Fundargerð 11. júní 2003

36. / 5. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
haldinn símleiðis 11.6.2003 kl. 9:00
  1. Trúnaðarmál
  2. Málefni einstakra fyrirtækja
  3. Bókuð útgefin starfsleyfi
  4. Tóbakssöluleyfi
  5. Fráveitumál
  6. Námskeið og fundir
  7. Mengunarvarnir í fiskimjölsverksmiðjum
  8. Samræmd starfsleyfisskilyrði
  9. Bréfaskipti við Umhverfisstofnun
  10. Áfengisveitingar, stefnumarkandi umræða
  11. Vinna í tenglum við virkjanir, gangnagerð og álver
  12. Starfsmannamál
  13. Fjárhagsleg staða HAUST í lok fimmta mánaðar
  14. Gjaldskrá HAUST - viðbót
  15. Ákvörðun um fundi og vinnutilhögun á næstunni
  16. Önnur mál

Mætt:
Nefndarmenn: Ólafur Sigurðsson, Egill Jónasson, Árni Ragnarsson, Guðmundur Sveinsson og Björn Hafþór Guðmundsson. Benedikt Jóhannsson, Þorsteinn Steinsson forfölluðust.
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir, Árni Jóhann Óðinsson og Hákon Hansson

Ólafur, formaður nefndarinnar, býður menn velkomna til fundar og sagði hann settan.

1. Trúnaðarmál, Helga gerir grein fyrir málinu.

2. Málefni einstakra fyrirtækja
a) NBA Seyðisfirði. Helga kynnir vinnuferli undanfarinna vikna.

3. Bókuð útgefin starfsleyfi
685 Skeggjastaðahreppur
a) Reimar Sigurjónsson, kt. 020272-3339. Starfsleyfi fyrir gistingu á einkaheimili að Felli, 685 Bakkafjörður. Kennitala fyrirtækis 020272-3339. Starfsleyfi útgefið 1.6.2003.
b) Skeggjastaðahreppur, kt. 590269-2719. Starfsleyfi fyrir
tjaldsvæði neðan skólahúss á Bakkafirði. Miðað er við starfsreglur fyrir tjald- og hjólhýsasvæði. Undanþága er veitt til eins árs vegna fjölda salerna. Starfsleyfið útgefið 7.6.2003.

690 Vopnafjarðarhreppur
c) Kaupfélag Vopnfirðinga, kt. 680169-1959. Endurnýjað starfsleyfi fyrir Vörugeymslu, Hafnarbyggð, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða vörugeymslu þar sem vörur stoppa stutt við. Miðað er við starfsreglur fyrir flutningastöðvar og flutningabíla matvöru. Kennitala fyrirtækisins: 680169-1959. Starfsleyfið gefið út 6.5.2003.
d) Gunnar Sv. Jónsson, kt. 011031-3229 f.h. Veiðiklúbburinn Strengur ehf., kt. 630269-6529. Starfsleyfi fyrir Veiðihúsið Hvammsgerði, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða vel búið veiðihús með mötuneyti fyrir veiðimenn. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingahús og gististaði eftir því sem við á. Starfsleyfi útgefið 7.6.2003.
e) Bragi Vagnsson, kt. 020846-4459 f.h. Veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár, kt. 690874-0169. Starfsleyfi fyrir Veiðihúsið Árhvamm, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða vel búið veiðihús með mötuneyti fyrir veiðimenn. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingahús og gististaði eftir því sem við á. Starfsleyfi útgefið 7.6.2003.
f) Björn Magnússon og Jóhanna Jörgensdóttir, kt. 290462-3479 og 060956-2519. Starfsleyfi til bráðabirgða fyrir Gistiheimilið Vopnafjörð, Hafnarbyggð 17, 690 Vopnafjörður. Um er að ræða fullbúinn veitingastað með sætum fyrir allt að 100 gesti og leyfi til að selja gistingu í uppbúnum rúmum og svefnpokapláss. Leyfið útgefið 8.6.2003.

