Fundargerð 8. apríl 2003

35. / 4. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands
Fundurinn er haldinn 8. apríl 2003 kl. 14:00 í fundarsal Hótels Héraðs á Egilsstöðum
  1. Mönnun í Heilbrigðisnefnd Austurlands
  2. Málefni einstakra fyrirtækja
  3. Bókuð útgefin starfsleyfi
  4. Tóbakssöluleyfi
  5. Gæðastefna og starfslýsingar
  6. Eftirlitsverkefni HVR og HES á matvælasviði árið 2002 kynnt
  7. Samræmd starfsleyfisskilyrði
  8. Starfsleyfi - gildistími
  9. Samningar við starfsmenn
  10. Staðan í tölvumálum HAUST
  11. Gjaldskrá HAUST - viðbót
  12. Önnur mál

Mætt:
Nefndarmenn: Ólafur Sigurðsson, Egill Jónasson, Benedikt Jóhannsson, Árni Ragnarsson og Björn Hafþór Guðmundsson. Ásmundur Þórarinsson mætti ekki á fundinn og Þorsteinn Steinsson boðaði forföll.
Starfsmenn: Helga Hreinsdóttir, Árni Jóhann Óðinsson og Hákon Hansson

Í upphafi fundar var borin upp tillaga um dagskrárbreytingu þess efnis að mál 11, gjaldskrá HAUST, verði tekið fram og rætt á eftir 1. dagskrárlið. Tillagan samþykkt.

1. Mönnun í Heilbrigðisnefnd Austurlands
Þann 13.3. barst eftirfarandi í tölvupósti frá skrifstofu sveitarfélagsins Hornafjarðar:
„Á fundi bæjarráðs Hornafjarðar 13 . mars var til afgreiðslu erindi ykkar dags. 9. mars s.l. varðandi tilnefningu varamanns í Heilbrigðisnefnd Austurlands. Var tillaga heilbrigðisnefndar um að Ástríður Baldursdóttir verði varamaður samþykkt.“
Þann 15.3. barst síðan eftirfarandi útskrift úr fundargerð hreppsnefndar Djúpavogshrepps. Úr fundargerð Djúpavogshrepp 14.3.:
„32./3. fundur, 12.02.03. Undir þessum lið, sbr. lið 2 í fg. HAUST var samþ. að kjósa nýjan aðalmann úr Djúpavogshreppi í stjórn HAUST vegna þess að Ástríður Baldursdóttir, sem setið hefur þar sem aðalmaður, er flutt burt úr sveitarfélaginu. Kosningu hlaut: Bj. Hafþór Guðmundsson.“
Þar með er heilbrigðisnefnd fullskipuð og Bj. Hafþór boðinn velkominn í hópinn auk þess sem kveðjur til Ástríðar frá seinasta fundi eru ítrekaðar.

2. Málefni einstakra fyrirtækja
a) Valaskjálf
Áminning var veitt þann 16. febrúar og önnur áminning þann 11. mars. Úrbætur hafa verið gerðar í samræmi við lágmarkskröfur. Heilbrigðisfulltrúum falið að fylgja málinu eftir.
b) Nuddstofa Jófríðar í Neskaupstað. Kynnt umsókn um starfsleyfi. Nokkuð vantar á að aðstaðan sé í samræmi við ákvæði reglna.
Starfsleyfi verði gefið út með kröfu um að fyrir 1.9.2003 verði komin önnur handlaug aðgengileg gestum og starfsmönnum og útsogsvifta frá salerni.
c) Söluskáli Stefáns á Fáskrúðsfirði. Málið varðar beiðni um umsögn HAUST vegna umsóknar um áfengisveitingar. Hákon rekur forsögu málsins og leggur fram gögn.
Hákoni falið að ítreka fyrri svör sbr. bréf dags. 10.4. og 22.5.2002.
d) Skinney Þinganes, Hornafirði. Fyrirtækið hefur bréflega gert grein fyrir áformum um úrbætur í fráveitumálum og óskar samþykkis heilbrigðisnefndar. Helga gerir grein fyrir málinu. Í tengslum við þetta mál var rætt um fráveitumál annarra fiskvinnslufyrirtækja t.d. Síldarvinnslunnar í Neskaupstað og Gautavík Djúpavogi. Því miður skortir enn viðmiðunargildi um leyfileg hámörk lífrænna efna í fráveitur frá þessari starfsemi. Heilbrigðisfulltrúum falið að vinna málin áfram.
e) Heildverslunin Stjarna ehf. Helga gerir grein fyrir málinu og tveim seinustu eftirlitsferðum. Heilbrigðisnefnd samþykkir að fyrirtækinu verði veitt áminning og ákvæðum Hollustuháttalaga beitt til að skilyrðum matvælareglugerðar nr. 522/1994 verði fullnægt. 

