfsleyfi útgefið 5.1.2006.
dd) ESS Support Services ehf., kt. 670504-3520. Starfsleyfi fyrir starfsmannabúðir í starfsmannaþorpi álvers á Haga á Reyðarfirði. Um er að ræða leyfi fyrir 51 svefnskála sem hver um sig hýsir að hámarki 30 íbúa, þ.e. samtals allt að 1530 manns. Miðað er við starfsreglur fyrir starfsmannabúðir. Starfsleyfi útgefið 7.1.2006.
ee) Sveinn Einarsson, kt. 110152-4599, f.h. HAKI ehf., kt. 410363-0119. Starfsleyfi fyrir steypuframleiðslu og aðstöðu til viðgerða eigin vinnuvéla, Naustahvammi 56, 740 Fjarðabyggð. Starfsleyfið er útgefið 11.01.2006.
750 Austurbyggð-Búðir
ff) Björgunarsveitin Geisli, kt. 471188-2559, fær leyfi fyrir flugeldasýningu á gamlárskvöld 2005. Sýningin hefst um kl. 21:00 og varir í u. þ. b. 1/2 til 1 klst. Skotstaður er Bæjarbryggjan á Fáskrúðsfirði. Gildistími: 31.12.2005. Ábyrgðarmaður: Steinar Grétarsson, kt. 210578-5449.
755 Austurbyggð-Stöðvarfjörður
gg) Austurbyggð, kt. 501003-2120. Tímabundið starfsleyfi vegna áramótabrennu á Stöðvarfirði. Staðsetning: Á hæð utan við þorpið þar sem áður voru skreiðarhjallar. Ábyrgðarmaður: Björgólfur Jónsson. Óheimilt er að brenna gagnfúavarið timbur, plast- og gúmmíefni, svo sem plastkassa, fiskikör, netaafskurð, bíldekk og spilliefni. Leyfið gildir á tímabilinu 31. desember 2005 til 6. janúar 2006.
760 Breiðdalsvík
hh) Ingólfur Finnsson, kt. 120767-4109, f.h. Björgunarsveitarinnar Einingar, Breiðdalsvík fær leyfi fyrir flugeldasýningu á gamlárskvöld 2005. Sýningin hefst um kl. 21,00 og varir í u. þ. b. 1/2 til 1 klst. Skotstaður er í Þórðarhvammi, nálægt gamla brennsluofni. Skv. fyrirliggjandi gögnum er ábyrgðarmaður Árni Björn Guðmundarson, kt. .020977-5159. Gildistími 31.12. 2005.
ii) Margret Bekemeier, kt.151248-2099, og Horst Müller, kt. 310148-2029, fá starfsleyfi vegna fyrirtækisins Café Margret, Þverhamri, 760 Breiðdalsvík. Kennitala fyrirtækis: 531200-2250. Um er að ræða kaffihús sem einnig selur tilbúna rétti og gistihús með 3 tveggja manna herbergjum með snyrtingu. Farið skal eftir starfsreglum fyrir veitingahús og gistihús frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Útgáfudagur starfsleyfis 25.11.2005.
765 Djúpivogur
jj) Djúpavogshreppur, kt. 570992-2799, fær leyfi fyrir flugeldasýningu á gamlárskvöld 2005. Sýningin hefst um kl. 21:00 og varir í u. þ. b. 1/2 til 1 klst. Skotstaður: Rakkaberg. Ábyrgðarmaður er Reynir Arnórsson, Hlíð 13, Djúpavogi.
kk) Anna Antoníusdóttir, kt. 020943-3359, og Ólafur Eggertsson, kt. 081143-2189, fá starfsleyfi vegna fyrirtækisins Farfuglaheimilið Berunesi, Berunesi I, Djúpavogshreppi. Kennitala fyrirtækis: 081143-2189. Um er að ræða gistiheimili fyrir 16 gesti í 6 herbergjum. Að auki 3 smáhýsi fyrir allt að 12 gesti. Farið skal eftir starfsreglum fyrir gistiheimili frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Útgáfudagur leyfis er 1.12.2005 gildistími 4 ár.
ll) Ásgeir Ásgeirsson, kt. 150166-4899, fær starfsleyfi vegna fyrirtækisins Freyja, lakkrísgerð Kerhömrum, 765 Djúpivogur. Kennitala 450100-2340. Um er að ræða matvælafyrirtæki, sem framleiðir ýmis konar lakkrís, m.a. hjúpaðan með súkkulaði, og pakkar afurðunum. Farið skal eftir starfsreglum fyrir matvælafyrirtæki frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Útgáfudagur leyfis er 1.12.2005 gildistími 4 ár.
780 Hornafjörður
mm) Ólafur Sigurðsson, kt. 030254-2369, f.h. Félagsbúsins Svínafelli I, kt. 560390-5219, Svínafelli 785 Öræfum. Starfsleyfi fyrir vatnsveitu sem þjónar m.a. mjólkurbúi og gistiskálum. Starfleyfið er útgefið 19.12.2005.
nn) Gunnar Pálmi Pétursson, kt.310559-7099, f.h. Bílaverkstæði Gunnars Pálma ehf., kt. 530597-2029, Bugðuleiru 6, 780 Höfn. Starfsleyfi fyrir almennar bifreiðaviðgerðir, réttingar og sprautun bifreiða. Starfsleyfið er útgefið 20.12.2005.
oo) Björgunarfélag Hornafjarðar, kt. 640485-0439. Tímabundið starfsleyfi fyrir flugeldasýningar á Höfn í Hornafirði að kveldi gamlársdags árin 2005-2008. Ábyrgðarmaður og skotstjóri: Guðmundur Magnússon, kt. 161156-3459. Skotið er frá túni í um 300 m fjarlægð frá brennu um kl. 21:00. Leyfi útgefið 20.12.2005.
pp) Olíuverslun Íslands hf., kt. 500269-3249. Starfsleyfi fyrir bensínstöð að Hafnarbraut 45, 780 Höfn. Um er að ræða heimild fyrir hefðbundinni bensínstöð þar sem olía er seld beint til notenda og sölu á tilheyrandi olíu- og efnavöru. Miðað er við almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi sbr. auglýsing nr. 582/2000 og starfsreglur Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir bensínstöðvar frá 2002. Starfsleyfi útgefið 21.12.2005.
qq) Olíuverslun Íslands hf., kt. 500269-3249. Starfsleyfi fyrir söluskála og verslun að Hafnarbraut 45, 780 Höfn. Miðað er við viðmiðunarreglur fyrir söluskála C, verslun með matvæli, hættuleg / lyktarsterk efni og/eða aðrar óskyldar vörur og verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni og verslun með snyrtivörur. Starfsleyfi útgefið 21.12.2005.

5. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
700-701 Fljótsdalshérað
a) Kaupfélag Héraðsbúa, kt. 680169-6249. Leyfi til smásölu á tóbaki í Hraðbúð Esso, Kaupvangi 4, 700 Egilsstaðir. Ábyrgðarmaður: Gunnlaugur Axelsson, kt. 290469-3419. Leyfi endurnýjað 11.1.2006.
b) Kaupfélag Héraðsbúa, kt. 680169-6249. Leyfi til smásölu á tóbaki í versluninni Samkaup-Úrval, Kaupvangi 6, 700 Egilsstaðir. Ábyrgðarmaður: Sólveig Pálsdóttir, kt. 250268-3519. Leyfi endurnýjað 11.1.2006.
c) Kaupfélag Héraðsbúa, kt. 680169-6249. Leyfi til smásölu á tóbaki í Söluskála KHB, Kaupvangi 4, 700 Egilsstaðir. Ábyrgðarmaður: Svanhildur Hlöðversdóttir, kt. 050472-5079. Leyfi endurnýjað 11.1.2006.
720 Borgarfjörður
d) Kaupfélag Héraðsbúa, kt. 680169-6249. Leyfi til smásölu á tóbaki í verslun KHB, Bakkaeyri, 720 Borgarfjörður. Ábyrgðarmaður: Sigurlína M. Kristjánsdóttir, kt. 150569-3629. Leyfi endurnýjað 11.1.2006
730-740 Fjarðabyggð
e) E.S. Veitingar ehf., kt. 680404-4020. Leyfi til til að selja tóbak í smásölu í Egilsbúð, Egilsbraut 1, 740 Neskaupstaður. Ábyrgðarmaður: Sverrir Ágústsson, kt. 010570-4419. Leyfi útgefið 19.12.2005.
780-781 Hornafjörður
f) Hafnarbúðin sf., kt. 420991-1189. Leyfi til til að selja tóbak í smásölu í Hafnarbúðinni, Ránarslóð 2, 780 Höfn. Ábyrgðarmaður: Ingibjörg Ólafsdóttir, kt. 091256-5689. Leyfi útgefið 1.12.2005.

6. Bráðabirgðauppgjör eftirlits árið 2005
a) Fjöldi eftirlitsferða Ath. mismunur á fjölda áætlaðra eftirlitsferða og ferða í reglubundið eftirlit skýrast af því að áætlað var að fara í allmargar litlar vatnsveitur og þær ferðir hafa verið skrásettar sem úttektarferðir, enda um ný fyrirtæki að ræða. Fjöldi kvartana sem leiddu til eftirlitsferða í starfsleyfisskyld fyrirtæki og áttu við rök að styðjast voru 11 talsins, en auk þeirra voru kvartanir ótengdar fyrirtækjum

eftirlitsferdir2005

b) Sýnatökur - bráðabirgðauppgjör
Sýnatökur 2005
Heildarfjöldi sýna á árinu 2005 er skv. þessu um 350, þar af neysluvatnssýni 179 alls.


7. Eftirlits- og sýnatökuáætlanir fyrir árið 2006
Lagðar fram til kynningar eftirfarandi áætlanir, sem unnar hafa verið af starfsmönnum HAUST:
a) Eftirlitsáætlun - þ.e. tímarammar fyrir eftirlit fyrirtækjaflokka
b) Sýnatökuáætlun fyrir neysluvatn og matvæli
c) Sýnatökuáætlun fyrir baðvatn
d) Sýnatökuáætlun fyrir fráveituvatn o.fl.
Heilbrigðisnefnd gerir ekki aths. við fram lagðar áætlanir.

8. Ákvörðun um næstu fundi heilbrigðisnefndar
Tillaga um
8. mars símfundur
26. apríl snertifundur - með ferðalagi???
8. júní símfundur

9. Önnur mál
a) Ákveðið að kaupa góða fundasíma

Fundi slitið kl. 12:15

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hr. og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Ólafur Hr. Sigurðsson
Björn Hafþór Guðmundsson
Árni Ragnarsson
Björn Emil Traustason
Sigurður Ragnarsson
Þorsteinn Steinsson
Helga Hreinsdóttir
Árni Jóhann Óðinsson

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search