700 -701 Austur-Hérað
g) Eymundur Magnússon , kt. 040955-3219. Starfsleyfi fyrir fyrirtækið Móður Jörð, Vallnesi, 701 Egilsstaðir. Um er að ræða heimild fyrir eftirfarandi starfsemi: Þvottur og pökkun á garðávöxtum, mölun á korni og pökkun í neytendapakkningar, framleiðsla tilbúinna frosinna grænmetisrétta úr eigin framleiðslu að mestu, framleiðslu og pökkun á nuddolíum til notkunar útvortis. Einnig geymsla og flutningur á framleiðsluvörunum. Kennitala fyrirtækis: 040955-3219. Starfsleyfi útgefið 14.4.2003.
h) Egilsstaðahúsið / Gunnlaugur Jónasson, kt. 300968-5899. Starfsleyfi fyrir Gistihúsið Egilsstöðum, Egilsstöðum II, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða fullbúið hótel með 18 herbergjum, fyrir alls 37 gesti og veitingasölu fyrir allt að 100 gesti. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingahús og gististaði. Kennitala fyrirtækis: 700198-2869. Starfsleyfi útgefið 25.4.2003.
i) Austur-Hérað, kt. 510169-6119. Starfsleyfi fyrir félagsmiðstöð og æskulýðs-starfsemi í
Ný-Ung, Tjarnarlöndum 11, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða félagsmiðstöð fyrir unglinga með sjoppurekstri. Í aðstöðunni er móttökueldhús og leyfi til útleigu salar. Kennitala fyrirtækis: 590169-6119. Starfsleyfi útgefið 6.5.2003.

701 Fellahreppur
j) Olíuverslun Íslands, kt. 500269-3249. Starfsleyfi fyrir Olís-sjoppu, Lagarfelli 2 701 Fellabær. Um er að ræða sælgætisverslun í tengslum við bensínstöð í söluskál Olís. Miðað er við starfsreglur fyrir söluskála B. Kennitala fyrirtækis: 500269-3249. Starfsleyfi gefið út 7.5.2003.
k) Víkingur Gíslason, kt. 110729-2199. Endurnýjun starfsleyfis fyrir
Kartöflupökkun, Skógargerði, 701 Fellabær. Um er að ræða pökkun á kartöflum í neytendapakkningar. Miðað er við starfsreglur varðandi meðhöndlun og pökkun rótarávaxta. Kennitala fyrirtækis: 110729-2199. Starfsleyfið gefið út 14.5. 2003.

710 Seyðisfjörður
l) Aðalheiður Borgþórsdóttir, kt. 010758-6619, f.h. Skaftfells, menningar-miðstöðvar. Starfsleyfi fyrir lítinn veitingastað fyrir allt að 40 gesti. Leyfið er bundið við einfaldar veitingar skv. nánari skilgreiningum eins og verið hefur. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingahús eftir því sem við á. Kennitala fyrirtækis: 650797-2649. Starfsleyfi útgefið 6.5.2003.
m) Bergur Tómasson, kt. 090647-2539. Endurnýjun starfsleyfis fyrir
Ferðaþjónustu Austurlands, Öldugötu 16, 710 Seyðisfjörður. Um er að ræða bifreiða-viðgerðir, olíuskipti og dekkjaþjónustu. Miðað er við starfsreglur fyrir bifreiðaverkstæði. Kennitala fyrirtækis: 480596-2539. Starfsleyfið útgefið 22.5.2003.
n) Birna Svanhildur Pálsdóttir, kt. 121071-5339. Starfsleyfi fyrir
Sumarkaffi, Norðurgötu 8, 710 Seyðisfjörður. Um er að ræða einfalt kaffihús með færri en 50 gesti í veitingasal. Ekki er heimild til baksturs eða frumvinnslu matvæla. Miðað er við starfsreglur fyrir kaffihús eftir því sem við á. Kennitala fyrirtækis: 121071-5339. Starfsleyfi útgefið 30.5.2003.
o) Seyðisfjarðarhöfn, kt. 560269-4049. Starfsleyfi fyrir biðsal, hreinlætisaðstöðu og einfalda veitingasölu án hvers konar vinnslu í Ferjuhúsi við Seyðisfjarðar-höfn. Miðað er við starfsreglur fyrir söluskála B. Starfsleyfi útgefið 1.6.2003.
p) Ísak J. Ólafsson, kt. 180250-2479. Starfsleyfi f.h. fyrirtækisins
Kollur ehf. vegna Shellskálans, Ránargötu 1, 710 Seyðisfjörður. Miðað er við starfsreglur fyrir skyndibitastað. Kennitala fyrirtækis: 641188-1219. Starfsleyfi útgefið 7.6.2003.


