Fundargerð 13.8.2003

37. / 6. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis 13.8.2003 kl. 9:00


  1. Málefni einstakra fyrirtækja
  2. Heilbrigðiseftirlit á vikjanasvæði norðan Jökuls
  3. Bókuð útgefin starfsleyfi
  4. Tóbakssöluleyfi
  5. Úrskurður í máli Trölla ehf. gegn Heilbrigðiseftirliti Austurlands
  6. Tilkynningar um olíuslys
  7. Starfsmannamál
  8. Bréfaskipti við Umhverfisstofnun
  9. Næsti fundur
  10. Önnur mál

Mætt:
Nefndarmenn: Ólafur Sigurðsson, Egill Jónasson, Björn Hafþór Guðmundsson, Benedikt Jóhannsson og Árni Ragnarsson, Ásmundur Þórarinsson (sem varamaður fyrir Guðmund Sveinsson) og Anna María Sveinsdóttir (sem varamaður fyrir Þorstein Steinsson, en Tryggvi Harðarson var ekki viðlátinn).
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir og Hákon Hansson

1. Málefni einstakra fyrirtækja
a) Bakki ehf. kt. 560702-2560/Þórarinn Hávarðsson. Sótt er um starfsleyfi fyrir sælgætissölu í þjónustuhúsi við tjaldsvæðið á Reyðarfirði. Ekki er um að ræða sérstaka salernisaðstöðu fyrir starfsfólk og gert er ráð fyrir að ræstiáhöld og tæki fyrir tjaldstæðið og sælgætissöluna verði geymd í Shellskálanum á Reyðarfirði. Heilbrigðisnefnd samþykkir að starfsleyfi verði gefið út til loka sumars miðað við starfsreglur um söluskála A, innpakkað sælgæti eingöngu. Fyrir næsta sumar verði búið að koma upp sérstakri ræstiaðstöðu í samræmi við matvælareglugerð nr. 552/1994 fyrir aðstöðuna og tjaldsvæðið.

b) Malarvinnslan, malbikunarstöð. Heilbrigðisnefnd hefur veitt bráðabirgðaleyfi fyrir stöðina til 1.9.2003 með kröfu um að ryk í útblæstri verði mælt í sumar. Nú hafa þessar mælingar verið gerðar. Meðalmagn ryks mældist yfir mörkum í starfsleyfi og kvartanir hafa borist vegna rykmengunar, þegar stöðin hefur verið í vinnslu. Heilbrigðisnefnd ákveður að starfsleyfi malbikunarstöðvarinnar verði ekki endurnýjað að óbreyttum forsendum. Fyrirtækinu verði gert að sækja um nýtt starfsleyfi og leggja fram gögn í samræmi við reglugerð 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun. 

2. Heilbrigðiseftirlit á virkjanasvæði norðan Jökuls.
Mikil vinna er í kringum starfsemina á virkjanasvæðinu og þrátt fyrir að ítarlega hafi verið unnið með verktökum, bæði innlendum og erlendum sem og Landsvirkjun til að kynna aðkomu og hlutverk HAUST gengur illa að fá umsóknir um starfsleyfi og gögn áður en starfsemi hefst. Í langflestum tilfellum er starfsemi hafin áður en sótt er um leyfi, en það hefur leitt til útgáfu leyfa með skilyrðum og kröfum um úrbætur. Kvartanir og ábendingar berast um yfirmönnun í starfsmannabústaði, vinnuskúra og viðbætur við húsnæði sem fer þá jafnvel fram úr hreinsigetu fráveitukerfa o.þ.h.

· Impregilo S.p.A. Iceland Branch, kt. 530203-2980, Lagarás 4, 700 Egilsstaðir hefur sótt um starfsleyfi fyrir mötuneyti og starfmannaaðstöðu við Adit 2, Axará, fyrir allt að 122 einstaklinga. Starfsleyfisútgáfu hefur verið frestað og óskað eftir greinargerð um úrbætur á neysluvatnsöflun og fráveitu í samræmi við stærð búðanna.

