Fundargerð 29. september 2003

40. / 9. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Fundurinn var haldinn símleiðis 29. september 2003 kl. 18:00
  1. Staðan í málefnum Impregilo S.p.A. á Kárahnjúkasvæði.
  2. Önnur mál

Mætt:
Nefndarmenn: Ólafur Sigurðsson, Egill Jónasson, Benedikt Jóhannsson, Árni Ragnarsson, Björn Hafþór Guðmundsson, Sigurður Ragnarsson og Þorsteinn Steinsson
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir og Árni Jóhann Óðinsson

Fundurinn var boðaður símleiðis með stuttum fyrirvara og aðeins eitt mál á dagskrá:

Formaður ber upp hvort nefndarmenn geri aths. við stuttan frest á fundarboði, en enginn hreyfði andmælum.

1. Staðan í málefnum Impregilo S.p.A. á Kárahnjúkasvæði.
Helga fer yfir stöðuna:

Adit 1 - Teigsbjarg
Starfsleyfi útgefið 4.8.2003 með kröfu um að innan mánaðar skuli fráveitukerfi stækkað um helming og öðrum kröfum í bréfi og eftirlitsskýrslu lokið innan tveggja mánaða.

  • Vatnsveita er ótrygg. Vatn er nú tekið út lind og frágangur óþekktur, frágangur við frostvörn á vatnstanki óviðunnandi, enda kemst leysingarvatn að mannopi.
  • Mötuneyti og svefnskálar: Unnið er að úrbótum. Tengibyggingar milli klúbbhúss og mötuneytis annars vegar og milli mötuneytis og matvælagáma hins vegar eru að rísa. Íslenskur verktaki hefur verið fenginn til verksins.
  • Fráveita. Í starfsleyfi er ákvæði um að fyrir 4.9.2003 átti að vera búið að stækka rotþróakerfi aðstöðunnar. Því er ekki lokið.

Adit 2 - Axará
Sótt var um starfsleyfi 2.7.2003. Fyrirtækinu var tilkynnt um að ekki þætti tímabært að gefa út starfsleyfi fyrr en fyrir lægju upplýsingar og tímasettar áætlanir um neysluvatnsöflun og fullnægjandi fráveitu á svæðinu.

  • Vatnsveita - staðan er ekki ljós á þessum tímapunkti.
  • Mötuneyti og svefnskálar. Til stendur að þegar verktakar við Ad. 1 eru búnir þar, þá fari þeir í samskonar vinnu á Ad. 2.
  • Fráveita. 16.9. var gerð aths. við undirbyggingu fyrir stækkun rotþróakerfis, jarðvegur allt of þéttur. Ekki er vitað hvort eftir þessu var farið eða hvort stækkun kerfis hefur verið lokið.

Main Camp - vatnsveita.
Ekki hefur verið sótt um starfsleyfi fyrir vatnsveituna né gögn um vatnsverndarsvæði eða innra eftirlit lögð fram. 10 daga frestur til að sækja um starfsleyfi fyrir vatnsveituna rann út 25.9. án þess að gögn hafi borist. Sýni tekið 16.9. var ekki í lagi, þrátt fyrir að um borholuvatn sé að ræða og UV-geislun.

Main Camp - starfsmannabúðir og mötuneyti
Starfsleyfi gefið út 26.7.2003 fyrir 100 manns í fimm svefnskálum með mötuneyti og fráveitu. Skv. upplýsingum í eftirlitsferðum 9.-11.9. eru mun fleiri, eða allt að 300 manns á svæðinu og í mat í mötuneytinu. Sótt hefur verið um starfsleyfi fyrir aðstöðu fyrir 724 en gögn hafa ekki verið fullnægjandi til að byggja umsagnir á.

  • Aðstaða matþega var við síðustu skoðun enn ekki orðin ásættanleg. Handlaugar vantaði og fjöldi ferðasalerna ónógur.
  • Fráveita hefur verið stækkuð en skólpvatn rennur ofanjarðar. Skv. teikningum að fráveitukerfi sem bárust í dag er siturlagnakerfið ekki ásættanlegt og ekki unnið í samræmi við leiðbeiningar Ust og/eða HAUST.