730-740 Fjarðabyggð
q) Eimskip ehf. kt. 461202-3220. Starfsleyfi fyrir starfsstöð Eimskip ehf. Kt. 461202-3220 vöruflutningamiðstöð að Nesbraut 4-6, 730 Reyðarfjörður. Miðað er við starfsreglur fyrir flutningamiðstöðvar og flutningabíla. Starfsleyfið útgefið 9.4.2003.
r) Jófríður Egilsdóttir, kt. 181056-0029. Starfsleyfi fyrir Nuddstofu Jófríðar, Egilsbraut 19, 740 Neskaupstað. Miðað er við starfsreglur fyrir nuddstofur og sjúkranuddstofur. Skilyrði eru um lagfæringar á húsnæði fyrir 1.9.2003. Kennitala fyrirtækis: 181056-0029. Starfsleyfi útgefið 14.4.2003.
s) Guðni Geirsson kt.080359-7219. Starfsleyfi fyrir Réttingaverkstæði Sveins Magnússonar Eyrargötu 9, 740 Fjarðabyggð. Um er að ræða réttingar og sprautun bifreiða ásamt almennum bifreiðaviðgerðum. Kennitala fyrirtækis: 120161-5719, Starfsleyfið er útgefið 2.5.2003.
t) Berglind Eiríksdóttir, kt.060360-5379. Starfsleyfi fyrir Hárgreiðslustofuna Toppurinn, Standgötu 10, 735 Eskifjörður. Um er að ræða hárgreiðslustofu með einum hársnyrtistól. Miðað er við starfsreglur fyrir háreiðslustofur. Kennitala fyrirtækis: 060360-5379. Starfsleyfið gefið út 7.5.2003.
u) Guðmundur Már Hansson Beck, kt. 060450-2939. Starfsleyfi fyrir eggjaframleiðslu og pökkun. Kollaleirubúið, Kollaleiru, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða eggjaframleiðslu og pökkun. Miðað er við starfsreglur fyrir alifuglabú. Kennitala fyrirtækis: 060450-2939. Starfsleyfið gefið út 28.5.2003.
v) Netagerð Fr. Vilhjálmssonar, kt.480269-4549, Nesbraut 7, 730 Fjarðabyggð. Starfsleyfi fyrir þvott á netpokum fyrir fiskeldi, litun þeirra með gróðurhamlandi efnum og viðhald. Starfsleyfið er útgefið 30.5.2003.
w) Réttingaverkstæði Jóns Trausta flutningafyrirtækis m.a. með matvæli. Hafnargötu 2, 735 Eskifjörður. Um er að ræða bráðarbirgðastarfsleyfi vegna vöruflutninga og geymslu í litlu magni. Miðað er við starfsreglur fyrir flutningamiðstöðvar. Kennitala fyrirtækis kt. 480500-2020. Starfsleyfið gefið út 3.6. 2003 til tveggja mánaða.
x) Berg Valdimar Sigurjónsson, kt. 130974-5709, f.h. Endajaxlinn / Framjaxlinn, kt. 640502-3260/586500-3580. Starfsleyfi fyrir
Tannlæknastofuna Reyðarfirði, Hjallavegi 7, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða tannlæknastofu með almenna tannlæknaþjónustu. Miðað er við starfsreglur fyrir tannlæknastofur og ákvæði hollustuháttareglugeraðar nr. 941/2002. Starfsleyfi útgefið 8.6.2003.

