Fundargerð 24. janúar 2002

27. fundur Heilbrigðisnefndar Austurlands haldinn 24. janúar 2002 kl. 10:30
á Hótel Bláfelli Breiðdalsvík
  1. Málefni einstakra fyrirtækja
  2. Bókuð útgefin starfsleyfi
  3. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
  4. Frágangur á afgreiðslum frá aðalfundi í nóvember 2001
  5. Erindi og bréf
  6. Starfsreglur til samþykktar
  7. Tóbakssöluleyfi og túlkun tóbakslaga nr. 74/1984 með áorðnum breytingum, sbr. lög nr.101/1996 og lög nr. 95/2001
  8. Fráveitumál, skilgreining á viðtökum og stefnumörkun - umræða
  9. Starfmannamál og kjaramál starfsmanna.
  10. Heimasíða fyrir HAUST
  11. Önnur mál.

Mætt:
Nefndarmenn: Guðrún Óladóttir, Þorkell Kolbeins, Soffía Lárusdóttir, Benedikt Jóhannsson og Jónas Bjarki Björnsson. Ólafur Sigurðsson og Ástríður Baldursdóttir boðuðu forföll, fyrir þau sátu fundinn Anna María Sveinsdóttir og Egill Jónasson.
Starfsmenn: Árni J. Óðinsson, Hákon Hansson og Helga Hreinsdóttir.

1. Málefni einstakra fyrirtækja

i) Brennur. Hákon gerir grein fyrir málinu. Hann hefur endurkallað tvö brennuleyfi, þar sem umgengni og eldsmatur var ekki í samræmi við reglur. Heilbrigðisnefnd styður og staðfestir aðgerðir heilbrigðisfulltrúa.
ii) Vatnsveitur. Rætt um viðmið og viðbrögð við of háum gerlatölum sem mælst hafa hjá einni vatnsveitu, en vegna mikillar vatnsnotkunar hefur hluti af vatni veitunnar undanfarið verið yfirborðsvatn. Hákon gerir grein fyrir málinu og leggur fram gögn til að skýra málið. Skv. nýrri neysluvatnsreglugerð, nr. 536/2001, ber heilbrigðisnefnd að bregðast við á ákveðinn hátt.
Heilbrigðisnefnd samþykkir að beina því til viðkomandi vatnsveitu að hætta notkun yfirborðsvatns nema það verði hreinsað og gæðakröfum skv. reglugerðinni verði náð. Jafnframt var heilbrigðisfulltrúum falið að rita bréf til allra vatnsveita á Austurlandi og vekja athygli þeirra á nýrri reglugerð og ábyrgð þeirra og hlutverki.
iii) SR-mjöl á Seyðisfirði. Árni og Helga greina frá stöðu mála en grútarmengun varð þar í byrjun janúar. Fram kom að ekki var hættulegt efni í grútnum en málið engu að síður óviðunandi. Fram kom að fyrirtækið er búið að kaupa fitugildru og áætlað að hún verði komin upp í byrjun febrúar og munu heilbrigðisfulltrúar fylgjast náið með framgöngu málsins.
iv) Söluskálinn Steinninn í Neskaupstað. Fyrirtækið hefur fengið áminningu en ekki lokið úrbótum í samræmi við kröfur og reglugerðir. Fyrirtækið er því án starfsleyfis. Heilbrigðisnefnd gefur fyrirtækinu tveggja vikna lokafrest til að ljúka úrbótum.


2. Bókuð útgefin starfsleyfi

685 Skeggjastaðahreppur
a) Marinó Oddsson, kt. 300648-7119. Starfsleyfi vegna viðgerða- og geymsluaðstöðu fyir jarðvinnu- og snjómokstursvélar við Gunnólfsvíkurfjall og í Miðfirði. Starfsleyfið er gefið út 5.12.2001.