· Sótt hefur verið um undanþágur, þannig að tveir starfsmenn gisti í herbergjum tímabundið á meðan á byggingu svefnaðstöðu stendur. Um er að ræða mismörg herbergi í nokkrum starfsmannabúðum eða bústöðum. Undanþágur hafa verið veittar fyrir tilsettum fjölda herbergja í tilsettan tíma svo framarlega sem það hefur verið unnt miðað við hreinsigetu fráveitu og umhverfið sem viðtaka. Nú hefur komið í ljós að fjöldi starfsmanna hefur farið fram úr því sem undanþágur voru veittar fyrir, án samráðs við HAUST. Reynsla er af vinnu með verktökum sem hafa þessi mál í lagi og því vitað að málsmeðferð þarf ekki að vera svona.

Heilbrigðisnefnd staðfestir útgefnar undanþágur, en ítrekar að slíkum leyfum skuli haldið í lágmarki. Skýr krafa er um að menn óski eftir undanþágum og haldi sig innan marka starfsleyfa og veittra undanþága. Nefndin vill að tekið verði á undanþágumálum af fullri alvöru, stuttir frestir til lagfæringa verði gefnir og reglum framfylgt. Frkvstj. falið að hefja áminningarferli og beita þvingunarúrræðum skv. hollustuháttareglugerð nr. 7/1998, ef ástandið breytist ekki til rétts vegar.

3. Bókuð útgefin starfsleyfi
690 Vopnafjarðarhreppur
a) Björn Magnússon og Jóhanna Jörgensdóttir, kt. 290462-3479 og 060956-2519. Starfsleyfi til bráðabirgða fyrir Gistiheimilið Vopnafjörð, Hafnarbyggð 17, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða fullbúinn veitingastað með sætum fyrir allt að 100 gesti og leyfi til að selja gistingu í uppbúnum rúmum og svefnpokapláss. Leyfið útgefið 8.6.2003 til eins mánaðar.

b) Björn Magnússon og Jóhanna Jörgensdóttir, kt. 290462-3479 og 060956-2519. Starfsleyfi til fyrir Gistiheimilið Vopnafjörð, Hafnarbyggð 17, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða starfsleyfi vegna sölu á gistingu í 15 herbergjum og veitingum miðað við allt að 100 gesti í matsal og fullbúið eldhús. Leyfið útgefið 17.6.2003.

c) Félagsbúið Engihlíð, kt. 550190-1419. Starfleyfi fyrir eftirfarandi minkabú:
· Minkabú að Engihlíð í Vopnafirði. Um er að ræða minkabú með um 900 læður og 150 högna
· Minkabú að Skálanesi í Vopnafirði. Um er að ræða minkabú með um 700 læður og 100 högna.
Miðað er við samræmdar starfsreglur Ust og HES fyrir loðdýrabú. Lögheimili fyrirtækisins er að Engihlið, 690 Vopnafjörður. Starfsleyfin útgefin 14.7.2003.

d) Elís Másson, kr. 130855-5929. Starfsleyfi fyrir loðdýrabú að Hrísum, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða minkabú með allt að 1100 læður og 250 högna. Miðað er við samræmdar starfsreglur Ust og HES fyrir loðdýrabú. Starfsleyfið útgefið 5.8.2003.

700-701 Austur-Hérað
e) Héraðsverk ehf. kt.680388-1489, Miðvangur 2-4 Austur-Hérað. Starfsleyfi fyrir vinnubúðir, Grenisöldu Fljótsdalsheiði, með mötuneyti fyrir allt að 20 manns, vatnsveitu og fráveitu sem búðunum þjóna. Starfsleyfið er útgefið 10. júní 2003 og gildir meðan starfsemin er í gangi þó ekki lengur en í fjögur ár.

f) Alfreð Steinar Rafnsson, kt. 140344-2229, f.h. Eskfirðings ehf., kt. 630885-0869. Starfsleyfi fyrir ferjuna Lagarfljótsorminn á Lagarfljóti. Um er að ræða starfsleyfi fyrir rekstur ferju og einfaldan veitingastað, móttökueldhús, fyrir allt að 100 gesti. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingastaði eftir því sem við á. Starfsleyfi útgefið 4.7.2003.

