Fundargerð 9 september 2003

38. / 7. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Fundurinn var haldinn símleiðis 9. september 2003
kl. 14:00 í fundarsal Hótels Héraðs á Egilsstöðum
Mætt:
Nefndarmenn: Ólafur Sigurðsson, Egill Jónasson, Benedikt Jóhannsson, Árni Ragnarsson, Ásmundur Þórarinsson, Björn Hafþór Guðmundsson og Þorstein Steinsson.
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir, Hákon Hansson og Árni Jóhann Óðinsson

Fundurinn var boðaður símleiðis með stuttum fyrirvara og aðeins eitt mál á dagskrá:

Staðan í mötuneytum Impregilo S.p.A. á Kárahnjúkasvæði.
Helga og Árni fóru fyrr í dag í eftirfylgniferð í 3 mötuneyti af fjórum, sem Impregilo rekur á Kárahnjúkasvæði.

Til upprifjunar bókun af seinasta fundi nefndarinnar:
“Nefndin vill að tekið verði á undanþágumálum af fullri alvöru, stuttir frestir til lagfæringa verði gefnir og reglum framfylgt. Frkvstj. falið að hefja áminningarferli og beita þvingunarúrræðum skv. hollustuháttareglugerð nr. 7/1998, ef ástandið breytist ekki til rétts vegar”.

ADIT 1 - Teigsbjarg:
Starfsleyfi gefið út þann 4.8.2003 fyrir starfsmannabústaði fyrir allt að 128manns, mötuneyti fyrir íbúana og vatnsveitu sem þjónar starfseminni. Einnig bráðabirgðaleyfi fyrir fráveitu sem þjónar starfseminni. Í starfsleyfinu var vísað til krafna í eftirlitsskýrslu og meðf. bréfi.

Þann 18.8.2003 lagði fyrirtækið fram tímasettar áætlanir um úrbætur á aðstöðunni. Um er að ræða 9 liði og átti öllum liðum að vera lokið þann 6.9.2003. Við skoðun í dag var 3 af þessum 9 þáttum lokið.

Ákvörðun heilbrigðisnefndar: Fyrirtækinu veitt formleg áminning og 10 daga frestur til að koma starfsemi mötuneytisins í það horf sem matvælareglugerð nr. 552/1994 m.s.br. gerir kröfur um. Þetta á við um alla aðstöðu í eldhúsi sem og verklag í mötuneytinu, aðstöðu starfsmanna í eldhúsi, matvælageymslur og fráveitumál starfsmannabústaðanna.

ADIT 2 - Axará:
Sótt var um starfsleyfi þann 2.7. Þann 4.8. var tilkynnt að ekki þætti tímabært að gefa út starfsleyfi fyrr en fyrir lægju upplýsingar og tímasettar áætlanir um neysluvatnsöflun og fullnægjandi fráveitu frá svæðinu.

Þann 18.8.2003 lagði fyrirtækið fram tímasettar áætlanir um úrbætur á aðstöðunni. Um er að ræða 9 liði sem átti öllum að vera lokið þann 6.9.2003. Við skoðun var 5 liðum að fullu lokið og 2 til viðbótar langt komnir en ekki lokið.

Breytingar sem hafa verið gerðar hafa haft í för með sér breytingu á matvælageymslum til hins verra. Ennfremur var við skoðun um að ræða mjög ámælisverða meðhöndlun matvæla að í rými sem alls ekki fullnægir kröfum þar um.

Ákvörðun heilbrigðisnefndar: Fyrirtækinu veitt formleg áminning og 10 daga frestur til að koma starfsemi mötuneytisins í það horf sem matvælareglugerð nr. 522/1994 m.s.br. gerir kröfur um. Þetta á við um alla aðstöðu í eldhúsi sem og verklag í mötuneytinu, aðstöðu starfsmanna í eldhúsi, matvælageymslur og fráveitumál starfsmannabústaðanna.

Main Camp - Laugarás:
Starfsleyfi var gefið út 26.7.2003 fyrir vinnubúðir fyrir allt að 100 manns í fimm skálum, mötuneyti fyrir íbúa og fráveitu sem þjónar aðstöðunni Leyfi var veitt með kröfum í meðfylgjandi bréfi og eftirlitsskýrslu.

Þann 18.8.2003 lagði fyrirtækið fram tímasettar áætlanir um úrbætur á aðstöðunni. Um er að ræða áformum um úrbætur í 10 liðum. Af 9 liðum sem átti að vera lokið í seinasta lagi 6.9. var 3 lokið.

Ennfremur höfðu án fyrirfram samráðs við HAUST verið gerðar breytingar á þann veg að nýjum matsal var bætt við og fyrri matsal breytt í matvælavinnslu, matvælageymslu og kaffistofu starfsmanna í eldhúsi. Í aðstöðuna skortir margt til að skilyrði matvælareglugerðar séu uppfyllt. Ennfremur var við skoðun um að ræða mjög ámælisverða meðhöndlun og geymslu matvæla að í rými sem ekki fullnægir kröfum þar um. Í aðstöðunni er nú matreitt fyrir allt að 290 manns. Það er mat heilbrigðisfulltrúa að hér sé um óásættanlega meðferð matvæla að ræða í óásættanlegri aðstöðu.

Heilbrigðisnefnd felur starfsmönnum að loka eldhúsinu með innsigli strax á morgun nema umtalsverðar úrbætur hafi verið gerðar bæði á vinnulagi og aðbúnaði þannig að skilyrði matvælareglugerðar nr. 522/1994 m.s.br. séu uppfyllt.

Fundi slitið kl. 21:05

Fundargerðin færð í tölvu af Helga Hreinsdóttir og send fundarmönnum í tölvupósti og/eða á símbréfi til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Ólafur H. Sigurðsson
Egill Jónasson
Björn Hafþór Guðmundsson
Benedikt Jóhannsson
Ásmundur Þórarinsson
Þorsteinn Steinsson
Árni Ragnarsson
Árni J. Óðinsson, heilbrfulltr.
Helga Hreinsdóttir
Hákon Hansson , heilbrfulltr.

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search