690 Vopnafjarðarhreppur
b) Breyting á starfsleyfi: Nafni og kennitölu Verslunarinnar Kauptún, Hafnarbyggð 19, 690 Vopnafjörður, hefur verið breytt, þannig að fyrirtækið heitir nú Kauptún ehf. og kennitala þess er nú 571201-3050. Að öðru leyti er starfsleyfið óbreytt og gildir til 30.3.2005.

700-701 Austur-Hérað
c) Kaupfélag Héraðsbúa, kt. 680169-6249. Starfsleyfi fyrir Mjólkursamlag KHB, Kaupvangi 15, 700 Egilsstaðir. Um er að ræða mjólkursamlag með ostagerð. Starfsleyfi útgefið 14.12.2001.

710 Seyðisfjörður
d) Hjalti Þór Bergsson, kt. 260378-4069. Starfsleyfi fyrir Skálann sf., Shellskálann, Ránargötu 1, 710 Seyðisfjörður. Um er að ræða tímabundið leyfi fyrir samskonar rekstri og verið hefur í aðstöðunni. Kennitala fyrirtækis: 260378-4069. Leyfið var gefið út 11.12.2001 og gildir til 15.5.2002.
e) Seyðisfjarðarkaupstaður, kt. 560269-4559. Starfsleyfi fyrir áramótabrennu við Helluhyl innan Langatanga. Miðað er við leiðbeinandi reglur um brennur og bálkesti frá des. 2000. Ábyrgðarmaður brennu: Gunnlaugur Friðjónsson, kt. 221056-4779. Starfsleyfi útgefið 17.12.2001.
f) Gunnar S. Kristjánsson, kt.020667-3389. Starfsleyfi fyrir Dekkja- og smurþjónustu Gunna blikk, Firði 4b, 710 Seyðisfjörður. Um er að ræða bifreiðaverkstæði, lítið. Starfsleyfið er gefið út 17.12.2001.
g) Jón B. Ársælsson, kt. 300153-7399. Starfsleyfi fyrir Seyðisfjarðarbakarí, Austurvegi 18-20, 710 Seyðisfjörður. Um er að ræða litla brauðgerð og miðað við starfsreglur fyrir brauð- og kökugerðir. Kennitala fyrirtækis: 300153-7399. Starfsleyfi útgefið 20.12.2001.
h) Björgunarsveitin Ísólfur, kt. 580484-1349. Starfsleyfi vegna sölu á flugeldum fyrir áramót og þrettánda og einnig flugeldasýningu um áramót. Ábyrgðarmaður: Trausti Marteinsson, kt. 031156-4679. Leyfi útgefið 21.12.2001.

720 Borgarfjarðarhreppur
i) Borgarfjarðarhreppur, kt. 480169-6549. Starfsleyfi fyrir áramótabrennu á Hofstrandarsandi. Miðað er við leiðbeinandi reglur um brennur og bálkesti frá des. 2000. Ábyrgðarmaður brennu: Kári Borgar Ásgrímsson, kt. 120964-7049. Starfsleyfi útgefið 17.12.2001.

730-740 Fjarðabyggð
j) Ólöf Sigurðardóttir, kt. 010661-4129. Starfsleyfi fyrir Ólusjoppu, Strandgötu 46, 735 Eskifjörður. Um er að ræða söluskála með óvarin matvæli. Miðað er við starfsreglur fyrir söluskála C. Kennitala fyrirtækis: 010661-4129. Starfsleyfi útgefið 11.12.2001.
k) Sigríður Hrönn Gunnarsdóttir, kt. 220466-4699. Starfsleyfi fyrir Hárstofu Sigríðar, Hlunnavogi 1, 730 Reyðarfjörður. Um er að ræða litla hársnyrtistofu og miðað við starfsreglur fyrir slíkar stofur. Kennitala fyrirtækis: 220466-4699. Starfsleyfi útgefið 27.12.2001.
l) Guðmundur R. Gíslason f.h. B.G.Bros ehf., kt. 440497-2469. Starfsleyfi fyrir starfsmannabústað að Hafnarbraut 8, 740 Neskaupstaður. Um er að ræða íbúðarhúsnæði með 8 rúmstæðum í 7 herbergjum. Eldunaraðstaða en ekki heimild fyrir mötuneyti. Starfsleyfi útgefið 12.1.2002.
m) Unnar Elísson, kt. 020648-3929. Starfsleyfi fyrir vinnubúðir í landi Framness í Reyðarfirði í tengslum við vegagerð Reyðarfjörður-Sómastaðir. Um er að ræða færanlegt húsnæði með heimiliseldhúsi, tveim svefnherbergjum og persónuaðstöðu. Nafn og kennitala fyrirtækis: Myllan ehf., Miðás 12, 700 Egilsstaðir, 460494-2309.
n) Einar Birgir Kristjánsson, kt. 120565-4519. Starfsleyfi fyrir Tandraberg ehf., Naustahvammi 48, 740 Neskaupstað. Um er að ræða litla fiskvinnslu. Kennitala fyrirtækis: 601201-4960. Starfsleyfi útgefið 17.1.2002.