g) Gunnlaugur Aðalbjarnarson, kt. 270366-3179, f.h. Kaupfélags Héraðsbúa, kt. 680169-6249. Starfsleyfi fyrir Café KHB, Kaupvangi 2, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða leyfi fyrir litlum veitingastað og veisluþjónustur. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingastaði. Starfsleyfi útgefið 4.7.2003.

h) Þórunn Guðgeirsdóttir, kt. 240265-4279. Starfsleyfi fyrir fótaaðgerðastofuna Fótatak, Miðvangi 5-7, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða litla fótaaðgerðastofu með einum aðgerðarstól. Miðað er við starfsreglur fyrir fótaaðgerðastofur. Starfsleyfi útgefið 28.7.2003.

i) Guðrún Sigurðardóttir, kt. 110346-2989, Laugavöllum 11 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi vegna framleiðslu á svokölluðu “sveitabakkelsi” og sölu á því sem og tilteknum vöruflokkum á Ormsteiti og öðrum uppákomum á Héraði. Leyfi útgefið 7.8.2003.

701 Fljótsdalshreppur
j) Félagsbúið á Eyrarlandi 2 ehf., kt. 610998-2599. Starfsleyfi fyrir minkabú með um 700 læður og 10 högna að Eyrarlandi í Fljótsdal. Miðað er við samræmdar starfsreglur Ust og HES fyrir loðdýrabú. Lögheimili fyrirtækis: Sturluflöt í Fljótsdal, 701 Egilsstaðir. Starfsleyfi útgefið 14.7.2003.

k) B.M.Vallá ehf., kt. 530669-0179. Starfsleyfi fyrir steypuframleiðslu með færanlegri steypustöð við Teigsbjarg í Fljótsdalshreppi í tengslum við virkjanaframkvæmdir. Miðað er við starfsreglur fyrir steypustöðvar. Heimilisfang fyrirtækis: Bíldshöfði 7, 112 Reykjavík. Starfsleyfi útgefið 26.7.2003

l) Imregilo S.p.A. Iceland Branch, kt. 530203-2980, Lagarás 4, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir starfsmannabústað fyrir allt að 128 manns ásamt mötuneyti og vatnsveitu sem þjónar aðstöðunni sem og bráðabirgðastarfsleyfi vegna fráveitu sem þjónar aðstöðunni. Staðsetning starfseminnar er við Teigsbjarg, Adit 1, í Fljótsdalshreppi. Krafa er um að fráveitumál verði lagfærð innan fjögurra vikna frá útgáfu starfsleyfis og önnur atriði í bréfi innan tveggja mánaða. Starfsleyfi útgefið 4.8.2003.

701 Norður-Hérað
m) Myllan, ehf., Miðási 12, 700 Egilsstaðir, kt. 460494-2309. Starfsleyfi fyrir vinnubúðir í Víðidal. Um er að ræða vinnubúðir með mötuneyti fyrir allt að 16 manns ásamt vatnsveitu og fráveitu fyrir vinnubúðirnar. Um er að ræða tímabundna starfsemi í tengslum við vegagerð. Starfsleyfið gildir meðan á verkinu stendur, en þó ekki lengur en til 31.12.2004.

n) Sigurður Ólafsson, kt. 240550-2299., f.h. Sámur bóndi ehf., kt. 691296-2369. Viðbót við starfsleyfi fyrirtækisins vegna reksturs á krá að Aðalbóli 2, 701 Egilsstaðir. Leyfi útgefið 10.7.2003.

o) Guðný Eiríksdóttir, kt. 280554-3249, Straumi, Norður-Héraði. Starfsleyfi vegna framleiðslu á svokölluðu “sveitabakkelsi” og sölu á því á Ormsteiti og öðrum uppákomum á Héraði. Leyfi útgefið 24.7.2003.

p) Impregilo S.p.A. Iceland Branch, kt. 530203-2980, Lagarás 4, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir starfsmannabústaði fyrir allt að 100 manns og mötuneyti fyrir íbúa starfsmannabústaðanna ásamt fráveitu sem þjónar aðstöðunni. Staðsetning er á aðalsvæði Impregilo við Kárahnjúka, Adit 4, Norður-Héraði. Starfsleyfi útgefið 26.7.2003.