760 Breiðdalshreppur
y) Breiðdalshreppur kt. 480169-0779. Starfsleyfi fyrir Sundlaug Breiðdals-hrepps, 760 Breiðdalsvík. Um er að ræða litla sundlaug 14 x 8 m og heitan pott ásamt tveimur sturtuklefum, auk salerna. Sturtuklefar og snyrtingar eru sameiginleg með íþróttahúsi. Kennitala fyrirtækis 480169-0779. Starfsleyfi útgefið 30.5.2003.
z) Kristín Ársælsdóttir kt. 030553-4709 f.h. Vinamóta ehf, kt. 680503-3620. Starfsleyfi vegna fyrirtækisins Hótel Bláfell, Sólvöllum 14, 760 Breiðdalsvík. Um er að ræða hótel og veitingahús ásamt lítilli sælgætisverslun. Farið skal eftir starfsreglum fyrir veitingahús og leiðbeinandi reglum fyrir gististaði frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands. Kennitala fyrirtækis 680503-36320. Starfsleyfið er gefið út 2.6.2003.

780 Hornafjörður
aa) Ólafur Sigurðsson, kt. 020354-5369. Starfsleyfi til bráðabirgða í einn mánuð fyrir Verslunina Fagurhólsmýri ehf., Fagurhólsmýri, 785 Hornafjörður. Um er að ræða matvöruverslun án vinnslu með sætum fyrir 20 viðskiptavini. Heimilt er að selja heitar pylsur, samlokur o.þ.h. frá viðurkenndum framleiðendum. Leyfið er veitt þann 30.5.2003 og gildir í einn mánuð. Á starfsleyfistímanum skal setja upp innra eftirlit skv. matvælareglugerð nr. 5622/1994.
bb) Björn Þorbergsson, kt. 180462-5629. Starfsleyfi fyrir
gistingu á einkaheimili að Breiðabólstað II, Gerði í Suðursveit, 781 Hornafjörður. Um er að ræða sölu á gistingu á einkaheimili fyrir allt að 10 gesti í 5 herbergjum. Miðað er við starfsreglur fyrir gistingu á einkaheimili. Kennitala fyrirtækis: 180462-5629. Starfsleyfi útgefið 1.6.2003.
cc) Björn Þorbergsson, kt. 180462-5629. Starfsleyfi til
bráðabirgða vegna sölu á gistingu fyrir allt að 56 gesti í 18 herbergjum og svefnsal sem og sölu á veitingum fyrir allt að 70 gesti í Ferðaþjónustu bænda, Hrollaugsstöðum í Suðursveit, 781 Hornafjörður. Miðað er við starfsreglur fyrir gististaði og veitingahús eftir því sem við á. Leyfið er veitt þann 1.6.2003 og gildir til 30.6.2003. Á starfsleyfistímanum skal setja upp innra eftirlit skv. matvælareglugerð nr. 5622/1994.
dd) Olíufélagið ehf., kt. 541201-3940. Starfsleyfi til
bráðabirgða í einn mánuð vegna sölu matvæla og veitinga í húsnæði Olíufélagsins í Nesjum, 781 Hornafjörður. Um er að rekstur matvöruverslunar í tengslum við skyndibitastað með sætum fyrir allt að 24 gesti. Leyfið er veitt þann 6.6.2003 og gildir í einn mánuð. Miðað er við starfsreglur fyrir matvöruverslun og skyndibitastað. Á starfsleyfistímanum skal setja upp innra eftirlit skv. matvælareglugerð nr. 5622/1994.
ee) Ingólfur Guðni Einarsson, kt. 201072-5499.
Starfsleyfi fyrir Kaffi Hornið ehf., Hafnarbraut 42, 780 Höfn. Um er að ræða leyfi fyrir rekstur veitingastaðar fyrir allt að 50 gesti í sæti og veistluþjónustu. Miðað er við starfsreglur fyrir veitingahús. Kennitala fyrirtækis: 550299-2679. Starfsleyfi útgefið 7.6.2003.
ff) Sigurður Magnússon, kt. 040948-3099. Starfsleyfi fyrir
Matfiskeldi á Hofi II, Öræfum, 781 Hornafirði. Um er að ræða leyfi til framleiðslu á silungi, að hámarki 20 tonna ársframleiðsla. Starfsleyfi útgefið 2.5.2003.
gg) Fjölnir Traustason, kt. 01152-2749. Starfsleyfi fyrir Jöklableikju ehf., Breiðabólstaðartorfu, Suðursveit, 781 Hornafjörður. Um er að ræða leyfi til framleiðslu á silungi og seyðum til eigin nota og sölu, að hámarki 20 tonna ársframleiðsla. Kennitala fyrirtækis 540102-4730. Starfsleyfi útgefið 2.5.2003.