755 Stöðvarhreppur
o) Olíufélagið hf., kt. 500269-4649. Starfsleyfi til að starfrækja Bensín- og olíuafgreiðslu að Fjarðarbraut 41, 755 Stöðvarfjörður. Um er að ræða bensín- og olíuafgreiðslu með sjálfsafgreiðslufyrirkomulagi, Kaupfélag Stöðfirðinga annast rekstur stöðvarinnar. Starfsleyfið er gefið út 7.12. 2001 til 4 ára.
p) Páll Óskarsson, kt. 220252-2729. Starfsleyfi fyrir Skútuklöpp, 755 Stöðvarfjörður. Kennitala fyrirtækis: 451197-2909-755. Um er að ræða saltfiskverkun og aðgerð á fiski. Starfsleyfið er gefið út 20.12. 2001 til 4 ára

760 Breiðdalshreppur
q) Horst Müller, kt. 310148-2029. Starfsleyfi fyrir Café Margrét, kt. 531200-2250, Þverhamri, 760 Breiðdalsvík. Um er að ræða kaffihús sem einnig selur tilbúna rétti og gistihús með 3 tveggja manna herbergjum með snyrtingu. Starfsleyfið er gefið út 20.11.2001 til 4 ára.
r) Olíufélagið hf., kt. 500269-4649. Starfsleyfi til að starfrækja Bensínstöð að Ásvegi 18, 760 Breiðdalsvík Um er að ræða bensínstöð án matvælasölu og þvottaplan fyrir bílaþvott. Starfsleyfið er gefið út 7.12. 2001 til 4 ára.

765 Djúpavogshreppur
s) Hafskel ehf., kt. 590500-3480. Starfsleyfi fyrir kræklingaeldi í Hamarsfirði, 765 Djúpivogur. Um er að ræða kræklingaeldi, allt að 200 tonna ársframleiðslu. Staðsetning eldishlera kemur fram í starfsleyfi. Starfsleyfið er gefið út 20.12. 2001 til 4 ára.
t) Olíufélagið hf., kt. 500269-4649. Starfsleyfi til að starfrækja Bensín- og olíuafgreiðslu að Búlandi 1, 765 Djúpivogur. Um er að ræða bensín- og olíuafgreiðslu með sjálfsafgreiðslu-fyrirkomulagi, Kaupás (11-11 á Djúpavogi) annast rekstur stöðvarinnar. Starfsleyfið er gefið út 7.12. 2001 til 4 ára.
u) Guðbjörg Stefánsdóttir, kt. 040868-5859. Starfsleyfi fyrir Ferðaþjónustuna Fagrahvammi, Fagrahvammi, 765 Djúpivogur. Um er að ræða þrjú ca. 16 m sumarhús sem leigð eru út til gesta.Starfsleyfið er gefið út 7.1. 2002 til 4 ára.