q) Landsvirkjun hf., kt. 420269-1299. Starfsleyfi fyrir hjúkrunaraðstöðu á vinnusvæði Kárahnúkavirkjunar í Laugavalladal, Norður-Héraði. Nafn fyrirtækis: Káraborg ehf., kt. 700503-2670. Starfsleyfi útgefið 3.8.2003.

r) Impregilo S.p.A. Iceland Branch, kt. 530203-2980, Lagarás 4, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir bráðabirgðavinnubúðir fyrir allt að 90 manns og mötuneyti fyrir íbúa búðanna ásamt fráveitu sem þjónar aðstöðunni. Staðsetning er á aðalsvæði Impregilo við Kárahnjúka, svokölluðu DAM-svæði, Norður-Héraði. Starfsleyfi útgefið 4.8.2003 til loka nóvember 2003.

710 Seyðisfjörður
s) Íslenskir aðalverktakar hf. Starfsleyfi fyrir vinnuaðstöðu í Bjólfinum við Seyðisfjörð vegna gerðar snjóflóðamannvirkja. Um er að ræða leyfi fyrir vinnuaðstöðu, fyrir færri en 10 manns. Leyfi útgefið 11.7.2003 og gildir á verktíma, en þó ekki lengur en til fjögurra ára.

t) Dýri Jónsson, kt. 220775-5939, f.h. Húsahótels ehf., Norðurgötu 2, 710 Seyðisfjörður, bráðabirgðastarfsleyfi fyrir eftirfarandi:
· Að Norðurgötu 2, 710 Seyðisfjörður. Veitingastaður fyrir allt að 47 gesti á neðri hæð hússins í tengslum við verslun með sælkeravöru og á efri hæð hússins gistiskáli fyrir allt að 8 gesti. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingahús, verslun með matvæli og gistiskála. Leyfi gefi út þann 21.7.2003 og gildir til 1.10.2003.
· Að Oddagötu 6, 710 Seyðisfjörður. Gististaður fyrir allt að 20 gesti í fullbúnum hótelherbergjum. Ekki er um að ræða veitingaaðstöðu, en unnt að fá morgunverð á herbergi. Miðað er starfsreglur um gististaði. Leyfi gefi út þann 21.7.2003 og gildir til 1.10.2003.
Starfsleyfin eru gefin út til bráðabirgða, enda hefur byggingarnefnd ekki endanlega samþykkt teikningar að húsunum, sbr. bókanir á fundi Umhverfismálaráðs Seyðisfjarðar þann 14.7. sl.

u) Aðalheiður Borgþórsdóttir, kt. 010758-6619, f.h. Skaftfells sjálfseignarstofnunar. Bráðabirgðastarfsleyfi vegna veitingasölu á 1. hæð í Skaftfelli menningar-miðstöð, Austurvegi 42, 710 Seyðisfjörður. Um er að ræða leyfi fyrir veitingastað fyrir allt að 70 manns. Leyfið er til bráðabirgða og bundið kröfum í meðf. bréfi enda hefur byggingarnefnd ekki endanlega samþykkt teikningar breytingu á húsinu, sbr. bókanir á fundi Umhverfismálaráðs Seyðisfjarðar þann 14.7. sl. Leyfi gefið út 6.8.2003 og gildir til 1.2.2004.

720 Borgarfjörður eystri
v) Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, kt. 61118-0129. Starfsleyfi fyrir fjallaskála í Breiðuvík, 720 Borgarfjörður eystri. Um er að ræða heimild til að selja út svefnpokapláss og miðað við starfsreglur fyrir fjallaskála 1. Starfsleyfi útgefið 24.7.2003.