4. Tóbakssöluleyfi

710 Seyðisfjörður
a) Ísak J. Ólafsson, kt. 180250-2479. Tóbakssöluleyfi f.h. fyrirtækisins Kollur ehf., kt. 641188-1219, í Shellskálanum, Ránargötu 1, 710 seyðisfjörður. Ábyrgðarmaður Ísak J. Ólafsson. Leyfi útgefið 7.6.2003.

760 Breiðdalsvík
b) Kristín Ársælsdóttir kt. 030553-4709 f.h. Vinamóta ehf, kt. 680503-3620. Tóbakssöluleyfi í Hótel Bláfelli, Sólvöllum 14, 760 Breiðdalsvík. Ábyrgðarmaður: Kristín Ársælsdóttir, er gefið út 2.6.2003.

780 Hornafjörður
c) Ólafur Sigurðsson, kt. 020354-5369. Tóbakssöluleyfi til bráðabirgða í einn mánuð í versluninni Fagurhólsmýri ehf., Fagurhólsmýri, 785 Hornafjörður. Leyfið er veitt þann 30.5.2003 og gildir í einn mánuð.
d) Olíufélagið ehf., kt. 541201-3940. Tóbakssöluleyfi tilbráðabirgða í einn mánuð í húsnæði Olíufélagsins í Nesjum, 781 Hornafjörður.Ábyrgðarmaður Helgi Kristjánsson, kt. 190757-2529. Leyfið er veitt þann 6.6.2003 og gildir í einn mánuð.

5. Fráveitumál

a) Fellahreppur. Lögð fram gögn sem sýna góðan árangur af tilraun með hreinsivirki aftan við rotþró á bökkum Lagarfljóts. Heilbrigðisnefnd telur að hér sé um að ræða mjög áhugaverða aðferð til hreinsunar á skólpi. Önnur sveitarfélög eru hvött til að kynna sér málið.

b) Hornafjörður - Höfn. Erindi barst seint og var því ekki tekið til umfjöllunar á fundinum. Frestað til næsta fundar en frkvstj. falið að vinna málið áfram.

6. Námskeið og fundur

a) Vorfundur framkvæmdastjóra HES, yfirmanna hjá Umhverfisstofnun og fulltrúa frá Umhverfisráðuneyti var haldinn á Akureyri í maí.
Helga greinir frá.

b) Eiturefna námskeið og segulmottur
Árni segir frá samnorrænum fundi um eiturefnaeftirlit og segulmiða sem boðinn er HAUST til kaupa fyrir 30 kr. stk.

c) Eftirlit með leiktækjum og leikvöllum
Árni segir frá námskeiðum og áhrifum þess á starf HAUST og sveitarfélaganna. HAUST hefur boðið haustþingi SSA kynningu á reglum um eftirlit og staðla sem nú gilda um leikvelli og leiktæki skv. hollustuháttaareglugerð nr 941/2002

7. Mengunarvarnir í fiskimjölsverksmiðjum

Helga kynnti eftirfarandi bókun af 172. fundi Heilbrigðisnefndar Suðurnesja frá 7. maí 2003:
“Uppsetning á mengunarvarnarbúnaði við fiskimjölsverksmiðju Ísfélags Vestmannaeyjar hf. á Akureyri hefur leitt til verulegra úrbóta á loftgæðum. Í ljósi tækniframfara telur heilbrigðisnefnd Suðurnesja, með vísan í gr. 21.1 í rg. 785/1999 um starfsleyfi sem getur haft í för með sér mengun, að Umhverfisstofnun sé skylt að endurskoða starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðjur. Nefndin fer þess á leit við stofnunina að starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðjur verði endurskoðuð hið fyrsta.”
Heilbrigðisnefnd tekur undir bókun heilbrigðisnefndar Suðurnesja og hvetur Umhverfisstofnun til að stuðla að nýtingu nýrrar tækni til að draga úr lyktarmengun frá fiskimjölsverksmiðjum við endurskoðun starfsleyfa.