780 Hornafjörður
v) Ásþór Guðmundsson, kt. 071161-2269. BRÁÐABIRGÐASTARFSLEYFI fyrir fyrirtækið Holan, Hafnarbraut 24, 780 Höfn. Um er að ræða myndbandaleigu og sölu á innpökkuðu sælgæti og drykkjum. Miðað er við starfsreglur fyrir söluskála B. Leyfið gefið út þann 20.12.2001 og gildir til 20.3.2002.
w) Jón Kristinn Jónsson og Sigurlaug Gissurardóttir, kt. 120253-2399 og 110354-4449. Starfsleyfi fyrir Ferðaþjónustu bænda, Brunnhól, 781 Hornafjörður. Um er að ræða starfsleyfi vegna gistingar á einkaheimili en heimild til að selja næturgestum heitar máltíðir skv. samræmingarbréfi Hollustuverndar ríkisins frá 1992. Kennitala fyrirtækis: 120253-2399. Starfsleyfi útgefið 16.1.2002.
x) Páll Guðmundsson, kt. 00950-2419. Starfsleyfi fyrir fyrirtækið Páll Guðmundsson að Álaleiru 1, 780 Höfn. Um er að ræða harðfiskverkun og miðað við starfsreglur fyrir fiskvinnslur. Kennitala fyrirtækis: 080950-2419. Starfsleyfi útgefið 22.1.2002.


3. Bókuð útgefin tóbakssöluleyfi
690 Vopnafjarðarhreppur
a) Verslunin Kauptún, kt. 010659-4779. Tóbakssöluleyfi í versluninni Hafnarbyggð 19, 690 Vopnafjörður. Ábyrgðarmaður: Guðrún Steingrímsdóttir. Leyfi útgefið 12.12.2001.

710 Seyðisfjörður
b) Eyþór Þórisson. Tóbakssöluleyfi í Hótel Snæfelli, Austurvegi 3, 710 Seyðisfjörður. Kt. fyrirtækis: 690199-2629. Ábyrgðarmaður: Eyþór Þórisson. Leyfi útgefið 30.11.2001.
c) Hjalti Þór Bergsson, kt. 260378-4069. Tóbakssöluleyfi í Skálanun sf., Shellskálanum , Ránargötu 1, 710 Seyðisfjörður. Ábyrgðarmaður: Hjalti Þór Bergsson. Leyfi útgefið 11.12.2001.

730-740 Fjarðabyggð
d) Kaupfélag Héraðsbúa, kt. 680169-6249. Tóbakssöluleyfi í Sparkaupum, Hafnarbraut 2, 740 Neskaupstaður. Ábyrgðarmaður Guðmundur Ingvason. Leyfi útgefið 27.11.2001.
e) Vídeoleiga Trausta Reykdal, kt. 251244-2789. Tóbakssöluleyfi í Vídeoleigunni, Strandgötu 29a, 735 Eskifjörður. Ábyrgðarmaður: Trausti Reykdal. Leyfi útgefið 29.11.2001.
f) Söluskáli SHELL, kt. 090839-5519. BRÁÐABIRGÐALEYFI til sölu á tóbaki í Söluskála SHELL, Strandgötu 13, 735 Eskifjörður. Ábyrgðarmaður: Stefán Óskarsson. Leyfi gefið út 6.12.2001 með kröfu um lagfæringar á húsnæði, þannig að unnt sé að uppfylla kröfur tóbaksvarnarlaga. Leyfið gildir til 1.6.2002.
g) Ólöf Sigurðardóttir, kt. 010661-4129. Tóbakssöluleyfi í Ólusjoppu, Strandgötu 46, 735 Eskifjörður. Ábyrgðarmaður: Ólöf Sigurðardóttir. Leyfi útgefið 11.12.2001.
h) Gestur Janus Ragnarsson, kt. 310736-2019. BRÁÐABIRGÐALEYFI til sölu á tóbaki í versluninni K-Bónus, Miðgarði 4, 740 Neskaupstaður, kt. 220435-3189. Ábyrgðarmaður: Gestur Janus Ragnarsson. Leyfi gefið út 12.12.2001 til bráðabirgða, þar sem starfsleyfi fyrirtækisins er í vinnslu. Leyfið gildir til 1.6.2002.