3. Bókuð útgefin starfsleyfi
685 Skeggjastaðahreppur
a) Árni Róbertsson, f.h. Kauptún ehf. Starfsleyfi fyrir litla matvöruverslun án vinnslu að Hafnargötu 4, 685 Bakkafjörður. Miðað er við starfsreglur fyrir verslun með matvæli. Nafn fyrirtækis: Kauptún ehf., kennitala 571201-3050. Starfsleyfi útgefið 10.3.2003.

690 Vopnafjarðarhreppur
b) Rafmagnsveitur ríkisins, kt. 520269-2669, Þverklettum 2-4, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir aðveitustöð Vopnafirði. Starfsleyfið er útgefið 14. febrúar 2003 og gildir í átta ár.
c) Olíufélagið ehf. kt. 541201-3940, Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Starfsleyfi fyrir bensín- og olíuafgreiðslu Kolbeinsgötu 35, 690 Vopnafjörður. Starfsleyfið er útgefið 26. febrúar 2003.
d) Jóhanna Jörgensdóttir og Björn Magnússon, kt. 290462-3479 og 060956-2519. Starfsleyfi til bráðabirgða vegna sölu á gistingu og veitingum í aðstöðunni að Hafnarbyggð 19 (fyrrverandi Hótel Tanga), 690 Vopnafjörður. Um er að ræða bráðabirgðaheimild til handa nýjum rekstraraðilum til að selja gistingu og veitingar eins og verið hefur þar til rekstrarform fyrirtækisins hefur verið ákveðið og innra eftirliti komið á skv. matvælareglugerð nr. 522/1994. Farið skal eftir meðfylgjandi leiðbeinandi reglum frá Heilbrigðiseftirliti Austurlands fyrir sölu á gistingu og fyrir veitingahús, eftir því sem við á. Leyfið gildir til 31.4.2003.

700-701 Austur-Hérað
e) Rafmagnsveitur ríkisins, kt. 520269-2669, Þverklettum 2-4, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir aðveitustöð Hryggstekk, Austur-Héraði. Starfsleyfið er útgefið 14. febrúar 2003 og gildir í átta ár.
f) Rafmagnsveitur ríkisins, kt. 520269-2669, Þverklettum 2-4, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir aðveitustöð Eyvindará, Austur-Héraði. Starfsleyfið er útgefið 14. febrúar 2003 og gildir í átta ár.
g) Rafmagnsveitur ríkisins, kt. 520269-2669, Þverklettum 2-4, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir Lagarfossvirkjun, Austur-Héraði. Um er að ræða 7.5 MW vatnsaflsstöð og stóra aðveitustöð. Starfsleyfið er útgefið 14. febrúar 2003 og gildir í átta ár.
h) Rafmagnsveitur ríkisins, kt. 520269-2669, Þverklettum 2-4, 700 Egilsstaðir.
Starfsleyfi fyrir Grímsárvirkjun, Austur-Héraði. Um er að ræða 2.8 MW vatnsaflsstöð og stóra aðveitustöð. Starfsleyfið er útgefið 14. febrúar 2003 og gildir í átta ár.
i) Kristín Ólafsdóttir, kt.150559-3429, Selási 1, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir húðgötun í eyru, í versluninni Klassik ehf., kt. 660902-2010. Starfsleyfið gefið út 27. mars 2003 og gildir í fjögur ár. 