 

8. Samræmd starfsleyfisskilyrði
Eftirfarandi samræmd starfsleyfisskilyrði staðfest:
a) Samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni og verslun með snyrtivörur
b)
Samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir meðferð og dreifingu garðávaxta (ljóst er að þessi gögn þarf að einfalda fyrir litil fyrirtæki eins og þá sem aðeins pakka kartöflum, enda gert ráð fyrir slíku).
Heilbrigðisnefnd samþykkir að gera ofangreind starfsleyfisskilyrði að sínum. 

9. Bréfaskipti við Umhverfisstofnun vegna óskar um endurnýjun á samningum um eftirlit með starfsemi sem Ust vinnur starfsleyfi fyrir (sorpförgun og fiskimjölsverkmiðjur) og ósk um yfirtöku eftirlits með fleiri tegundum starfsemi.

Bréf hafa verið skrifuð skv. eftirfarandi:
1.8.2002 Ósk um yfirtöku eftirlits með fiskeldi sem Hollustuvernd vinnur starfsleyfi fyrir
21.8.2002 Svar frá Hvr. Erindinu frá 1.8. hafnað
26.10.2002 Ítrekuð ósk um yfirtöku eftirlits með fiskeldisfyrirtækjum sem Hollustuvernd vinnur starfsleyfi fyrir
12.5.2003 Ósk um endurskoðun samninga um eftirlit með sorpförgun og fiskimjölsverksmiðjum milli HAUST og HVR sem og ósk um að HAUST yfirtaki eftirlit með fleiri fyrirtækjaflokkum sem Umhverfisstofnun vinnur starfsleyfi fyrir.
21.5.2003 Ítrekuð ósk um yfirtöku eftirlits með öllum olíutönkum á Austurlandi
Með bréfi dags. 5.6. sl hafnar Ust framsali eftirlits með olíutönkum. Beðið er svara við öðrum bréfum.
 

10. Áfengisveitingar, stefnumarkandi umræða
Hákon greinir frá málefnum sem upp hafa komið í tengslum við umsagnir HAUST um áfengisveitingar. M.a. rifjuð upp bókun af 28. fundi Heilbrigðisnefndar þann 9.4.2002:
Helga segir frá fundi í Umhverfisráðuneyti, þar sem ákveðið var að mynda vinnuhóp aðila frá ráðuneytum umhverfis-, dóms- og samgöngumála, til að yfirfara leyfisveitingar og umsagnir vegna áfengisveitinga.

Heilbrigðisnefnd hvetur til að vinnu ofangreinds hóps verði hraðað sem verða má, enda óviðunandi að hafa ekki skýrar vinnureglur og samræmdar milli heilbrigðiseftirlitssvæða, sýslumanna og sveitarstjórna í þessu máli.
Helgu falið að fá málsmeðferðarreglur vegna vínveitingaleyfa,
opnunartíma skemmtistaða .fl.”
. sem unnar voru fyrir Austur-Hérað á sl. kjörtímabili og kynna þær öðrum sveitarfélögum á Austurlandi.


11. Vinna í tengslum við virkjanir, gangnagerð og álver.

Árni segir frá framvindu mála.
Mikil vinna hefur verið lögð í að kynna framkvæmdaaðilum og verktökum aðkomu og hlutverk HAUST í þessum málum. Mikið hefur áunnist og góð samvinna er að nást við tengiliði og forsvarsmenn framkvæmdanna sem og verktaka. Gera þarf ráð fyrir að auka við mannafla hjá HAUST vegna mikillar vinnu í tengslum við þessi mál.