750 Búðarhreppur
i) Unnsteinn Kárason, kt. 300863-5319. Tóbakssöluleyfi til smásölu á tóbaki í Hótel Bjargi , Skólavegi 49, 750 Fáskrúðsfjörður. Ábyrgðarmaður: Unnsteinn Kárason. Leyfi útgefið 5. 1. 2002 til 4 ára.
j) Stefán Jónsson, kt.131148-7719, Tóbakssöluleyfi til smásölu á tóbaki í Söluskála Stefáns Jónssonar, Búðavegi 60, 750 Fáskrúðsfjörður. Ábyrgðarmaður: Stefán Jónsson. Leyfi útgefið 5.12.2001 til 4 ára.
k) Viðar Sigurbjörnsson, kt. 341134-3939. Tóbakssöluleyfi til smásölu á tóbaki í Versluninni Viðarsbúð, Búðavegi 13, 750 Fáskrúðsfjörður. Ábyrgðarmaður: Viðar Sigurbjörnsson. Leyfi útgefið 5.12.2001 til 4 ára.

755 Stöðvarhreppur
l) Sveinn Orri Harðarson, kt. 100661-5439. Tóbakssöluleyfi til smásölu á tóbaki í Veitingastaðnum Kútternum, Fjarðarbraut 44, 755 Stöðvarfjörður. Ábyrgðarmaður: Krístín Ársælsdóttir. Leyfi útgefið 13. 12. 2001 til 4 ára.

760 Breiðdalshreppur
m) Hótel Bláfell, kt. 660599-3479, Sólvöllum 14, 760 Breiðdalsvík. BRÁðABIRGðALEYFI til smásölu á tóbaki á Hótel Bláfelli. Ábyrgðarmaður: Kristín Ársælsdóttir. Leyfi útgefið 6.12.2001 til 1.6.2002. Ekki verða veittar frekari undanþágur.

765 Djúpavogshreppur
n) Hótel Framtíð, kt. 471188-1929. Tóbakssöluleyfi til smásölu á tóbaki í Hótel Framtíð, Vogalandi 4, 765 Djúpivogur. Ábyrgðarmaður: Þórir Stefánsson. Leyfi útgefið 15.1.2002 til 4 ára.

780 Hornafjörður
o) KÁ, Hornafirði. Tóbakssöluleyfi í KÁ- verslun, Litlubrú 1, 780 Höfn. Kt. fyrirtækis: 711298-2239. Ábyrgðarmaður: Borgþór Freysteinsson. Leyfi útgefið 30.11.2001.
p) Kaupás 11-11. Tóbakssöluleyfi í Versluninni 11-11, Vesturbraut 3, 780 Höfn. Kt. fyrirtækis: 711298-2239. Ábyrgðarmaður: Aðalheiður Óladóttir. Leyfi útgefið 30.11.2001.
y) Hótel Höfn. Tóbakssöluleyfi í Hótel Höfn, Víkurbraut 24, 780 Höfn. Kt. fyrirtækis: 681290-1339. Ábyrgðarmaður: Óðinn Eymundsson. Leyfi útgefið 29.11.2001
z) Hafnarbúðin. Tóbakssöluleyfi í Hafnarbúðinni, Ránarslóð 2, 780 Höfn. Kt. fyrirtækis: 420991-1189. Ábyrgðarmaður: Hrafnkell Ingólfsson. Leyfi útgefið 29.11.2001.
aa) Söluskáli Olís, kt. 061061-5769. Tóbakssöluleyfi í Söluskála Olís, Hafnarbraut 45, 780 Höfn. Ábyrgðarmaður: Haukur Þ. Sveinbjörnsson. Leyfi útgefið 6.12.2001.
bb) Hraðbúð ESSO í Nesjum, kt. 410601-2570. Bráðabirgðaleyfi til smásölu á tóbaki veitt til 28.2.2002. Ábyrgðarmaður: Ólöf K. Gunnarsdóttir, kt. 261166-3059.