Sorpmál
Úrbætur í sorpmálum ganga hægt. Frestir hafa í tvígang verið veittir: þann 12.8. tveggja vikna frestur og þann 3.9. tíu daga frestur.
Þann 16.9. var greinileg framför, en ástandið enn ekki komi í það horf sem fyrirtækið sjálft lagði til á fundi 12.8.

Almennt vinnulag:
Erfitt er að fá viðunandi gögn frá fyrirtækinu. Teikningar að því sem fyrirhugað er að reisa (skóli, mötuneyti, viðgerðarverkstæði, skólphreinsistöð o.s.frv.) eru ekki fullnægjandi, þannig að unnt sé að veita umsagnir áður en ráðist er í framkvæmdir.

Afgreiðsla heilbrigðisnefndar:

Fyrirtækinu er hér með veitt formleg áminning skv. lögum nr. 7/1998, enda hafa frestir um úrbætur í samræmi við lög og reglugerðir endurtekið verið vanvirtir, m.a.s. frestir sem fyrirtækið hefur sjálft óskað eftir. Þetta er gert til að knýja á um betri samvinnu og að umsóknir með fullnægjandi gögnum verði send embættinu tímanlega.

Heilbrigðisfulltrúa falið að loka mötuneyti að Adit 2, Axará með innsigli á morgun, þriðjudag og opna það ekki aftur fyrr en búið er að lagfæra ástandið þannig að vatnsveita, mötuneyti, svefnskálar, fráveita og meðferð sorps uppfylli skilyrði laga og reglugerða og þess að unnt sé að gefa út starfsleyfi vegna starfseminnar.

Heilbrigðisfulltrúa falið að gefa fyrirtækinu enn 10 daga frest til að ljúka öllum kröfum um úrbætur á Adit 1, Teigsbjargi , sbr. bréf 23.9. og 25.9. þannig að vatnsveita, mötuneyti, svefnskálar, fráveita og meðferð sorps uppfylli skilyrði laga og reglugerða. Heilbrigðisfulltrúa uppálagt að loka mötuneytinu á Ad.1 með innsigli þann 11.10.2003 ef ekki verður búið að uppfylla allar kröfur.

Á Main Camp er fyrirtækinu gert að lagfæra frágang siturlagna frá rotþróm innan tveggja vikna. Leggja skal fram teikningu að nýjum frágangi senda þær HAUST til samþykktar áður en ráðist er í endurbætur. Innan tveggja vikna skal fyrirtækið ennfremur hafa lagt fram umsókn og fullnægjandi gögn um vatnsvernd og innra eftirlit í vatnsveitunni sem tryggja ásættanleg gæði vatnsins. Heilbrigðisfulltrúa falið að loka mötuneytinu á Main Camp með innsigli þann 15.10.2003 ef fyrirtækið hefur ekki lagt fram og framkvæmt ofangreinda hluti og komið öðrum þáttum rekstrar á staðnum í það horf að vatnsveita, mötuneyti, svefnskálar, fráveita og meðferð sorps uppfylli skilyrði laga og reglugerða.

2. Önnur mál
Helga greindi frá því að Sigrún Hallgrímsdóttir, sem verður formlega ráðin sem heilbrigðisfulltrúi á Hornafjarðarsvæðinu frá 1.1.2004 er til í að taka að sér lítils háttar pappírsvinnu fyrir embættið. Heilbrigðisnefnd samþykkir að henni verði greidd sú vinna skv. tímareikningi.

Fundi slitið 18:30

Ólafur H. Sigurðsson
Egill Jónasson
Björn Hafþór Guðmundsson
Benedikt Jóhannsson
Sigurður Ragnarsson
Þorsteinn Steinsson
Árni Ragnarsson
Árni J. Óðinsson, heilbrfulltr.
Helga Hreinsdóttir, frkvstj.

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search