730-740 Fjarðabyggð
w) ÍSTAK hf. Engjateigi 7, 108 Reykjavík, kt. 40671-0959. Starfsleyfi vegna starfsmannabúða fyrir allt að 50 manns ásamt mötuneyti, vatnsveitu og fráveitu sem þjónar aðstöðunni. Staðsetning starfseminnar er á Hrúteyri við Reyðarfjörð. Miðað er við starfsreglur fyrir vinnubúðir og mötuneyti. Starfsleyfi útgefið 8.6.2003.

x) Guðmundur R.Gíslason f.h. B.G.Bros ehf., kt. 440497-2769. Starfsleyfi fyrir veitingastað í Egilsbúð, Egilsbraut 1, 740 Neskaupstaður. Um er að ræða leyfi fyrir fullbúnu veitingaeldhúsi, veitingasal fyrir allt að 40 og veislusal fyrir allt að 400 gesti. Ennfremur er leyfi til veisluþjónustu. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingahús. Leyfi útgefið 14.7.2003.

y) Ferðafélag Fjarðamanna á Austfjörðum, kt. 690998-2549. Starfsleyfi fyrir fjallaskála að Karlsstöðum í Vöðlavík, Fjarðabyggð. Miðað er við starfsreglur fyrir fjallaskála 1. Leyfið útgefið 6.8.2003.

750 Búðahreppur
z) Arnfríður Hafþórsdóttir kt. 211282-4799 fær starfsleyfi vegna fyrirtækisins Spílan, hársnyrtistofa, Skólavegi 48, 750 Fáskrúðsfjörður. Kennitala fyrirtækis 211282-4799. Um er að ræða hársnyrtistofu og sölu á ýmiss konar smávarningi. Starfsleyfi gefið út 25. 7. 2003 og gildir í 4 ár.

aa) Helga Snædal Guðmundsdóttir, kt. 010574-3829, framkvæmdastjóri Franskra daga 2003. Starfsleyfi vegna brennu og flugeldasýningar á Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði 24.-27.7.2003. Um er að ræða leyfi fyrir eftirfarandi: Varðeld á brennustæði við Búðargrund 25. Miðað er við að kveikt sé í brennu kl. 22:30 þann 25.7.2003. Ábyrgðarmaður brennu er Steinþór Pétursson, kt. 300762-7869 Flugeldasýning milli kl. 23:30-00:00 þann 26.7.2003. Skotstaður er hafnarkantur við Hafnargötu á Fáskrúðsfirði. Ábyrgðarmaður flugeldasýningar er Þór Magnason, kt. 100558-3009. Leyfi útgefið 8.7.2003.

750 Fáskrúðsfjarðarhreppur
bb) Friðmar Gunnarsson kt. 110535-4309 fær starfsleyfi vegna fyrirtækisins Gistiheimilið Tunguholti, Tunguholti, 750 Fáskrúðsfjörður. Kennitala fyrirtækis 110535-4309. Um er að ræða gistiheimili fyrir 14 gesti í uppbúnum rúmum. Leyfið er gefið út 8. 8. 2003 og gildir í 4 ár.

760 Breiðdalshreppur
cc) Þröstur Elliðason kt. 160462-3109 f.h. Veiðiþjónustunnar Strengja, kt. 581088-1169 fær starfsleyfi vegna fyrirtækisins. Veiðihús Breiðdalsár Eyjum, Breiðdalsvík. Um er að ræða veiðihús með 8 tveggja manna herbergjum og fullbúnu eldhúsi fyrir veitingahús. Starfsleyfi gefið út 26. 6. 2003 og gildir í 4 ár.

765 Djúpavgshreppur
dd) Djúpavogshreppur kt. 570992-2799-802 fær Tímabundið starfsleyfi fyrir litla brennu vegna Uppskeruhátíðar Umf. Neista. Staðsetning: Við Rakkaberg, Djúpavogi. Ábyrgðarmaður: Guðmundur Bj. Hafþórsson kt. 051075-4399. Leyfið gildir milli kl. 20 og 24 að kvöldi 15. ágúst 2003 eða á sama tíma næstu kvöld, ef veður hamlar þann 15. ágúst. Útgáfudagur leyfis: 28.7. 2003.