4. Frágangur á afgreiðslum frá aðalfundi í nóvember 2001
a) Gjaldskrá HAUST fyrir árið 2002
Í kjölfar aðalfundar HAUST árið 2001 var óskað umsagnar Hollustuháttaráðs og sveitarstjórnum á Austurlandi gefinn kostur á aths. til áramóta.
Eftirfarandi sveitarfélög tilkynntu samþykki
Norður-Hérað dags. 4.12.2001
Djúpavogshreppur 10.12.2001
Búðahreppur 12.12.2001
Breiðdalshreppur 19.12.2001
Fjarðabyggð 4.01.2002
Aths. bárust ekki frá öðrum sveitarfélögum.
Umsögn Hollustuháttaráðs dags. 5.12.2001 lögð fram og rædd.
Heilbrigðisnefnd felur frkvstjóra að láta auglýsa nýja gjaldskrá hið fyrsta.

b) Stofnsamningur Byggðasamlags um HAUST lagður fram eins og hann var samþykktur á aðalfundi 6.11.2001.
Stofnsamningurinn hefur verið sendur til allra sveitarfélaga og nokkur hafa sent staðfestingu á samninginum. Helgu falið að fá staðfestingu fulltrúa þeirra sveitarfélaga sem ekki hafa svarað þannig, að hægt sé að ganga frá samninginum.


5. Erindi og bréf
a) Svar umhverfisráðuneytis við fyrirspurn dags. 6.4.2001 um hvort hægt sé með auglýsingu að fella úr gildi starfsleyfi vegna fiskeldis, sem gefin voru út af Heilbrigðisráðuneytinu og eru eldri en fjögurra ára, geti menn ekki sýnt fram á að starfsemin hafi verið í gangi sl. fjögur ár. Svar ráðuneytisins er á þá lund að þetta sé ekki hægt, hins vegar skuli endurskoða leyfin og færa kröfur til mengunarvarna til nútímalegra horfs.
b) Frá HVR dags. 19. desember 2001 varðandi framkvæmd neysluvatnsreglugerðar.
Heilbrigðisnefnd telur rétt að stefna að því að taka upp eftirlit með litlum einkavatnsveitum sem þjóna matvælafyrirtækjum öðrum en mjólkurframleiðslu á árinu 2003. Á árinu 2004 verði stefnt að því að taka upp eftirlit með vatnsveitum býla sem sinna mjólkurframleiðslu. Heilbrigðisfulltrúum falið að senda bréf til þessara aðila, kynna málið og benda á hugsanlega styrki frá Lánasjóði landbúnaðarins vegna vatns- og varmaveitna. Ennfremur verði starfandi vatnsveitum send bréf til að minna á að frestir til að koma á innra eftirliti í vatnsveitunum skv. ákvæðum matvælareglugerðar og starfsleyfum styttast óðum.
c) Samband islenskra sveitarfélaga, dags. 11.1.2002.
Kynnt ráðstefna um EES-samninginn og íslensk sveitarfélög, sem haldin verður í Reykjavík 8.2. nk.


6. Starfsreglur til samþykktar
a) Mengunarvarnasvið
I. Fiskeldi
II. Lifrarbræðslur
III. Malartekja
IV. Jarðefnavinnsla
b) Heilbrigðissvið
I. Íþróttahús og líkamsræktarstöðvar
II. Starfsmannabúðir
III. Hestahald í þéttbýli og hesthúsahverfi
IV. Gististaðir
V. Gistiskálar
VI. Gisting á einkaheimili
VII. Líkamsgötun og húðflúr
VIII. Hreinsun, sótthreinsun og dauðhreinsun áhalda
IX. Sólbaðstofur
X. Leikskólar
XI. Skólar
c) Matvælasvið
I. Mjólkurstöðvar
II. Kynningar á matvælum í verslunum*
III. Kjötborð/kjötbúðir og fiskborð/fiskbúðir*
IV. Heitur matur – sjálfsafgreiðsla*
V. Verslun með matvæli í námunda við lyktarsterk efni*
VI. Sælgætisbarir*
VII. Brauðbarir*
VIII. Salatbarir*
*Uppfærsla á eldri reglum til samræmis við endurskoðaðar lágmarksreglur Hollustuverndar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga í des. 01
Heilbrigðisnefnd staðfestir ofangreindar starfsreglur með smávægilegum athugasemdum aðrar en um malartekju og jarðvegsvinnslu og felur heilbrigðisfulltrúum að fylgjast með vinnu HVR og HES vegna þessa.


