Fundargerð 7. október 2003

41. / 10. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Fundurinn var haldinn símleiðis 7. október 2003 kl. 18:00
  1. Impregilo, staða og framhald mála
  2. Næsti fundur heilbrigðisnefndar

Mætt:
Nefndarmenn: Ólafur Sigurðsson, Egill Jónasson, Benedikt Jóhannsson, Björn Hafþór Guðmundsson, Sigurður Ragnarsson og Þorsteinn Steinsson
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir

Formaður setti fund og bauð menn velkomna.

1. Impregilo, staða og framhald mála

Í samræmi við bókun á seinasta fundi heilbrigðisnefndar fór heilbrigðisfulltrúi í eftirlit á Adit 2, Axará, þriðjudaginn 30.9. með það í huga að framfylgja bókun og loka mötuneytinu, enda hafði kröfum skv. áminningu og frestum ekki verið sinnt.

Að ósk Landsvirkjunar var fundað með eftirfarandi fulltrúum Landsvirkjunar, VIJV og Impregilo í vinnubúðum Landsvirkjunar í Laugavalladal:

F.h. Landsvirkjunar: Kristján Kristinson,
f.h. VIJV: John Parry, Harald B. Alfreðsson, Þorgrímur Árnason
f.h. Impregilo: Leó Sigurðsson, L. Cicogna, G. Matta og R. Graham.

Eftir ströng fundarhöld og greinargerðir um ástand og ferli mála óskuðu fulltrúar Impregilo eftir fresti til sunnudags vegna vinnubúðasvæðis í Ad. 2. Að höfðu samráði við formann og varaformann heilbrigðisnefndar á símafundi var frkvstj. heimilað að ganga frá slíkum fresti að fenginni skriflegri yfirlýsingu frá viðstöddum yfirmönnum Impregilo um eftirfarandi:

Frestur vegna Adit 2, Axará, veittur til sunnudags, frestir vegna Ad. 1 og Main Camp verði skv. bókun í fundargerð og einnig skrifleg fyrirheit um meira samráð og reglulega samstarfsfundi á næstu mánuðum.

Að þessu var gengið.

Yfirlit vinnunnar frá því að ofangreint samkomulag var gert og svo framhald mála:
a) Sl. föstudag mættu á Reyðarfjörð til fyrsta samráðsfundar ofangreindir aðrir en J. Parry, en einnig mætti formaður heilbrigðisnefndar. Á þeim fundi var farið yfir æskilegt vinnulag milli HAUST og verktaka, ákveðin mál kynnt og lagður var fram listi yfir gögn og teikningar sem HAUST þarf að fá frá Impregilo til umsagnar áður en ráðist er í farmkvæmdir. Starfsmenn Impregilo gerðu grein fyrir ástandi og næstu verkum og hétu að leggja fram umbeðin gögn.

b) Eftirlitsferð í Ad. 2 í gær, mánudag: Mikið hefur áunnist, þó enn vantar herslumun, þannig var einungis búið að mála eina umferð í matvælageymslum og ekki búið að ljúka við frágang í innkomu við ræstikompu og salerni starfsmanna mötuneytis. Rotþró hafði verið stækkuð og verið var að ganga frá jarðvegi yfir siturlagnir. Ekki búið að ljúka við ræstiaðstöðu í svefnskálum. Í ljósi þess hve miklu er lokið og að enn var við skoðun unnið af fullum krafti er heilbrigðisfulltrúa falið að fara enn einu sinni í eftirlitsferð á Ad. 2 um leið of eftirfylgniferð verður farin vegna Ad. 1. sbr. bókun síðasta fundar. Ætlast er til að unnið verði áfram af sama hraða og undanfarna daga í að fullklára öll verk sem út af standa.

c) Á morgun, miðvikudag, verður fundur með fulltrúa frá Impregilo vegna teikninga.

d) Næsti samráðsfundur aðila hefur verið ákveðinn þann 20.10.2003 á Reyðarfirði.

Heilbrigðisnefnd vonar að samráðsfundir og aukin samskipti hafi í för með sér úrbætur og vinnulag í samræmi við reglugerðir og starfsleyfisskilyrði, en gerir kröfur um að staðið verði við gefna fresti skv. bókun 40. fundargerðar og yfirlýsingu Impregilo frá 30.10. sl.

2. Næsti fundur heilbrigðisnefndar verður 16.10. á Egilsstöðum kl. 14:00. Frkvstj. falið að boða aðalfund á Vopnafirði þann 30.10. nk.

Önnur mál, engin og fundi slitið kl. 18:30

Ólafur H. Sigurðsson
Egill Jónasson
Björn Hafþór Guðmundsson
Benedikt Jóhannsson
Sigurður Ragnarsson
Þorsteinn Steinsson
Helga Hreinsdóttir, frkvstj.

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search