12. Starfsmannamál
Tómas Ísleifsson hefur með tölvubréfi dags. 5.6.2003 sagt stöðu sinni sem heilbrigðisfulltrúi á Hornafjarðarsvæðinu lausri og óskar eftir að ljúka störfum 31.8. nk. Frkvstj. heimilað að auglýsa 50% stöðu heilbrigðisfulltrúa með starfsstöð á Hornafjarðasvæðinu. 

13. Fjárhagsleg staða HAUST í lok fimmta mánaðar
Helga gerir grein fyrir könnun á stöðunni. Að hennar mati eru málin á réttu róli.


14. Gjaldskrá HAUST – viðbót
Viðbót við gjaldskrá HAUST hefur verið send til Stjórnartíðinda og tekur gildi við birtingu.
Ath. boðuð hefur verið 10% hækkun á gjaldskrá rannsóknastofu Ust. á næstunni. Huga þarf að endurskoðun gjaldskrár HAUST mt.t. þessara hækkunar sem og annarra verðlagshækkana sem orðið hafa. Helga lagði fram eftirfarandi tölur á gjaldskrám heilbrigðiseftirlitssvæða til samanburðar við okkar gjaldskrá.

Tímagjöld Heilbrigðiseftilritssvæða:

HAUST

5.600

jan. 2002

 

Suðurnes

6.100

maí 2003

 

Vestfirðir

6.400

feb 2003

 

Reykjavík

6.100

jan 2003

 

Hafnarfj. / Kóp.

6.100

nóv 2002

 

Suðurland

6.200

apríl 2002

 

Norðurl. eystra

5.860

maí 2003

Drög

Vesturland

6.372

maí 2003

Drög

Kjósarsvæði

5.600

2001

 

Norðurland vestra

?    

Heilbrigðisnefnd telur æskilegt að gjaldskrá fylgi eðlilegum verðlags-hækkunum og að hún verði endurskoðuð oftar frekar en að hækkanir verði sjaldnar og þá miklar.
Frkvstj. falið að endurskoða gjaldskrána, þannig unnt verði að nýta nýja gjaldskrá á árinu 2004.

15. Ákvörðun um fundi og vinnutilhögun á næstunni:

13. ágúst, símafundur
17. september “Snertifundur”Fundur á Breiðdalsvík.
Drög að fyrirtækjalistum og fjárhagsáætlun 2004 lögð fram
22. október Stuttur fundur í heilbrigðisnefndinni til að samþykkja fjárhagsáætlun og leggja hana fyrir aðalfund HAUST 2003, sem haldinn yrði strax í kjölfarið. Ákveðið að halda næsta aðalfund á Vopnafirði.
26. nóvember Símafundur

Formanni, varaformanni og frkvstj. veitt umboð til að afgreiða mál milli funda og meta hvort kalla þurfi til nefndarfunda til viðbótar við áætlun hér að ofan. Að venju verði tölvupóstur notaður til að kynna málefni.

16. Önnur mál.

a) Hugsanleg Matvælastofnun – staða málsins???
Lítið fréttist af þróun mála varðandi hugmyndir Matvælastofnun, þ.e. sameiningu matvælaeftirlits á vegum ríkisins og þess hluta matvælaeftirlits sem heilbrigðisnefndir sveitarfélaga fara með. Helga segir frá lokaritgerð sem hún vann ásamt fleirum í stjórnsýslunámi um Stefnumótun fyrir matvælastofnun. Vænst er frétta af umfjöllun um málefnið á vettvangi Sambands sveitarfélaga.

b) B. Hafþór greinir frá hreinsunarátaki í Djúpavogshreppi. Miklu magni af málmum og öðru hefur verið safnað í sveitarfélaginu og komið til endurvinnslu. Kostnaður hefur að mestu verið borinn af sveitarsjóði. Nefndarmenn lýsa ánægju sinni með átakið og vildu sjá önnur sveitarfélög gera slíkt hið sama.

Fundi slitið kl. 10:30

Fundargerðin færð í tölvu af Helgu Hreinsdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Ólafur H. Sigurðsson
Egill Jónasson
Guðmundur Sveinsson
Bj. Hafþór Guðmundsson
Árni Ragnarsson
Árni J. Óðinsson
Helga Hreinsdóttir
Hákon Hansson

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search