7. Tóbakssöluleyfi og túlkun tóbakslaga nr. 74/1984 með áorðnum breytingum, sbr. lög nr. 101/1996 og lög nr. 95/2001
Þann 11.12. höfðu verið gefin út 49 tóbakssöluleyfi. 20 aðilar sem höfðu fengið bráðabirgðaleyfi höfðu ekki óskað eftir eða ekki fengið endanleg leyfi. Margir þeirra reka sumarsölustaði og hafa ekki not fyrir leyfin fyrr en að vori.
Vegna vafa í túlkun eða framkvæmd laganna hafa starfsmenn verið í sambandi við heilbrigðisnefndina og/eða einstaka fulltrúa og þá helst formann nefndarinnar. Eftirfarandi var staðfest í tölvupósti milli nefndarmanna í desember 2001 vegna beiðni um undanþágu sem barst frá veitingastað. Þetta bókast hér með sem stefna nefndarinnar:
Þeir veitingastaðir, sem geta lagt fram skýra hugmynd að endurbótum, sem heilbrigðisfulltrúi samþykkir, geta fengið ákveðinn tímabundinn frest, lengst til 1. 6. 2002, og gefið verði út bráðabirgðaleyfi, en ekki undanþága. Í því leyfi komi skýrt fram, að ekki verði veittir frekari frestir.
Þetta verði því aðeins gert, að ráðast þurfi í verulegar breytingar til að uppfylla ákvæði tóbaksvarnalaganna. Verslanir fá ekki frekari fresti.
Óskað hefur verið eftir túlkun á eftirfarandi setningu tóbaksvarnarlaganna:
Grein 7.6.: Tóbaki og vörumerkjum tóbaks skal komið þannig fyrir á útsölustöðum að það sé ekki sýnilegt viðskiptavinum.
Heilbrigðisfulltrúar greina frá sínu vinnulagi varðandi túlkun þessa ákvæðis.
Heilbrigðisnefnd samþykkir vinnulag starfsmanna.


8. Fráveitumál, skilgreining á viðtökum og stefnumörkun - umræða
Talsverðar umræður urðu um málið og skyldur og ábyrgð heilbrigðisnefndar en henni ber að setja stefnu og skilgreina viðtaka. Skv. reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp eru síður viðkvæmir viðtakar eingöngu sjór. Viðkvæmir viðtakar eru skilgreindir nokkuð vítt en sveitarstjórnir geta sótt um undanþágur að undangengnum rannsóknum og hvetur heilbrigðisnefnd sveitarstjórnir til þess að láta framkvæma rannsóknir, þannig að hægt sé að vinna stefnu sem forsendu fyrir úrbótum í fráveitumálum. Fram kom í máli heilbrigðisfulltrúa að fyrirtæki í mörgum sveitarfélögum eru að vinna að úrbótum í fráveitumálum sínum og kalla eftir skilgreiningunni, en verulegur mismunur er á kostnaði á úrbótum eftir því hvort viðtaki er viðkvæmur eða síður viðkvæmur.