780 Hornafjörður
ee) Ólafur Sigurðsson, kt. 020354-5369. Starfsleyfi fyrir Verslunina Fagurhólsmýri ehf., Fagurhólsmýri, 785 Hornafjörður. Um er að ræða matvöruverslun án vinnslu með sætum fyrir 20 viðskiptavini. Heimilt er að selja heitar pylsur, samlokur o.þ.h. frá viðurkenndum framleiðendum, einnig heitar súpur í einnota ílátum. Miðað er við starfsreglur fyrir verslun með matvæli. Leyfi útgefið 6.7.2003.

ff) Leyfi í tengslum við Humarhátíð á Hornafirði 2003:

  • Björn Ingi Jónsson, kt. 260468-3409, f.h. Humarhátíðar, kt. 660499-2029. Tímabundið starfsleyfi vegna Humarhátíðar á Hornafirði, 4.-6.7.2003. Um er arð ræða leyfi vegna salernis- og sölugáma á hafnarsvæði, dansleiks í íþróttahúsi Heppuskóla og varðeld með flugeldasýningu. Leyfi útgefið 3.7.2003.
  • Kristín Gestsdóttir, kt. 250563-4429, f.h. Kvennakórs Hornafjarðar. Tímabundið starfsleyfi vegna framleiðslu og sölu á samlokum á Humarhátíð. Leyfi útgefið 3.7.2003.
  • Hildibrand Bjarnason, kt. 181136-7669. Tímabundið starfsleyfi vegna sölu á fiskmeti á Humarhátíð. Leyfi útgefið 3.7.2003.
  • Margrét Gunnarsdóttir, kt. 010666-3849, f.h. Hafdal ehf., kt. 520192-2749. Tímabundið leyfi til að selja harðfisk á Humarhátíð. Leyfði útgefið 3.7.2003.
  • Erlingur laufdal Jónsson, kt. 211254-5809. Tímabundið starfsleyfi vegna sölu á sætindum á Humarhátíð. Leyfi útgefið þann 3.7.2003

gg) María Rós Valgeirsdóttir, kt. 2811644309. Starfsleyfi fyrir veitingastað með allt að 32 sætum fyrir gesti í Hraðbúð Esso í Nesjum, 781 Hornafirði. Miðað er við starfsreglur fyrir skyndibitastaði. Nafn fyrirtækis: Frú María ehf., kt. 450299-2949. Starfsleyfi útgefið 1.7.2003.

hh) Sigrún Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, kt. 240366-5769, f.h. Móhóll ehf., kt. 571299-3139. Starfleyfi fyrir sólbaðstofu með einum lampa, tveim sturtuklefum , sauna og nuddbekk. Aðsetur starfseminnar: Bugðuleira 6, 780 Hornafjörður. Miðað er við starfsreglur fyrir sólbaðstofur og nuddstofur. Starfsleyfi útgefið 5.7.2003.

ii) Hrafnkell Ingólfsson, kt. 030251-2619. Starfsleyfi fyrir Hafnarbúðina, Ránarslóð 2, 780 Höfn. Um er að ræða söluturn með óvörðum matvælum. Miðað er við starfsreglur fyrir söluskála C. Kennitala fyrirtækis: 420991-1189. Starfsleyfi útgefið 1.7.2003.

jj) Leyfi í tengslum við Fjórðungsmót hestamanna á Hornafirði 2.-7.7.2003

  • Lárus D. Pálsson, kt. 060973-3189, f.h. Hestamannafélagsins Hornfirðings, kr. 681188-2589. Tímabundið starfsleyfi vegna Fjórðungsmóts austfirskra hestamanna 2003 við Stekkhól í Hornafirði, 2.7.7.2003. Um er að ræða leyfi vegna tjaldstæðis með þurrsalernum og sölutjalds. Leyfi útgefið 30.6.2003.
  • Hallur Jónasson, kt. 240578-3799, .h. Fast Food ehf., kt. 561001-2940. Tímabundið starfsleyfi vegna sölu á veitingum á fjórðungsmóti hestamanna á Stekkhól í Nesjum 3.-7.7.2003. Leyfi útfegið 30.6.2003.