710 Seyðisfjörður
j) Rafmagnsveitur ríkisins, kt. 520269-2669, Þverklettum 2-4, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir aðveitustöð Seyðisfirði. Starfsleyfið er útgefið 14. febrúar 2003 og gildir í átta ár.
k) Aðalbjörn Haraldsson, kt.171129-4439, Austurvegi 12b, 710 Seyðisfjörður. Starfsleyfi fyrir litla saltfiskverkun, Strandvegi 35a, 710 Seyðisfjörður. Starfsleyfið er útgefið 20. mars 2003.
l) Ása Kr. Árnadóttir, kt. 291265-3409. Starfsleyfi fyrir Hársnyrtistofuna Lokkafín, Hafnargötu 28, 710 Seyðisfjörður. Um er að ræða litla hárgreiðslustofu og miðað við starfsreglur þar um. Kennitala fyrirtækis: 291265-3409. Starfsleyfi útgefið 29.3.2003.

720 Borgarfjörður
m) Olíufélagið ehf., kt. 541201-3940, Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Starfsleyfi fyrir bensín- og olíuafgreiðslu Bakkagerði, 720 Borgarfjörður. Starfsleyfið er útgefið 26. febrúar 2003.
n) Guðbjörg Dvalinsdóttir, kt. 040969-3149. Starfsleyfi fyrir Hársnyrtistofuna Okkar, Svalbarði, 720 Borgarfirði. Um er að ræða litla hárgreiðslustofu og miðað við starfsreglur þar um. Kennitala fyrirtækis: 040969-3149. Starfsleyfi útgefið 29.3.2003.

730-740 Fjarðabyggð
o) Rafmagnsveitur ríkisins, kt. 520269-2669, Þverklettum 2-4, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir aðveitustöð Neskaupstað, 740 Fjarðabyggð. Starfsleyfið er útgefið 14. febrúar 2003 og gildir í átta ár.
p) Rafmagnsveitur ríkisins, kt. 520269-2669, Þverklettum 2-4, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir aðveitustöð Eskifirði, 735 Fjarðabyggð. Starfsleyfið er útgefið 14. febrúar 2003 og gildir í átta ár.
q) Rafmagnsveitur ríkisins, kt. 520269-2669, Þverklettum 2-4, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir aðveitustöð að Stuðlum Reyðarfirði, 730 Fjarðabyggð. Starfsleyfið er útgefið 14. febrúar 2003 og gildir í átta ár.
r) Berglind Kristjánsdóttir, kt. 151280-4209. Starfsleyfi fyrir Snyrtistofuna Callista, Egilsbraut 21, 740 Neskaupstaður. Um er að ræða litla snyrtistofu með einum aðgerðarstól. Miðað er við starfsreglur fyrir snyrtistofur. Kennitala fyrirtækis: 151280-4209. Starfsleyfi útgefið 9.3.2003.


750 Búðahreppur
s) Rafmagnsveitur ríkisins, kt. 520269-2669, Þverklettum 2-4, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir aðveitustöð Fáskrúðsfirði. Starfsleyfið er útgefið 14. febrúar 2003 og gildir í átta ár.

755 Stöðvarhreppur
t) Rafmagnsveitur ríkisins, kt. 520269-2669, Þverklettum 2-4, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir aðveitustöð Stöðvarfirði. Starfsleyfið er útgefið 14. febrúar 2003 og gildir í átta ár.

760 Breiðdalshreppur
u) Rafmagnsveitur ríkisins, kt. 520269-2669, Þverklettum 2-4, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir aðveitustöð Ormsstöðum, 760 Breiðdalsvík. Starfsleyfið er útgefið 14. febrúar 2003 og gildir í átta ár
v) Ásdís Gísladóttir og Sigurður Kristinsson, Skarði, 760 Breiðdalsvík fá leyfi til að starfrækja Sumarhús, Háaleiti í Breiðdal. Um er að ræða þrjú sumarhús í landi Gilsárstekks í Breiðdal. Endurnýjað starfsleyfi, útgefið 4.4. 2003 til 4 ára.

765 Djúpavogshreppur
w) Rafmagnsveitur ríkisins, kt. 520269-2669, Þverklettum 2-4, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir aðveitustöð Teigarhorni, 765 Djúpivogur. Starfsleyfið er útgefið 11. mars 2003 og gildir til 31. desember 2004.