9. Starfsmannamál og kjaramál starfsmanna. Starfsmenn víkja af fundi meðan fjallað er um lið a hér á eftir.

a) Kjaramál starfsmanna
Í samræmi við fyrri ákvarðanir heilbrigðisnefndar hafa formaður, varaformaður og ritari rætt við starfsmenn. Kynntir annars vegar kjarasamningur milli byggðasamlags um rekstur HAUST og Félags íslenskra náttúrufræðinga og hins vegar Stofnanasamningur milli sömu aðila.
Heilbrigðisnefnd samþykkir samningana og þeir áritaðir af formanni f.h. nefndarinnar og frkvstj. f.h. starfsmanna svo og að Árni Óðinsson verði skilgreindur sem staðgengill framkvæmdastjóra. Laun starfsmanna verði skv. þessum samningum og í samræmi við tillögu Helgu Hreinsdóttur skv. bréfi dags. 20.12.2001, sem formaður og framkvæmdastjóri árita til staðfestingar. Einnig samþykkt tillaga launahóps nefndarinnar um aðrar kjarakröfur og bifreiðamál.
b) Fyrirkomulag starfs á Hornafjarðarsvæðinu
Framkvæmdastjóri kynnti breytingu sem orðið hefur á aðstæðum starfsmanns á Hornafjarðarsvæðinu. Fram kom að starfsmaður er komin í fullt starf á Suðurnesjum en hefur lagt fram tillögu um hvernig hann hyggst sinna heilbrigðiseftirlitinu. Málið rætt og er nefndin sammála um að ekki sé hægt að koma til móts við óskir starfsmanns um að sinna starfinu til frambúðar við þessar aðstæður og var framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við vilja nefndarinnar og umræður á fundinum.
c) Sumarafleysing
Frksvstj. greindi frá möguleika á að leysa 3-4 mánaða sumarafleysingar með jöfnu vinnuframlagi yfir fleiri mánuði. Framkvæmdastjóri heimilað að ganga til samninga við Júlíu Siglaugsdóttur um slíkan starfssamning.


10. Heimasíða fyrir HAUST
Tilboð og tillögur að útliti skoðuð.
Ákveðið að hafa síðuna létta og einfalda upplýsingasíðu.


11. Önnur mál
a) Skýrsla ráðgjafarnefndar um opinberar eftirlitsreglur um framtíðarskipan opinbers matvælaeftirlits
Heilbrigðisnefnd tekur undir bókun frá Samtökum heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi. Komi til endurskoðunar á matvælaeftirliti sé það skoðað í samhengi við annað eftirlit og leiði til hagræðingar og einföldunar fyrir almenning og eftilitsþega.

b) Ákvörðun um tímasetningar funda á árinu 2002
Næstu fundir verði sem hér segir:
26. febrúar 28. fundur (væntanlega símafundur)
9. apríl 29. fundur
14. maí 30. fundur
Tillagan samþykkt svo og að aðalfundur HAUST 2002 verði haldinn um 6 vikum eftir aðalfund SSA.

c) Kvartanir um ketti
Til HAUST hafa borist kvartanir um mikinn fjölda katta í þéttbýliskjörnum. Bæði er um að ræða villiketti, en þó ekki síður heimilisketti, sem ekki eru ormahreinsaðir.
Heilbrigðisnefnd hvetur sveitarstjórnir þéttbýliskjarna til að láta veiða og farga villiköttum og auglýsa um leið hvatningu til íbúa til að láta ormahreinsa ketti sína.

d) FENÚR – fagráð um endurnýtingu og úrgang
Heilbrigðisnefnd samþykkir að HAUST sæki um aðild að FENÚR

e) Vinnufundur heilbrigðisfulltrúa á Austurlandi.
Lagðir fram til kynningar minnispunktar af vinnufundi heilbrigðisfulltrúa þann 14.1.2002. Einnig lögð fram eftirlitsáætlun frá þeim fundi.

Fundi slitið kl. 14:10.

Fundargerðin færð í tölvu af Soffíu Lárusdóttur og send fundarmönnum í tölvupósti til staðfestingar. Gerðin verður undirrituð á næsta snertifundi.

Guðrún Óladóttir
Þorkell Kolbeins
Soffía Lárusdóttir
Benedikt Jóhannsson
Egill Jónasson
Jónas Bjarki Björnsson
Anna María Sveinsdóttir
Helga Hreinsdóttir
Árni J. Óðinsson
Hákon Hansson

HAUST

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir
Bakka 1
765 Djúpavogur
Hafnarbraut 27
780 Höfn
haust@haust.is
474 1235

Search