kk) Sigurður Bjarnason, kt. 230556-3859. Starfsleyfi fyrir loðdýrabú að Klettabrekku, 781 Höfn. Um er að ræða minkabú með allt að 1000 læður og 100 högna. Miðað er við samræmdar starfsreglur Ust og HES fyrir loðdýrabú. Starfsleyfið útgefið 6.8.2003

ll) Nína Síbyl Birgisdóttir, kt. 140672-4759. Starfsleyfi fyrir Bláa Blómið ehf., Miðbæ, 780 Höfn. Um er að ræða blómabúð og verslun með gjafavöru. Kennitala fyrirtækis: 701001-2490. Starfsleyfi útgefið 18.7.2003.

mm) Guðveig Bjarnadóttir, kt. 270826-2619. Starfsleyfi fyrir rekstur Bölta, Skaftafelli í Öræfum, 781 Hornafjörður. Miðað er við starfsreglur fyrir gistingu á einkaheimili. Starfsleyfi útgefið 6.8.2003.

nn) Þóra V. Jónsdóttir, kt. 270653-3759. Starfsleyfi fyrir Kistugil ehf., Skálafelli, Suðursveit, 781 Hornafjörður. Um er að ræða heimild til sölu gistingar fyrir allt að 8 gesti í íbúðarhúsi og fyrir allt að 12 gesti í þrem gistiskálum. Miðað er við starfsreglur fyrir gistingu á einkaheimili. Kennitala fyrirtækis: 441202-2450. Starfsleyfi útgefið 6.8.2003.

oo) Fjölnir Torfasn, kt. 011052-2749. Starfsleyfi fyrir Jöklableikju ehf, Breiðabólstaðartofu, Suðursveit, 781 Hornafjörður. Um er að ræða leyfi fyrir slægingu, flökun, og pökkun á eldisfiski, sem og sögun og pökkun á jökulís. Kennitala fyrirtækis: 540102-4730. Starfsleyfi útgefið 18.7.2003.

pp) Ragnar Kristjánsson, kt. 150959-3499. Starfsleyfi fyrir Fiskmarkað Suðurnesja, Krosseyjarvegur 15,780 Höfn. Um er að ræða ferskfiskmarkað. Kennitala fyrirtækis: 530787-1769. Starfsleyfi útgefið 18.7.2003.

qq) Heiða Dís Einarsdóttir, kt. 210963-4809. Starfsleyfi fyrir hársnyrtistofuna Jaspís, Miðbæ, 780 Höfn. Um er að ræða hársnyrtistofu og miðað við starfsreglur fyrir þær. Starfsleyfi útgefið 7.7.2003.

rr) Herdís Waage, kt. 200667-3879. Starfsleyfi fyrir Gallery Cara, Hafnarbraut 22, 780 Höfn. Um er að ræða verslun með heimild til sölu á innpökkuðu sælgæti og drykkjum í einnota umbúðum. Kennitala fyrirtækis 510203-2240. Starfsleyfi útgefið 7.7.2003.

ss) Olíuverslun Íslands hf., kt. 061061-5769. Bráðabirgðastarfsleyfi vegna Söluskála OLÍS, Hafnarbraut 45, 781 Höfn. Um er að ræða söluskála og miðað við starfsreglur fyrir söluskála C. Kennitala fyrirtækis: 500269-3249. Starfsleyfi úrgefið 14.7.2003 og gildir til 14.7.2003.

tt) Jón Benediktsson, kt. 050350-3129. Bráðabirgðastarfsleyfi vegna Shellskálans í Freysnesi í Öræfum. Um er að ræða veitingastað með 12 sæti fyrir gesti. Miðað er við starfsreglur fyrir skyndibitastaði. Kennitala fyrirtækis: 650589-1149. Starfsleyfi útgefið 7.7.2003 og gildir í eitt ár.

4. Tóbakssöluleyfi
700 Austur-Hérað
a) Gunnlaugur Aðalbjarnarson, kt. 270366-3179, f.h. Kaupfélags Héraðsbúa, kt. 680169-6249. Leyfi til sölu á tóbaki í Café KHB, Kaupvangi 2, 700 Egilsstaðir. Ábyrgðarmaður: Svanhildur Hlöðversdóttir, kt. 050472-5079: Leyfi útgefið 4.7.2003.