780 Hornafjörður
x) Rafmagnsveitur ríkisins, kt. 520269-2669, Þverklettum 2-4, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir aðveitustöð Hólum, 781 Höfn. Starfsleyfið er útgefið 14. febrúar 2003 og gildir í átta ár.
y) Rafmagnsveitur ríkisins, kt. 520269-2669, Þverklettum 2-4, 700 Egilsstaðir. Starfsleyfi fyrir aðveitustöð Smyrlabjargarárvirkjun, 781 Höfn. Starfsleyfið er útgefið 14. febrúar 2003 og gildir í átta ár.
z) Olíufélagið ehf. kt. 541201-3940, Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík. Starfsleyfi fyrir bensín- og olíuafgreiðslu Fagurhólsmýri, 785 Fagurhólsmýri. Starfsleyfið er útgefið 26. febrúar 2003.


4. Tóbakssöluleyfi
685 Skeggjastaðahreppur
a) Kauptún ehf., kt. 571201-3050. Leyfi til smásölu á tóbaki í matvöruverslun að Hafnarbraut 4, 685 Bakkafjörður. Ábyrgðarmaður: Árni Róbertsson, kt. 061158-5109. Leyfi útgefið 10.3.2003.

5. Gæðastefna og starfslýsingar
Frestað á síðasta fundi. Ólafur, Egill og Helga hafa unnið milli funda auk þess sem starfsmenn hafa farið yfir gögnin.

a) Gæðastefna. Eftirfarandi gæðastefna og -markmið samþykkt:

Gæðastefna Heilbrigðiseftirlits Austurlands
Að vinna hverju sinni að markmiðum 1. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, en hún hljóðar svo: „Markmið þessara laga er að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi.“
HAUST hefur þá gæðastefnu að eftirlitsaðilar fái heimsóknir og sýnatökur í samræmi við eftirlitsáætlun, sem gerð er skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 m.s.br., matvælalögum nr. 552/1994 m.s.br. og reglugerðum sem á þeim byggja.

Gæðamarkmið
Þau gæðamarkmið sem HAUST vill ná með starfsemi sinni eru:
· að veita lipra og sanngjarna þjónustu í samræmi við lög og reglur sem um starfsemina
gilda
· svara erindum fljótt og skýrt þannig að framkvæmdir eða atvinnustarfsemi verði ekki
fyrir óþarfa töfum
· að samvinna við sveitarstjórnarmenn og starfsmenn sveitarfélaga sé lipur og þjóni
atvinnulífinu á starfssvæðinu sem og íbúum sem best í samræmi við markmið
hollustuháttalaga

b) Starfslýsingar. Lagðar fram og ræddar starfslýsingar fyrir framkvæmdastjóra HAUST, staðgengil framkvæmdastjóra, heilbrigðisfulltrúa og almenna starfsmenn.
Starfslýsingar samþykktar með áorðnum breytingum

6. Eftirlitsverkefni HVR og HES á matvælasviði árið 2002 kynnt
Gefin hefur verið út skýrsla eða samantekt um eftirlitsverkefnin. Um var að ræða 11 verkefni, 8 á sviði örverurannsókna og 3 varðandi merkingar matvæla, og tók HAUST þátt í þeim öllum. Sýnafjöldi er of lítill til að unnt sé að taka tölfræðileg meðaltöl, en ljóst er að Austurland kemur að jafnaði hvorki verr eða betur út en önnur svæði.
Lagt fram til kynningar.

7. Samræmd starfsleyfisskilyrði Frá vinnuhópi á vegum Ust og HES hefur borist tillaga að samræmdum starfsleyfisskilyrðum fyrir verslun með vörur sem innihalda hættuleg efni og eiturefni og verslun með snyrtivörur og starfsleyfisskilyrði fyrir loðdýrabú.
Skilyrðin lögð fram og lagt til að þau verði staðfest sem starfsleyfisskilyrði fyrir fyrirtæki á Austurlandi. Heilbrigðisnefnd samþykkir starfsleyfistillögurnar.

8. Starfsleyfi – gildistími Vinnuhópur um hollustuhætti, skipaður fulltrúum frá Heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga (HES) og Umhverfisstofnun (Ust) hefur verið starfandi um nokkurt skeið. Hópurinn hefur nú sent frá sér tillögur um breytilega lengd starfsleyfa. Gögn lögð fram til kynningar.