780 Hornafjörður
b) Ólafur Sigurðsson, kt. 020354-5369. Tóbakssöluleyfi í Versluninni Fagurhólsmýri ehf., Fagurhólsmýri, 785 Hornafjörður. Kennitala fyrirtækis 560403-2830. Ábyrgðarmaður: Ólafur Sigurðsson. Leyfið er útgefið 6.7.2003.

c) María Rós Valgeirsdóttir, kt. 2811644309. Tóbakssöluleyfi í Hraðbúð Esso í Nesjum, 781 Hornafjörður. Nafn fyrirtækis: Frú María ehf., kt. 450299-2949. Ábyrgðarmaður: María Rós. Leyfi útgefið 1.7.2003.

5. Úrskurður í máli Trölla ehf. gegn Heilbrigðiseftirlit Austurlands.
Kynntur úrskurður úrskurðarnefndar skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 m.s.br. í máli nr. 3/2002 í kæru Trölla ehf. gegn heilbrigðiseftirliti Austurlands. Í úrskurðarorði er HAUST gert að gefa að nýju út starfsleyfi til B.G.Bros ehf. fyrir gistiheimili. Þar sem ekki er lengur um að ræða sölu á gistingu í Egilsbúð hefur verið gefið út nýtt starfsleyfi eingöngu vegna veitingareksturs B.G.Bros ehf. í Egilsbúð.
Úrskurður þessi er til skoðunar í á vegum Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða, enda gæti hann haft víðtæk áhrif á nafngiftir fyrirtækja í ferðaþjónustu á Íslandi.

6. Tilkynningar um olíuslys
Undanfarið hafa þrjú olíuslys komið til kasta HAUST. Helga gerir grein fyrir umræddum tilvikum (Laugavalladalur, Egilsstaðir, Seyðisfjörður). Heilbrigðisnefnd vekur athygli sveitarstjórna og starfsmanna umhverfissviða sveitarfélaga á mikilvægi þess að hvers konar mengunarslys séu tilkynnt sem allrafyrst til viðkomandi aðila, t.d. HAUST eða Umhverfisstofnunar.

7. Starfsmannamál
Umsóknarfrestur um stöðu heilbrigðisfulltrúa á Hornafjarðarsvæðinu rennur út eftir 2 daga. Fyrirspurnir hafa borist en engar umsóknir enn sem komið er. Frkvstj. falið að auglýsa á ný hafi ekki borist umsókn frá réttindamanni í lok umsóknarfrests.

8. Bréfaskipti við Umhverfisstofnun vegna óska um endurnýjun á samningum um eftirlit með starfsemi sem Ust vinnur starfsleyfi fyrir (sorpförgun og fiskimjölsverkmiðjur) og ósk um yfirtöku eftirlits með fleiri tegundum starfsemi.
Bréf hafa verið skrifuð sbr. bókun á síðasta fundi.

Með bréfi dags. 5.6. sl. hafnar Umhverfisstofnun framsali eftirlits með olíutönkum.

Unnið er að breytingu á samningi HVR og HAUST um eftirlit HAUST með sorpförgun og spilliefnamóttöku. Breytingin felur í sér að HAUST innheimti eftirlitsgjöld af viðkomandi starfsemi skv. eigin gjaldskrá. Tekið verður tillit til þessa við endurskoðun gjaldskrár HAUST.

9. Næsti fundur hefur verið ákveðinn 17. september á Breiðdalsvík, íhugað verður hvort fundað verði annars staðar og þá í tengslum við ferð nefndarinnar á virkjanasvæði. Á næsta fundi verða lögð fram eftirfarandi gögn:

  • drög að fyrirtækjalistum
  • drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2004
  • drög að nýrri gjaldskrá HAUST

10. Önnur mál
Uppkast að stuttri útgáfu af ársskýrslu til SSA verður sent til formanns og varaformanns á næstunni.

Fundi slitið kl.10:00

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Ólafur H. Sigurðsson
Egill Jónasson
Benedikt Jóhannsson
Ásmundur Þórarinsson
Anna María Sveinsdóttir
Bj. Hafþór Guðmundsson
Árni Ragnarsson
Helga Hreinsdóttir
Hákon Hansson

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search