9. Samningar við starfsmenn Nýir samningar við Júlíu og Tómas lagðir fram til staðfestingar. Um er að ræða uppfærslur á samningum vegna breytts tímafyrirkomulags vinnu hjá Tómasi en uppfærslu vegna starfsréttinda Júlíu. Heilbrigðisnefnd staðfestir samningana.

10. Staðan í tölvumálum HAUST
Frkvstj. gerir grein fyrir hremmingum embættisins varðandi nýtt tölvukerfi sem Hollustuvernd og Embætti yfirdýralæknis létu hanna saman og ætlast er til að tekið verði upp af öllum heilbrigðiseftirlitssvæðum og héraðsdýralæknum. HAUST er fyrsta eftirlitssvæðið sem fer að vinna með kerfið og hefur gengið brösótt.
Samþykkt að GoPro kerfið verið lagt til hliðar þar til frekari vinna við hönnun þess fer fram.


11. Gjaldskrá HAUST – viðbót
Frkvstj. telur nauðsynlegt að bæta við fyrirliggjandi gjaldskrá HAUST texta og fyrirtækjaflokkum vegna þeirra stórframkvæmda sem hafnar eru á Austurlandi og eru væntanlegar á næstunni. Um er að ræða starfsmannabúðir, malartekju, viðgerðaaðstöðu ýmis konar o.fl. sem ekki er í núverandi gjaldskrá, enda ekki fordæmi fyrir samskonar framkvæmdum í því umfangi sem hér um ræðir. Einnig er um að ræða texta sem gerir HAUST heimilt að innheimta eftirlitsgjöld af ofangreindri starfsemi sem ekki er unnt að fella inn í fjárhagsáætlun HAUST og/eða aðildarsveitarfélaga. Markmið með þessari viðbót við gjaldskrána er að sveitarfélög og íbúar beri ekki viðbótarkostnað af starfsleyfisvinnslu og eftirliti með ofangreindri starfsemi. Ennfremur er tillaga að þrem fyrirtækjaflokkum í hefðbundnu eftirliti til viðbótar við það sem verið hefur í samræmi við reglugerð um atvinnustarfsemi sem getur haft í för með sér mengun nr. 785/1999. Ekki er um að ræða tillögu að breytingu á töxtum gildandi gjaldskrár.
Tillaga að viðbót við gildandi gjaldskrá og viðauka við hana lögð fram. Frkvstj. falið að senda framlagða tillögu ásamt áorðnum breytingum til umsagnar Hollustuháttaráðs og til sveitarstjórna á Austurlandi hið fyrsta. Umsagnarfrestur sveitarfélaga verði ekki lengri en 4 vikur.
Helga kynnti tölvupóst sem barst fyrr í dag frá Óskari Maríussyni, fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í Hollustuháttaráði, varðandi 6. gr. í núverandi gjaldskrá.
Heilbrigðisnefnd er sammála um að endurskoða þurfi umrædda samninga við Umhverfisstofnun og jafnvel að frá úrskurð um réttmæti greinarinnar.

12. Önnur mál
a) Matvælastofnun. Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp um Matvælastofnun. Ef frumvarpið verður að lögum á næsta þingi mun það hafa mikil áhrif á heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga. Umræða til kynningar á stöðu mála.
b) Erindi frá Skeggjastaðahreppi. Óskað er eftir undanþágu og heimild Heilbrigðisnefndar til að opna tjaldsvæði á Bakkafirði með einu salerni í stað tveggja eins og reglugerð kveður á um. Salernið verður með aðgegni fyrir fatlaða. Ekki hefur áður verið rekið tjaldsvæði á Bakkafirði og menn renna nokkuð blint í sjóinn með hve mikil umferð verður. Heilbrigðisnefnd tekur jákvætt í erindið, en setur sem skilyrði að annað salerni verði sett upp fyrir næsta vor ef áframhaldandi rekstur verður á tjaldsvæðinu.

Fundi slitið kl. 16:30.

Fundargerðin færð í tölvu af Árna Jóhanni Óðinssyni og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Ólafur H. Sigurðsson
Egill Jónasson
Björn Hafþór Guðmundsson
Benedikt Jóhannsson
Árni Ragnarsson
Árni J. Óðinsson
Helga Hreinsdóttir
Hákon Hansson

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search